Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 22
22 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Goðsögnin um völd kvenna - Guðrún Helgadóttir skrifar bók fyrir fullorðna um sterkar konur Helgarblað að er vissulega alveg rétt að þetta er fyrsta bókin sem ég skrifa og er eingöngu ætluð fullorðnum. Þetta er ástarsaga hjóna sem elska hvort annað og það hlýtur að vera dálítið frumlegt á okkar tímum. En þessi saga leit- aði á mig og ég varð að koma henni frá mér og nú er hún kom- in.“ Þannig svarar Guðrún Helga- dóttir rithöfundur spumingunni um hvernig í ósköpunum henni hafi flogið það i hug á gamals aldri að fara að skrifa bækur fyrir full- orðið fólk. Guðrún hefur skrifað bamabækur fyrir böm á öllum aldri áratugum saman og ýmsar söguhetjur hennar löngu orðnar partur af innanstokksmunum þjóðarsálarinnar. Þar sitja innst á krókbekk tvíburamir Jón Oddur og Jón Bjami ásamt allri fjöl- skyldu sinni, ömmu dreka og öliu krakkastóðinu. Eru þetta kvennabók- menntir? Bókin sem Guðrún telur við hæfi fullorðinna heitir Oddaflug og er fjölskyldusaga sem spannar þrjár kynslóðir. Konur og dætur eru þar í öndvegi, konur sem stjóma leynt og ljóst, konur sem kikna ekki í hnjánum þótt á móti blási. Þetta eru Katrín Ketilsdóttir á Hrauntjöm og dætur hennar fjórar en við sögu koma einnig eig- inmenn, elskhugar, vinir, vonbiðl- ar, börn og bamabörn. Em þetta kvennabókmenntir? Guðrún horfir á mig yfir gler- augun um stund áður en hún svar- ar og ég hef á tilfinningunni að ég sé við það að falia á einhverju prófi. „Öll flokkun er leiðinleg," segir hún. „Ég hef aldrei getað aðskilið vandamál fólks eftir kynjum. Með- an við komum hvort öðru við þá eru vandamál okkar sameiginleg. Mér finnst þessi bók ekki ein- göngu vera um konur og þar af leiðandi ekki kvennabókmenntir enda hefur mér ailtaf skilist að slíkar bókmenntir þurfi að inni- halda einhverja prédikun, eða boð- un fagnaðarerindis en því er ekki til að dreifa í þessari bók.“ Er frekar vel við fólk í dómum um bókina hefur verið sagt að hún sé skrifuð af hlýju og væntumþykju. Finnst þér svona vænt um fólk, Guðrún? „Já, mér er frekar vel við fólk og mér finnst vænt um persónur mín- ar. Við höfum öli lesið þúsundir bóka sem við gleymum jafnharðan og ég vil ekki að mitt fólk gleym- ist. Leiöinlegar bækur geta ekki verið góðar og ég vil skrifa skemmtilegar bækur og vil að fólk- ið mitt verði um kyrrt hjá lesand- anum. Annars verð ég alitaf svolítiö feimin og taugaóstyrk þegar ég á að tala mikið um bækumar mín- ar. Ég kann ekki mikið í bók- menntafræði og veit fátt leiöin- iegra en þegar fólk vill skiigreina bækur mínar eftir einhverjum bókmenntastefnum. “ Völd kvenna eru goðsögn í þessari bók eru konur mjög sterkar og ráða því sem þær vilja. Er þetta svona í þeim veruleika sem þú þekkir? „Ég held að völd kvenna séu að einhverju leyti goðsögn. Við fæð- um ykkur og brauðfæðum og þrlfum en í því eru engin meinleg örlög eða mikil völd fólgin. Það er ljúf skylda lengst af. Það er ekki mín reynsla úr stjómmálum að konur ráði miklu. Strákamir hafa snúið miklu meira á mig í pólitíkinni heldur en í einkaiífmu." Sögusvið bókarinnar er Hraun- tjörn, stórbýli í útjaðri stórs þétt- býlisstaðar sem stendur í hrauni. Þar stendur búskapur með blóma en bærinn sækir að sveitinni og árekstrar eru óhjákvæmilegir. Guðrún er sjálf alin upp í Hafnar- firði svo það er eiginlega óhjá- kvæmilegt að spyrja hvaðan fyrir- myndimar séu komnar. „Ég er auðvitað alin upp í hrauninu en þetta er ekki Hafnar- fjörður en bókin er skrifuð út frá ákveðnum bletti í landslagi. Ég er ákaflega háð landslagi. Það hrífur mig og ég sé alltaf fyrir mér alla atburði gerast á einhverjum til- teknum stöðum. Ég man alltaf hvar ég fæ hugmyndir að bókum mínum, ég man veður og náttúru- far betur en margt annað." Þetta er ekki mín ævlsaga Ein af