Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 11 DV Skoðun Karlar hafa öðlast tilgang. Kynið sem smám saman er að tapa stöðu sinni hefur fengið tímabundið en um leið árstíðabundið verkefni. Þetta er auðvitað fagnaðarefni flestum kynbræðrum mínum þótt gleðilæti pistilskrifara séu tak- mörkuð. Það var ekki ómerkari að- ili en fréttastofa Ríkissjónvarpsins sem fann hin nýju sannindi þótt þau hefðu raunar blasað við öllum sem þau vildu sjá. Stofan sú greindi okkur frá því í vikunni að ljósadýrð vegna komandi jóla væri með eindæmum. Hús væru fagur- lega skreytt jólaseríum og garðar víða ljósum prýddir. Fréttamaður- inn sagði ljósmetið hafa tvöfaldast á stuttum tima og það sem meira var, karlkyniö væri haldið þessari skreytiþörf fremur en konurnar. „Sástu þetta?“ hrópaði konan mín sem líka var að horfa á frétt- irnar. Hún kom um leið við veikan blett á mér. Fögur ljós jólanna blasa við á hverjum húsgafli ná- granna minna og barrtré jafnt sem lauftré svigna undan ljósalengjun- um. Hjá okkur er ljóslaust utan hvað dóttir okkar hengdi jólaseríu í herbergisgluggann með aðstoð móður sinnar. „Þú verður að gera eitthvað í málinu, maður," sagði konan. „Við erum eins og viðund- ur og eyðileggjum heildarsvip göt- unnar.“ Úrkynjun „Ég sé ekki ástæðu til að elta þessa úrkynjun," sagði ég. „Það er ekki karlmennska þessi andskoti að hanga langtímum saman utan í trjám eöa húsgöflum og skreyta með marglitum örperum. Best er að hafa þetta eins og verið hefur, að hengja eina jólaseríu á svala- handriðið. Maður er þá fljótur að ná þessu af aftur í janúar." „Það væri þá kannski ráð að þú hengdir þessa seriu á handriðið. Ég hef ekki orðið vör við að hún sé komin upp,“ svaraði konan og gaf lítið fyrir afsakanir mínar. Ég gat ómögulega viðurkennt þann vanda að hafa týnt svalaseríunni frá því í fyrra. Eftir að grannar mínir fóru að ólmast í görðunum kíkti ég eftir seriunni í geymsl- unni í kjallaranum og úti í bíl- skúr. Ég fann hana á hvorugum staðnum. Þótt ég nefndi það ekki við konuna veit ég innra með mér að ég er ekki skipulagður í geymslum. Þær eru því fullar af gagnslausu drasli. Þessi veikleiki minn verður meðal annars til þess að ég þarf að endumýja jólaseríur árlega. Díoxín í skreytiköllum „Ég held að þessi glysgirni og skreytiþörf sé hálfgerð ónáttúra," hélt ég áfram og reyndi með því að verja stöðu mína. „Hún stafar, að mínu viti, af of milkilli fiskneyslu. Kropparnir á þessum skreytiköllum eru að fyllast af díoxíni sem breytir í þeim öllum fúndamentum." Konan gapti enda náði hún engum tengsl- um við röksemdafærslu bónda síns. Hún, likt og ég, hafði fyrst heyrt þetta díoxín nefnt í siðusfu viku þegar við lá að Evrópusambandið lokaði á fiskmjölsinnflutning frá okkur. „Jú, sjáðu til, mín kæra, sagði ég og setti upp mildan svip fræðimannsins, díoxín í fiski í norð- urhöfum er að eyðileggja hormón- ana í þeim sem efstir standa í fæðu- keðjunni. ísbirnir eru til dæmis orðnir tvíkynja af öllu eiturátinu og vita því ekki hvort þeir eru birnir eða birnur. Svipað er með þessa skreytikalla og fiskætur. Þeir eru að Ég held að þessi glys- girni og skreytiþörf sé hálfgerð ónáttúra, hélt ég áfram og reyndi með því að verja stöðu mína. Hún