Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Fréttir_________________________________________PV Harðnandi átök milli umhverfisráðherra og meirihluta Náttúruverndarráðs: Munaðarlaus málaflokkur - flokkspólitískar línur settar ofar lögum, segja náttúruverndarsinnar Náttúruverndarráð er nú í sér- kennilegri stöðu. Meirihluti þess er alvarlega upp á kant við Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra sem hefur ekki vandað honum kveðjurnar i fjölrriðlum í vikunni. Þá hefur framkvæmdastjóri Nátt- úruverndar ríkisins lagt til að Náttúruverndarrráð verði lagt niö- ur. Umhverfisráðherra segist vera að skoða það mjög alvarlega, enda hafi Náttúruverndarráð farið langt út fyrir valdsvið sitt með ályktun- um um kísilgúrnám í Mývatni. Þetta er óneitanlega nokkuð sér- kennilegt í ljósi hlutverks ráðsins sem samkvæmt lögum er að stuðla að náttúruvernd og vera umhverf- isráðherra, Náttúruvernd ríkisins og öðrum stjórnvöldum til ráðgjaf- ar um náttúruverndarmál Kolfinna Magnús Gegn ályktun Gegn ályktun Náttúruverndarráð er skipað níu mönnum. Umhverfisráðherra skip- ar fimm þeirra i upphafi náttúru- verndarþings, fjóra að fengnum til- lögum Náttúrufræðistofnunar ís- lands, Háskóla íslands, Bændasam- taka íslands og Ferðamálaráðs og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður ráðsins. Fjórir skulu kosnir á náttúruverndar- þingi. Varamenn skulu skipaðir og kosnir með sama hætti. Þeir sem sæti eiga í ráðinu nú eru Kolfinna Jóhannesdóttir, formaður, Eyþór Einarsson, samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar, Bryndís Brandsdóttir, samkvæmt tilnefn- ingu Háskóla íslands, Jón Bene- diktsson, samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka íslands, Magnús Oddsson, samkvæmt tilnefningu Ferðamálaráðs íslands og Guð- mundur Páll Ólafsson, Kári Krist- jánsson, Þórhallur Þorsteinsson og Þorvarður Árnason kosnir á nátt- úruvemdarþingi. mmsmmíL:. : Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaður Ráðherra hefur kallað eftir af- stöðu Náttúruverndarráðs til til- lögunnar um að leggja það niður, þar sem frjáls félagasamtök hafi hugsanlega gert það óþarft. Ráðið hefur svarað ráðherra því að sam- kvæmt hlutverki þess, sem lög kveði á um, geti frjáls félagasam- tök ekki komið í stað stjórnskip- aðra ráða eða nefnda. Siv hlustar ekki Þessi uppákoma milli umhverfis- ráðherra og Náttúruverndarráðs nú, í kjölfar ályktunar meirihluta þess um kisilgúrnám í Mývatni, er ekki sú fyrsta á skömmum tíma. í janúar sl. gagnrýndi þáverandi for- maður ráðsins, Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins, ráðherra harð- lega. „Umhverfisráðherra hefur hvorki þegið ráðgjöf okkar né bein- línis leitað ráðgjafar hjá okkur,“ sagði hún þá við DV. Hún sagði enn fremur að það hefði verið erfitt hlutverk að vera formaður Nátt- úruverndarráðs þar sem mismun- andi skilningur hafi verið á ráð- gjafarhlutverki ráðsins. Það hefði gert athugasemd við rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í umhverfismál- um og fengið mikla gagnrýni fyrir. Þá hefði ráðið ítrekað lagt til við stjórnvöld að Fljótsdalsvirkjun færi í mat á umhverfisáhrifum. Því hefði