Þjóðviljinn - 23.12.1964, Side 78

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Side 78
f RÖSTINNI Framhald af bls. 77. því að ég náði valdi yfir mér aftur, það, að við vorum 1 skjóli þarna, þvi skipið hring- snerist undir sjávarmáli, en sjórinn gein yfir okkur allt umhverfis, hár og svartur eins og klettaveggur. Ef þú hefur aldrei verið úti á hafi í stormi, þá veiztu ekki hvað það er, að verða að þola bæði átök vindsins og ágjöfina í einu. Þú nærð ekki andanum, verður blindur og heyrnar- laus, getur ekkert aðhafzt og ekkert hugsað. En nú mátti heita svo að við værum laus- ir við þessi óþægindi, — eins og dauðadæmdum glæpa- mönnum í fangelsi eru stund- um veitt litilsháttar fríðindi, sem ekki eru leyfð áður en dómurinn er kveðmn upp. Hve oft við fórum í hring á þessu mjóa belti veit ég ekki. Við snerumst og sner- umst í klukkutíma að líkind- um, og gerðum fremur að fljúga en fljóta, og smám saman bárumst við innar, nær hinni skelfilegu brún. Ég sleppti aldrei taki á járn- hringnum. Bróðir minn var í skutnum og hélt sér í tóma vatnstunnu, sem hafði verið vandlega bundin, og var hinn eini hlutur á þilfarinu, sem ekki hafði skolazt fyrir borð, þegar óveðrið skall á. Þegar við vorum komnir fast að brúninni á svelgnum, sleppti hann takinu á tunnunni og greip í hringinn, sem ekki var stærri en svo, að aðeins ann- ar okkar gat haldið um hann í einu. Honum tókst að hrekja mig frá í angist sinni. Þetta þótti mér verst af öllu, þó að ég vissi að hann var ekki með sjálfum sér af skelfingu. Ég reyndi ekki að stimpast á við hann um járnhringinn. Ég vissi að það var sama hvor okkar það var, sem hafði hringinn að halda sér í, svo ég lét honum hann eftir, komst síðan aftur í skut og náði þar í tunnuna. Þelta var ekki mjög erfitt, þvi að skip- ið hallaðist ekki neitt, en flaug í hring, tók aðejns dýf- ur og sviptist til við og við. Ekki var ég fyrr búinn að koma mér fyrir og ná föstu taki, en skipið veltist á sjórn- borða, og steyptist síðan beint á stafninn niður í djúpið. Ég baðst fyrir í flýti og hélt að nú væri öllu Iokið. I þessu evimandi falli greip ég ósjálf- rátt fastari tökum á tunnunni og lokaði augunum. I nokkrar sekúndur þorði ég ekki að opna þau, því ég bjóst við dauða mínum, og mig furðaði það mest, að ég skyldi ekki þegar vera í kvöl og angist dauðastríðs míns. En hvert andartakið leið af öðru, og enn var ég á lífi. Mér fannst ég ekki lengur vera að detta. Og hreyfing skipsins var mjög svipuð því sem hafði verið meðan við hringsnerumst á barmi svelgsins. Ég herti upp hugann, opnaði augun og 'lit- aðist um. Aldrei mun ég gleyma þeirri lotningu, ^kelfingu og aðdáun sem sú sýn vakti mér, sem nú blasti við. Það var engu líkara en skipið hefði stöðv- azt fyrir göldrum, miðja vega í afarmiklum brunni, ægidjúp- um, en veggirnir svo renn- sléttir að ætla hefði mátt að þeir væru úr svörtum íbenviði, ef ekki hefði mátt sjá að þeir hringsnerust með ofsahraða, og ef ekki hefði skinið af þeim draugalegt endurskin af ljóma tunglsins, sem enn birtist í hinu hringlaga skýjarofi beint uppi yfir, og brá mikilli birtu á þessa svörtu veggi og alla leið niður í botn svelgsins. I fyrstu var ég svo ringl- aður, að ég gat ekki gert mér ljósa gréin fyrir því sem fyrir augun bar. Aðeins stórkost- leiki þess sló mig undrun. Þeg- ar ég hafði jafnað mig dá- lítið, varð mér ósjálfrátt litið niður. Þá sá ég hvernig skipið sveiflaðist innan í veggjum svelgsins. Það var á réttum kili, þ.e.a.s. þilfarið lá eins og yfirborðið í svelgnum, en það hallaðist meira en 45 gráður, svo það var eins og skipið Iægi á hliðinni. En samt sem áður fann ég það greinilega, að það var ekkert erfiðara fyrir mig að koma fyrir mig fótum í þessum stell- ingum, en þó við hefðum verið á sléttum sjó, og þetta gizka ég á að hafi stafað af þvi hvað við fórum hratt. Tungl- ið skein, eða virtist skína, al- veg niður í botn, en þangað sá ég ekki skýrt vegna þess að mikill úði huldi botninn, en yfir úðanum hvelfdist stór- kostlegur regnbogi, eins og sú Bifröst, sem er brú milli lifenda og dauðra. Þessi úði orsakaðist vafalaust af því róti, sem varð á botninnm En hávaðanum, sem sté upp af því, ætla ég ekki að reyna að lýsa. Þegar skipið féll fram af brúninni niður í svelginn, barst það mjög hægt niður á við. Það hringsnerist í sífellu, ekki stöðugt og jafnt, heldur með óþægilegum rykkjum, þannig, að stundum bárumst við aðeins nokkur hundruð faðma í rykk, stundum nærri heilan hring. Og við hverja hringferð bárumst við neðar, að vísu ekki mikið í hvert skipti, en þó greinilega. Þegar ég horfði niður fyrir mig í þennan óskaplega, svart- gjáandi svelg, sá ég að skipið ok'kar var ekki hinn eini hlut- ur, sem hann hafði á valdi sínu. Bæði fyrir ofan og oeð- an okkur var brak úr skip- um, feiknin öll af húsaviði, og trjábolir, auk margra smærri hluta, íláta og tunnustafa. Ég hef áður sagt frá þeirri und- arlegu forvitni, sem tók við af hræðslunni. Hún varð því meiri sem nær dró því, sem ég hugði vera dauða minn, og ég fór að horfa með mestu athygli á þessa hluti, sem blöstu við mér innan í svelgn- um. Ég get ekki hafa verið með réttu ráði, því mér þótti einkennilega gaman að geta mér til um það, hvenær þessi eða hinn hluturinn yrði horf- inn í löðrið fyrir neðan. „Þetta furutré ‘, sagði ég við sjálfan mig, „verður áreiðanlega^ a undan öllu öðru niður í djúp- ið“, en það fór öðruvísi, held- ur var það flakið af hollensku kaupfari, sem fór fram úr Þy1 og sökk fyrst, og þótti mec Framhald á bls. Hradfrystum allar sjávarafurðir. Kaupum síld til bræðsiu og frystingar. Hraðfrystihús EskifjarJar h.f. E s k i f i r ð i . 78 JÓLABLAB
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.