Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Fréttir DV Deilur um uppkaup húsa á hættusvæði í Bolungarvík: Njótum ekki jafnræðis - segir Olgeir Hávarðarson - ráðum ekki lögunum, segir bæjarstjóri Oft snjóar mikiö í Bolungarvík Nær fjallinu og fyrir ofan þetta svæöi talsvert lengra til vinstri ergatan Dísar- land. Stór hluti af þessu hverfi mun væntanlega lenda innan hættusvæöis sem rýma þarf þegar hætta á snjóflóöum úr Traðarhyrnu er sem mest. „Ólafur Krist- jánsson bæjar- stjóri fer meö hel- ber ósannindi í DV á fimmtudag þegar hann segir aö sennilega hafi ekk- ert mál fengið eins mikla umfjöllun og einmitt varð- andi uppkaup á húsi mínu að Dís- arlandi 10. Hann gerði ekkert í þessu máli fyrr en lögin voru fallin úr gildi,“ segir 01- geir Hávarðarson í Bolungarvík. „Þegar maður er búinn að fá á sig snjóflóð einu sinni þá verður að taka tillit til þess. Maður gerir það ekki að gamni sínu að leggja fjölskyld- una í slíka hættu á nýjan leik. Það voru aðrar tillögur gerðar um vamargarða en þá sem nú er verið að hanna. Þar var gert ráð fyrir að garð- urinn yrði neðar í hlíðinni sem að mati Veðurstofu var talið öruggara og krefðist minni rýminga en aðrar leiðir. Það hefði hins vegar þýtt að húsin við Dísarland hefðu farið undir garðinn. Við vorum aldrei spurð hvort við vild- um að þessi leið yrði farin. Tillagan var hins vegar borin upp innan bæjar- stjómar sem felldi hana. Miðað við nú- verandi tillögur þarf eftir sem áður að rýma húsin við Dísarland. Davíð Oddsson sagði þegar rætt var um bætur vegna jarðskjálfta á Suður- landi í sumar að málið væri viðkvæmt og gæta þyrfti jafnræðis. Af hveiju þarf þá ekki að gæta jafnræðis gagn- vart okkur sem fengum á okkur þetta snjóflóð? Af hveiju fáum við ekki úr- lausn sem dugar til að koma okkur í öraggt skjól?“ Höhim barist fyrir uppkaupum Þetta er alrangt hjá Olgeiri. Það hef- ur verið barist fyrir því allan tímann siðan snjóflóðin féllu á húsin við Dýs- arland 1977 að þau yrðu keypt upp,“ segir Ólafúr Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. „Það er ljóst að það þarf líklega laga- breytingu til svo mögulegt verði að kaupa upp hús i Bolungarvík samhliða gerð vamarmannvirkja. Þó bæjar- stjómin í Bolungarvík sé öflug og sterk þá ræður hún enn ekki yfir lög- unurn." sagði bæjarstjórinn. Að sögn Smára Þorvaldssonar, ráðu- neytisstjóri hjá umhverfisráðuneytinu, er það alveg klárt að stjóm Ofanflóða- sjóðs hefur engar heimildir í lögum til að bæði verja byggð og kaupa upp hús. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að fé- lagsmálaráðuneytið hafi á sínum tima sett sérreglur varðandi uppkaup húsa á Flateyri sem ekki era lengur i gildi. Ekki fullreynt Umrædd reglugerð var gefin út af fé- lagsmálaráðuneytinu 26. ágúst 1997. Þar segir m.a.: Reglugerð um veitingu tímabund- inna lána til sveitarfélaga vegna kaupa á íbúðarhúsnæði sökum snjóflóða eða skriðufalla. Byggingarsjóði ríksins er heimilt að veita sveitarstjómum tíma- bundið lán til allt að 5 ára til íbúðar- kaupa þar sem tjón hefur orðið af völd- um snjóflóða eða skriðufalla og íbúar treysta sér ekki til að búa í íbúðarhús- næði sínu enda sé sala þess á frjálsum markaði ekki raunhæf. í annarri grein segir að sjóðurinn muni innleysa til sín þessar íbúðir að fimm áram liðn- um hafi ekki tekist að nýta þær sem heils árs íbúðir fyrir þann tíma. Ekk- ert var hins vegar um að þessi reglu- gerð gildi eingöngu fyrir Flateyri. Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga, segir að mið- að við fyrirliggjandi hugmyndir verði sami vandi upp á teningnum vegna íbúa sem næst vamargarðinum munu búa í Bolungarvík. Honum sé full- kunnugt um að mikið hafi verið reynt til að þoka málinu áfram. „Þó reglu- gerðin sé úr gildi fallin lít ég ekki svo á aö fullreynt sé með slíka úrlausn í Bolungarvik." -HKr. Olafur Kristjáns- son bæjarstjóri í Bolungarvík. Einar Kr. Guöfinnsson alþingismaöur ístak og Nýsir eiga og reka bygginguna - leigja fyrir leikskóla PV, HAFNARFIRDI: Framkvæmdum við leikskólann við Háholt í Hafnarfirði miðar vel. Leikskólinn verður afhentur Hafnar- fjarðarbæ fullbúnum til ráðstöfunar um miðjan janúar. Það era ístak og Nýsir sem eiga og reka bygginguna en Hafnarfjarðar- bær tekur hana á leigu fyrir leik- skólastarfið. Því er hér um svokall- aða einkaframkvæmd að ræða en bæjarstjórn hefur metið þá leið hag- kvæmari fyrir sveitarfélagið en að bærinn byggi, eigi og reki húsnæðið. Leikskólinn verður tekinn í notkun um miðjan janúar árið 2001. -DVÓ Kátlr í Hafnarfirði Gils Stefánsson og Magnús Gunnarsson bæjarstjóri viö Háholt Leiðrétting í viðtali við Mikael Torfason í síð- asta Helgarblaði DV er vísað til um- mæla Úlfhildar Dagsdóttur um móður sem bregst. Þar segir: „Þrátt fyrir að dómar um Heimsins heimskasta pabba hafi almennt verið mjög jákvæðir setti Úlfhildur Dagsdóttir spumingar- merki við það að mamman í sögunni hefði bragðist". Hér er vísað til um- mæla Úlfhildar í sjónvarpsþættinum Silfur Egils þriðja desember en farið rangt með, því ummælin áttu við skáldsöguna öreindimar eftir Michel Houellebecq en ekki við skáldsögu Mikaels Torfasonar. Úlfhildur er beðin velviröingar á þessum leiða misskiln- ingi. -sm Davíö Oddsson forsætisráöherra ræöir hér viö fjármálaráöherrann sinn, Geir H. Haarde, viö umræöur á Alþingi um fjárlög á dögunum. Geir viröist áhyggjufullur á sviþ yfir öllum tölunum enda líklega betra aö vera viss um aö ekki hafi læöst inn skekkja. Væntanlega er þá ekki ónýtt aö geta treyst á aöstoö flokksleiötogans þegar svo mikiö liggur viö. Félagið fátæk börn á íslandi: Einstæðar, barnmargar mæður fá peningagjöf Undanfarið hefúr söfnunarátak ver- ið í gangi á vegum Félagsins Fátæk böm á íslandi. Fáir virðast hins vegar vita hvaða félag þetta er. „Við erum fámennt félag og fórum frekar hljótt," sagði einn aðstandenda styrktarfélagsins en í því era einungis fiórir eða fimm félagsmenn. Maðurinn óskaði þess að fá að gæta nafnleyndar þar sem hann vildi ekki blanda fiöl- skyldu sinni inn í mál félagsins en reynsla hans er sú að jafnan er mikið um símhringingar heim til félags- manna í kjölfar fiölmiðlaumræðu um félagið og fátækt. Félagið var stofnað áriö 1997 með það í huga að aðstoða fiölskyldur í fiár- hagsvanda, og þá sérstaklega einstæð- ar, bammargar mæöur eða einstæðar mæður sem era öryrkjar. Úthlutun Fátækt á Islandi Félagið fátæk börn á íslandi safnar fé til handa einstæöum mæörum meö mörg börn sem þurfa á fjár- hagsaðstoö aö halda. fiárins er yfirleitt fyrir jólin þar sem sá árstími er oft mjög erfiður þessum