ekki verið sinnt. Aðstoðarmaður umhverfisráð- herra, Einar Sveinbjörnsson, svar- aði þessari gagnrýni á þann veg að ekki hefði ríkt trúnaður milli for- mannsins og ráðherra síðan sl. sumar þegar „heilmikið moldviðri" hefði orðið vegna ályktunar Nátt- úruverndarrráðs um umrædda rammaáætlun ríkisstjórnarinnar. Benti aðstoðarmaður á að ráðið væri fyrst og fremst ráðgjafi fyrir ráðherra. Á sama tíma hafði Ríkis- útvarpið eftir Siv Friðleifsdóttur að Eyþór Bryndís Meö ályktun Meö ályktun Kísilgúrúrskurður Meirlhluti Náttúruverndarráös er ósáttur viö úrskurö umhverfisráöherra um kísilgúrnám í Mývatni þar sem ráöherrann staöfesti úrskurö Skipulagsstofnunar. Myndin er af dælingu kísilgúrs úr Mývatni. Guðmundur Páll Kristín Meö ályktun Varamaöur - meö ályktun fyrir dyrum stæðu grundvallar- breytingar á Náttúruverndarrráði eða það yrði lagt niður i núverandi mynd. Hún hafi átt erfitt með að líta á ráðið sem ráðgjafa. Ekki var þó sagan öll, því skömmu eftir fram komna gagn- rýni Ólafar Guðnýjar var haldið flölsótt náttúruverndarþing. Þar fékk Siv Friðleifsdóttir harðar ávít- ur. Bentu fundarmenn á að ósmekklegt hefði verið af ráðherr- anum að gagnrýna harðlega þrjá ráðsmenn í útvarpsviðtali, þá Guð- mund Ólafsson, Kára Kristjánsson og Þórhall Þorsteinsson. Þeir þrir fengu raunar flest atkvæði í kosn- ingu í Náttúruverndarráð á þing- inu. Þá kom fram mikil gagnrýni þingfulitrúa á umhverfisráðherra og ráðuneytið. „Fólki fannst að ráðuneytið hefði ekki sinnt þessum málaflokki sem skyldi, hann væri nánast munaðarlaus," sagði fráfar- andi formaður eftir þingið. Umhverfisráöherra Meirihluti Náttúruverndarráös er öfgamenn sem eru á móti öllu, sagöi ráöherra m.a. um þá ráösmenn sem samþykktu umrædda ályktun. Ekki að lögum í kjölfar leyfisveitingar skipulags- stjóra í sumar tO kísilgúrtöku úr Syðriflóa Mývatns varð enn harðari árekstrur milli Náttúruverndarrráðs og umhverfísráðherra. Eftir úrskurð skipulagsstjóra um námaleyfið bár- ust allmargar stjórnsýslukærur til umhverfisráðherra vegna hans, þar á meðal frá Náttúruvemd ríkisins. Náttúruvemdarrráð lagði fram um- sögn sína til umhverfisráðherra um málið, þar sem það réð eindregið frá frekari vinnslu kísilgúrs úr vatninu. Umhverfisráðherra staðfesti hins vegar leyfisveitinguna í meginatrið- um með úrskurði sínum. Meiri hluti Náttúruverndarráðs vildi ekki una þessum málalyktum. Á fundi í nóvemberlok samþykkti meirihluti þess að beina þeim til- mælum til Náttúruverndar ríkisins, sem „lögskipaðs verndara Mývatns- og Laxársvæðisins, að fylgja eftir stjórnsýslukæru sinni til umhverfis- ráðuneytisins og veita ekki leyfi til námagraftrar í Syðriflóa Mývatns". Þá samþykkti meirihlutinn harð- orða ályktun til umhverfisráðherra vegna sama máls. Þar segir að ráðið sé ósátt við úrskurð umhverfisráð- herra um kísilgúrnám í Mývatni nú nýverið, þar sem ráðherrann stað- festi úrskurð Skipulagsstofnunar. í ályktuninni segir enn fremur: „Ráð- ið lítur svo á að með úrskurðinum hafi umhverfisráðherra hvorki tekið tillit til markmiða laga um verndun Mývatns og Laxár nr. 36 frá 2. maí 1974, laga um mat á umhverfisáhrif- um nr. 106 frá 25. maí 2000 né laga um náttúruvernd nr. 44 frá 22. mars 1999. Með úrskurði sínum virðir ráð- herra að vettugi þau vísindalegu rök og verndunarsjónarmið sem lögð voru til grundvallar yfirgnæfandi meirihluta framkominna stjórn- sýsluákæra á úrskurð Skipulags- stofnunar svo og álit þeirra vistfræð- inga sem veittu umsögn um kærurn- ar...