Þjóðviljinn - 23.12.1964, Side 14
Ilja Krenbuxg
Fáar sovézkar bækur hafa vakið meiri athygli á síðari árum
en endurminningar Ilja Erenbúrgs. Enda hefur honum tekizt
furðuvel að vera þar nálægur sem mikil tíðindi voru að ger-
ast: meðal Moskvustúdenta byltingarárið 1905, í pólitísku
fangelsi keisarans, í þeim Parísarkaffihúsum þar sem höfund-
ar nútíma myndlistar fluttu boðskap sinn, á vígvöllum
tveggja heimstyrjalda, í borgarastyrjöldum í Rússlandi og
á Spáni. Hér fer á eftir sá kafli úr fyrstu bók endurminn-
inganna sem lýsir samskiptum þeirra Erenbúrgs og mexí-
kanska málarans Diego Rivera.
\
DIEGO RIVERA
v Ég sat 1 vinnustofu Diego
Rivera, við töluðum um það
hve mönnum hefði tekizt að
gi-lmuklæða lymskulega bæði
brynju skriðdrekanna og
„markmið stríðsins". Allt í
einu lokaði Diego augunum,
svo virtist sem hann evæfi,
en mínútu síðar stóð hann
upp og fór að tala um ein-
hverja könguló sem hann hat-
aði. Hann endurtók hvað eft-
ir annað, að nú myndi hann
finna köngulóna og kremja
hana. Hann gekk beint á mig
og ég skildi að köngulóin —
það var ég. Ég hljóp út í
annað horn á vinnustofunni.
Diego nam staðar, sneri sér
við og stefndi síðan beint á
mig aftur. Ég hafði áður séð
hann fá evefngengilsköst, allt-
af barðist hann við einhvern
þegar á þeim stóð, og í þetta
einn vildi hann gera útaf
við mig. Það var ómannúð-
legt að vekja hann: þá fengi
hann óbærilegan höfuðverk á
eftir. Ég snarsnerist um
vinnustofuna ekki eins og
kömguló, heldur eins og fluga.
Hann fann mig jafnóðum þótt
augu hans væru lokuð. Ég
forðaði mér með naumindum
fram á gang.
Hluti af miklu veggmálverki,
sem sýnir stéttarbaráttuna í
Maxíkó áður en Spánverjar
náðu landinu á sitt vald.