stafar, að mínu viti, af of milkilli fiskneyslu. breytast i kellingar. Ég hef heldur haldið mig við ketmetið og er því norrnal." Óheppinn meö veður Af svipnum á konunni að dæma var augljóst að hún taldi mig allt annað en normal. „Þetta er langsóttasta skýring sem ég hef heyrt á því sem á hreinni íslensku heitir leti,“ sagði konan. „Ég held að þú ættir að drifa þig út og koma upp seríunum. Það væri sennilega meira líf í þér ef þú borðaðir meiri fisk. Dríföu þig út í búð og náðu i nokkrar, ætli þú fmnir þær gömlu frekar en fyrri daginn." Hún þekkir sinn mann, hugsaði ég en kaus að svara þessu ekki. Hins vegar benti ég henni á verri stöðu mína en nágrannanna. Þeir væru löngu búnir að koma upp ser- íunum og hefðu gert það í þeirri einmuna blíðu sem ríkti. Hver dag- ur hefði nánast verið sem vordagur. Nú væri hins vegar komið skítviðri þar sem skiptist á bítandi frost og kuldi eða stormur og slydda. Það væri ekki hundi út sigandi. „Þú get- ur sjálfum þér um kennt,“ sagði konan og hafði enga samúð með mér. „Það var jafngott veður hjá þér og hinum um daginn. Auk þess ætti að nýtast þér þessi meinta karlmennska þín í bálviðrum vetr- arins," sagði hún og visaði greini- lega til díoxoinhreins líkama míns. Hrúga á handriöi Frýjunarorð frúarinnar urðu til þess að ég dratthalaðist í seríubúð- ina næsta dag. „Fá þessa,“ sagði ég við kaupmanninn og benti á útiser- íu sem ég taldi henta svalahandriði okkar hjóna. Þegar heim kom fann ég stiga og hóf verkið ákveðinn í því að vefja konu mína undursam- legri jólabirtu þá er hún kæmi heim tröðina. „Bara snemma í því í ár,“ sagði granni minn sem átti leið hjá. Jólaljósin hafa logað skært hjá honum á þriðju viku. Einhvers kon- ar innri birta lýsti upp glottið á honum þar sem hann hélt fór sinni áfram, fullur af díoxíni. Gott ef fiskæturnar verða ekki sjálflýsandi af þeim efnasamböndum. Ég var vel hálfnaður eftir hand- riðinu þegar ég tók eftir löngum dauðum kafla í nýju seríunni. Slíkt er þekkt vandamál í gömlum serí- um en skítt ef þær eru nýjar úr kassanum. Nú voru góð ráð dýr en í krísuástandi taka karlmenni snöggar ákvarðanir. Fráleitt var að taka seríuna niður aftur eftir þá vinnu sem ég hafði lagt í að festa hana á handriðið. Ég tók því dauða kaflann, kuðlaði honum saman í hrúgu á handriðinu og hélt svo áfram verkinu þar sem serían lifn- aði á ný. Dusllmenni Ég var loppinn á flngrum en kuldatár og sultardropar þiðnuðu við þá tilhugsun eina hve óskaplega þetta myndi gleðja konuna við heimkomu. Ég lét samt á engu bera þegar hún birtist en beið hróssins. „Hvaða hrúga er þetta á miðju handriðinu?" spurði konan áður en hún heilsaði. „Keyptirðu ónýta ser- íu? Það logar ekki nema helmingur- inn af perunum. Það verður ekki á þig logið. Góði, rifðu þetta dót nið- ur og skilaðu því. Við kaupum ekki ónýta vöru.