“ Alvarlegt gáleysi Ráðið bendir enn fremur á að Skipulagsstofnun byggi úrskurð sinn á umdeildri umsögn starfsmanna er- lendrar verkfræðistofu sem ekki hafi sjálfir stundað rannsóknir á lífríki Mývatns og hafi haft mjög takmark- aðan tíma til að kynna sér þær. Þá segir: .Þrátt fyrir þessa alvarlegu veilu í rökstuðningi Skipulagsstofn- unar, auk þess sem helstu náttúru- fræði- og náttúruverndarstofnanir landsins, svo og Háskóli íslands lögðu eindregið til að úrskurður hennar yrði felldur úr gildi, staðfesti ráðherra úrskurðinn í meginatrið- um og túlkaði varúðarregluna fram- kvæmdaaöila í hag. Slík túlkun and- ar köldu í garð íslenskra laga um náttúruvernd..." I ályktun meirihluta Náttúru- verndarrráðs segir enn fremur að ekki sé að sjá að „ráðherra hafi farið skipulega yfir skuldbindingar íslend- inga gagnvart alþjóðlegum samning- um, sem við erum aðilar að, eða met- ið áhrifin i ljósi þeirra. Náttúruverndarráð telur umfjöll- un og meðhöndlun umhverfisráðu- neytisins á fræðilegum upplýsingum og hugtakabrenglun ámælisverða og að umhverfisráðherra hafi með úr- skurði sínum sýnt alvarlegt gáleysi sem verndari íslenskrar náttúru og virt að vettugi þekkingu og reynslu þeirra sem best þekkja til.“ Sex fulltrúar Náttúruverndarráðs samþykktu ofangreinda ályktun, einn sat hjá en tveir voru á móti, þau Magnús Öddsson frá Ferðamálaráði og Kolfínna Jóhannesdóttir, formað- ur, skipuð af ráðherra. Kolflnna kvaðst telja að fundur sem Náttúruverndarráð hefði átt með umhverfisráðherra 13. nóvem- ber sl., þar sem málið var rætt ítar- lega, hefði verið fullnægjandi. Hún teldi að ályktanirnar samræmdust ekki starfsháttum Náttúruverndarr- ráðs sem ráðgefandi aðila. Siv Friöleifsdóttir sagði við DV um ályktun Náttúruverndarrráðs að meirihluti þess væri öfgamenn sem væru á móti öllu. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndar- samtaka íslands, sagði hins vegar að umhverfisráðherra myndi veikja málaflokkinn með því að leggja Nátt- úruvemdarrráð niður án þess að koma með hugmyndir í staðinn. Standa vörð „Náttúruverndarrráð er siður en svo máttlaust. Það hefur áhrif og er að vinna mjög mikið af ráðgefandi upplýsingum í alls kyns rnálurn," sagði Guðmundur Páll Ólafsson líf- fræðingur, sem sæti á í Náttúru- verndarrráði, aðspurður um stöðu ráðsins nú. „Hins vegar virðist vera venja hjá stjómvöldum nú, að taka þá úr sambandi sem andmæla ríkis- stjórn eða ráðherra. Ráðherravaldið er orðið svakalegt. Það getur því vel verið að Náttúruverndarráð verði lagt niður. En það er þá fyrst og fremst vegna þess að það hefur ekki farið eftir flokkspólitískum línum heldur að lögum. Staðan er þannig að Náttúru- verndarrráð vinnur sina vinnu og stendur vörð um náttúru landsins. Það er okkar hlutverk og við munum standa þann vörð meðan stætt er.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.