Þjóðviljinn - 23.12.1964, Page 60
Með heiðingjum
Framhald aí bis. 59.
lengi og menn muna, og á
þessum jólum er skugginn
dýpri en nokkru sinni fyiTj
þar sem hann felur í sér al-
gera tortímingu. Við tölum
stöðugt um frið á jörðu. „Frið-
ur sé með yður. Drottinn !áti
sína ásjónu lýsa yfir þig og
gefi þér frið.’’ Boðskapur frið-
ar hefur verið boðaður f nær
tvö þúsund ár og lítið gagnað.
Hér er ég kominn til þjóðar
Ah Röh með einkennilega hluti,
haga mér einkennilega og er
öðruvísi en þeir, en ég held
að það hafi ekki áhrif á hann.
Ég held ég geti séð það á hon-
um og brosi hans. Það er
austur og vestur, sem hér sitja
andspænis hvoru öðru. — Nev-
er the twain shall meet. — Ef
nú , austur og vestur gætu
sæzt og hlegið saman.
Ef þeir kasta sprengjum
verður það ef til vill hans ó-
þekkta þjóð, er ein lifir eftir
og fær það hlutverk að við-
halda mannkyninu, þjóð án
ritmáls, án menningar en einn-
ig án árásarlöngunar. Hún er
áreiðanlega ekki versta þjóð-
in sem hægt er að fela slíkt
hlutverk.
— Ef ég kynni mál hans
myndi ég segja honum frá
hugsunum mínum. En það er
ef til vill betra að það verði
ósagt. Hann myndi ekki skilja
neitt. Hann veit ekkert um
Hiroshima, atómsprengjur,
gervitungl og stórveldafundi.
Það væri betra að tala ein-
ungis um — heitt vatn, eld-
inn, pípuna og tóbakið.........
Hann situr svo ánægður, ró-
legur og hlær við og við með
skínandi augun. Hann þarfnast
ekki uppbyggilegra samræðna,
þarfnast ekki boðskapar friðar-
ins. Hann hefur frið innra með
sér í sjálfum sér og öðrum.
Og ég er ekki grunsamleg vera,
þó ég sé ókunnugur og komi
frá öðrum heimi. Hann er frá
þeim hluta veraldarinnar, þar
sem hin tíu boðorð gilda ekki.
Hann er heiðinginn, hinn ham-
ingjusami maður. Hann hefur
aldrei verið kvalinn af ógn
hinna tíu boðorða.
T UNGLIÐ ER komið upp og
kofamir kasta -löngum skugg-
um niður brattan þorpsstíginn.
Ég kem mér fyrir í einum
hinna djúpu skugga og hlusta.
Himinninn er fullur af söng.
en það eru ekki englar og
hirðar, sem syngja. Nú standa
einhverjir við hlið mér. Ég hef
ekki heyrt þá koma, en ég
finn hitann af þeim í nætur-
svalanum. Þeir benda, benda
upp til tunglsins og hneigja
höfuðin mót kofunum. Það eru
konurnar, sem syngja.
Tunglið hefur staðnsemzt
fyrir ofan einn kofann, eins og
jólastjama yfir Betlehem. Og
þegar i stað upphefst söngur
herskara himnanna. Heiðinn
kór hljómmikilla radda fyllir
loftið. Kveinandi, sárir tónar,
sem stöðugt stíga og falla, eins
og englar, er stíga upp og nið-
ur. Ah-u, Ah-u, Ah-rö. Mjólk-
urhvítar þokuslæður svífa upp
dalinn og gljúfrin og slétta
allar misfellur fjallsins.
Þær draga mig að opi í bam-
busvegg kofans og viö gægj-
umst inn. A gólfinu stendur
stór tunna full af hrísgrjónum.
Bak við hana liggur hálfnakin
kona á hálmmottu. Eldstæði
slær kynlegri birtu á kofann og
kastar undarlegum flöktandi
skuggum yfir umhverfið. Við
annan enda hálmmottunnar
stendur bambusstallur og á
honum liggja beinagrindur af
þrem fuglum. Kjötið hefur
fletzt af beinunum, en enn loða
við kjöttætlur hér og Þar-
Bambusstallurinn er smurður
blóði.
Konan engist sundur og
saman og syngur í dáleiðslu-
kenndu ástandi. Hún hrópar
og æpir, svo syngur hún, jóðl-
ar, heldur höndum að munní
eins og trekt eða setur Þær
við og við á munn sér eins og
til að gefa hljóðunum meiri
áherzlu. Öaflátanlega hreyfir
hún neðri hluta líkamans upp
og niður, stundum skellir hún
sitjandanum með ógurlegum
krafti niður á bambusmottuna
og skelfur eins og flogaveikur
maður. Oftast liggur hún með
lokuð augu, en þegar hún opn-
ar þau, lýsir úr þeim djöful-
legt æði. Með ákveðnu miUihm
rís hún upp og svífur kringum
hrísgrjónatunnuna, en kastar
sér svo strax niður á mott-
una, ber með knýttum hnefum
á brjóst sér og rifbein svo
brakar í. Þá skrækir hún aftur
og sapir hærra og hljómmeira
en nokkru sinni fyrr. -Ég sé
niður í hyldýpi brjálæðisins í
tvö uppglennt augu. Ég sé nið-
ur þangað sem völd undir-
heima ráða ríkjum. Ég kemst
nærri í líkamlega snertingu við
hið yfirnáttúríega.
Brjálæðið grípur nú konuna
margefldum krafti, meir en
nokkru sinni fyrr. Með upp-
glennt augu horfir hún I eld-
inn, slær sitjandanum í gólf-
ið, ber með knýttum hnefunt
á brjóst sér, lyftir hnjánum
að andliti, fálmar með hönd-
unum eftir hálmmottunni, gríp*
ur f hana og rífur úr henni
stykki, er fljúga i kringum
hana. Svitinn lekur í stríðum
straumum niður andlit henn-
Framhald á bls. 9®*
60 — J ÓLABLAÐ