“ í krísuástandi taka karlmenni snöggar ákvarðanir en ég þagði. Ég viðurkenni að hafa stundum étið fisk úr norðurhöfum og hef því ekki sloppið. Ég er díoxínmengað dusil- menni. bima um leið og ég er björn. Fari sem horfir bresta allar varnir mínar og ég byrja að skreyta 1. des- ember á næsta ári. Eini ljósi punkt- urinn er þó að þá öðlast líf mitt nýj- an tilgang. Ég verð skreytikall. Skoðanir annarra Hagen húsum hæfur? „Úti í Noregi er hægrisinnaði lýð- skrumarinn og leiðtogi Framfara- flokksins, Carl I. Hagen, kominn með rosalega timb- urmenn. Fyrir nokkrum mánuð- um leit út fyrir að flokkurinn myndi fá þriðjung atkvæða og við það varð flokksleiðtoginn svo áfjáö- ur í að fá að gegna pólitísku hlut- verki að hann ætlaði að gera flokk sinn húsum hæfan. Aðferðin var hreinsanir innan flokksins sem áttu að gera hann að fýsilegri samstarfs- flokki eftir þingkosningarnar á næsta ári. Hreinsanirnar ollu hins vegar svo miklum deilum innan flokksins að þær fóru fyrir dómstól- ana. Og það sem verra var fyrir lýð- skrumara í anda Hagens: Þær leiddu til þess að fylgið í skoðana- könnunum féll niður í 23 prósent. Mynstrið hefur sést áður, meðal annars í Frakklandi, þar sem sam- svarandi stríð tók allan vind úr hinni hægriöfgasinnuðu Þjóðarfylk- ingu. Hvoru tveggja er áminning um að hægriöfgamenn eru oft eigin verstu óvinir.“ Úr foi-ystugrein Politiken 13. desember. Grafið úr rústum „Við hefðum óskað þess að eftir kosningarnar hefðu frambjóðend- urnir báðir viðurkennt að barátta þeirra hefði endað með jafntefli og að þeir hefðu komð sér saman um aðferð til að leysa málið sem al- menningur teldi sanngjarna. Bæði sá sem vann og sá sem tapaði hefðu hagnast á því, líka flokkar þeirra og landið. Nú eiga flokkarnir ekki ann- ars úrkosti en að grafa sig upp úr rústunum eins vel og þeir geta.“ Úr forystugrein Washinton Post 15. desember. Dæmdur á forsetastól „Hæstiréttur keyrði yfir kjós- endur og gaf Bandaríkjunum reynsluminnsta og minnst hæfa for- setann í manna minnum. George W. Bush er ekki kjósenda í landinu á bak við sig. Sennilega hefur hann ekki meirihluta i Flórída, ríkinu sem ekki var leyft að klára talningu og endurtelja. Ljóminn yfir Hæsta- rétti hefur minnkað í augum margra Bandaríkjamanna. Demókratar veita líklega aldrei A1 Gore nýtt tækifæri til að ná tak- marki lifs sins. George Bush er illa í stakk búinn til að taka við emb- ætti í janúar. Manninum, sem sam- eina átti þjóðina, tókst að tefja dóm fólksins og snúa honum, þar til „Washington", sem hann réðist á í kosningabaráttu sinni, keyrði yfir Flóridariki." Úr forystugrein Aftonbladet 14. desember. Jólin hans Saddams „Hamingjan brosir yið Saddam Hussein einræðisherra Iraks. Smátt og smátt rýfur hann einangrun landsins og vængstýfir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna sem eru orðn- ar 10 ára. Hörð afstaða Bandaríkj- anna og Bretlands er að missa marks. Sem betur fer þarf ekki að syrgja það. Það tókst ekki að klekkja á Saddam með refsiaðgerð- um og loftárásum. Þær hafa hins vegar kostað mannslíf. Sameinuðu þjóðirnar telja að hálf milljón barna hafi látist. Það er þó ekki auðvelt að aílétta refsiaðgerðunum skilyrðis- laust. Grunur leikur á að Saddam hafi á ný hafi framleiðslu gereyð- ingarvopna. Beri viðræður Kofis Ánnans við leiðtoga íraks eftir jól ekki árangur verður Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að ná sam- komulagi um aðgerðir sem beinast að stjórnvöldum en létta af þrýst- ingnum á óbreytta borgara." . Úr forystugrein Expressen 11. desember. með meirihluta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.