fiöl- skyldum. Aðspurður sagði félagsmaðurinn að DV fengi ekki að sjá uppgjör félagsins þar sem þetta væra viðkvæm mál. Hann útskýrði hins vegar að í fyrra var velta félagsins um tvær milljónir og fengu 20 til 30 fiölskyldur styrki. Lágmarksstyrkur sem hver fiölskylda fær er 20.000 krónur og getur styrkur til hverrar fiölskyldu farið í 50.000 krónur. „Við höfum yfirleitt fengið ábend- ingar frá fólkinu sem er að gefa um það hvert það vill að peningamir renni. Við reynum frekar að styrkja fáar fiölskyldur en styrkja þær vel,“ sagði annar félagsmaður sem óskaði nafnleyndar af sömu ástæðu og sá fyrri. Þar með geta styrktaraðilar fýlgst með því hvert fégjöf þeirra fer. Takmark ehf. sér um framkvæmd söfnunarinnar. -SMK Sandkorn Undirsáti tlrnsjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is forstjórastól Þau tíðindi heyrast frá Nor- egi að Eivind Reiten, fyrr- verandi yfir- maður áldeild- ar Norsk Hydro, hafi tekið við sem aðalforstjóri fyrirtækisins. Tekur hann við af Egil Miklebust sem verið hefur forstjóri sl. 10 ár. í þessu sambandi minnast menn ummæla Reitens síðsumars um áform byggingar Reyðaráls á risa- álveri á Austfiörðum. Þá efaðist hann um að innviðir samfélagsins á svæðinu væru nógu traustir til að bera svo stórt atvinnufyrirtæki og vísaði til reynslunnar i Noregi. Viðbrögð Valgerðar Sverrisdótt- ur iðnaðarráðherra voru þau að ekki væri mikið mark takandi á þessum ummælum, Eivind Reiten væri jú bara undirsáti hjá Norsk Hydro. Gárungar velta nú fyrir sér hvort ekki verði dálítið vand- ræðalegt hjá ráðherranum næst þegar hún þarf að ræða við þenn- an ómerkilega undirsáta sem nú ku vera orðinn aðalforstjóri... Ragna Sara í víking Svo sem Sandkorn greindu frá er Ragna Sara i Jónsdóttir að hætta í Kastljósi [ en systir henn- ar, Eva María I Jónsdóttir, tek- ur viö. Það er ævintýraþráin í sem veldur því að Ragna Sara hverfur af sjón- varpsskjánum því hún hyggst leggjast í víking í hálft ár. Fyrst liggur leið hennar til Indlands en síðan til Afríku þaðan sem hún mun skrifa greinar um mannlíf og náttúru. Heima á íslandi bíður unnusti hennar, Stefán Sigurðs- son Valgeirssonar, starfsmaður fiölmiðlafyrirtækisins Inntaks... Hjálmar klárar þingið Senn líður að því að alþingis- maðurinn Hjálmar Jónsson hverfi af þingi til að leiðbeina fólki um Guðs vegi. Hjálmar tekur við emb- ætti dóm- kirkjuprests í febrúar eftir tæpa tvo mán- uði. Hann mun þó ætla að sitja á þingi fram á vor en kalla inn varaþingmann eftir atvikum. Menn eru nokkuö sammála um að Alþingi verði svipminna þegar vísnaskáldið góða snýr sér að sálm- unum... Á Guðs vegum Það eru íleiri á Guðs vegum en Hjálmar þessa dagana. Þannig mun hin kunna útvarpskona, Anna Kristine Magnúsdóttir, verða á kristi- legum nótum í þætti sínum Milli mjalta og messu á Bylgj- unni á jóladag. Anna hefur stefnt til sínu tveimur prestum sem báðir heita sama nafni. Séra Sigurður Amarson, prestur í Grafarvogi, og séra Sigurður Grétar Helgason, prestur á Seltjarnamesi, munu ræða mál á samfélagsnótum. Sorg- in og framhjáhaldið eru meðal þess sem ungu prestarnir ræða. Það vekur athygli að Bylgjan auglýsir hina vinsælu þætti Önnu lítið og heyrst hefur að innan Rásar 2 sé áhugi á að ná þættinum aftur...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.