persónunum í bókinni er Vilhelmína, dóttir Katrínar. Hún hefur setið á Alþingi árum saman en varð að víkja þegar frambjóö- Guörún Helgadóttir rithöfundur Ég hef aldrei skilið bókmenntafræðinga. „Ég held að völd kvenna séu að einhverju leyti goð- sögn. VÍð fœðum ykkur og brauðfœðum og þrífum en í því eru engin meinleg ör- lög eða mikil völd fólgin. Það er Ijúf skylda lengst af. Það er ekki mín reynsla úr stjómmálum að konur ráði miklu. Strákamir hafa snúið miklu meira á mig í pólitíkinni heldur en í einkalífinu. “ andi utan af landi varð að komast í öruggt sæti. Henni var því eigin- lega ýtt kurteislega út af Alþingi eftir 16 ára feril. Það fer ekki hjá því að lesandi reyni að rifja upp með sjálfum sér hvað Guðrún sjálf sat nákvæmlega lengi á þingi og hver voru tildrög þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum. Guðrún, ert þú Vilhelmína? „Þetta er ekki mín ævisaga. Ég læt Steingrím um að skrifa ævi- sögur úr pólitík" segir Guðrún og er auðsjáanlega að svara þessari spurningu í 101. sinn. „Ég á ekki margt sameiginlegt með Katrínu minni Ketilsdóttur og dætrum hennar en ég hef alltaf verið heilluð af stórfjölskyldunni. Ég og systkini mín tíu höfum ver- ið samheldin og slíkt er afar mik- ils virði en eins og Katrín hef ég mikinn áhuga á garðrækt og mat- argerð. Höfundur sem ekki getur skilið sögu sína frá eigin ævi og gefið henni eitthvert almennt gildi er ekki mikils virði. Sögur sem snú- ast aðeins um að opinbera innri flækjur höfundar eru álíka skemmtileg lesning og skýrslur frá félagsmálastofhun. Hitt er svo annað mál að ég kynntist því í stjórnmálmn að kaupin gerast á eyrinni með líkum hætti og lýst er í bókinni. Það er háð hörð valdabarátta inni í öllum stjórnmálaflokkum og það bíða margir eftir sætum sem kunna að losna." Ég er svo afskiptasöm Hættir þú fyrr en þú vildir í stjórnmálum eins og Vilhelmína? „Já, ég er svo afskiptasöm! Og mér finnst allt fara á verri veg síð- an ég hætti. En þau störf stuðla ekki endilega að persónulegri hamingju. Menn eiga ekki að syrgja það að hætta í stjómmál- um. Slíkt er ekki sorglegt.“ Talið berst að því hvað það sé nákvæmlega sem hefur áhrif á rit- höfunda og Guðrún segir að það séu ekki síst málverk og listmálar- ar sem hafi verið áhrifavaldar sín- ir þó hún notaði ekki pentskúf heldur penna við sköpunina. Hún nefnir sérstaklega Jóhann Briem og Kjarval í þessu tilliti. Hún rifjar þaö upp hvernig hún var stödd í Húsafelli þegar hún fékk hugmyndina að hinni vin- sælu barnabók Ástarsaga úr fjöll- unum sem fjallar um tröllin i fjöll- unum og Guörún segir að hafi sprottið fram í stórbrotnu lands- lagi Húsafells. Það er skemmtileg tilviljun sem þó er ef til vill ekki tilviljun að margir listmálarar ís- lenskir hafa fengið innblástur í Húsafelli og dvalist þar löngum stundum. Kannski er eitthvað dul- arfullt í landinu þar um slóðir sem kveikir neista sköpunar í brjósti þeirra sem þar dvelja. Skrífa mjög hratt En er Guðrún ein þeirra rithöf- unda sem sitja við skriftir lon og don, fægjandi og fágandi stílinn, dútlandi við hnökra í söguþræðin- um? „Ég hugsa mikið um söguna sem ég ætla að segja og sæki mér hugmyndir út i náttúruna. Ég vil oft teikna söguna nákvæmlega upp því hún verður að vera fullsköpuð, með upphaf, endi og söguþráð, áður en ég sest við skriftir. Ég skrifa mjög hratt og geri ekki miklar breytingar á textanum í seinni yfirferðum. Mér finnst leið- inlegt að sitja og rýna á tölvuskjá- inn heilu dagana án nokkurs af- raksturs." Aö láta baslið smækka sig Guðrún segist hafa áhyggjur af börnum landsins í dag sem fara al- mennt á mis við það uppeldi stór- fjölskyldunnar sem áður tíðkaðist. „Ég er áhyggjufull vegna firring- arinnar í mannlegum samskipt- um. Kynslóðir eru aðskildar og bömin eru ekki í neinum tengsl- um við fortíð sína. Það er ekki einkamál fólks að ala upp börn. Við berum sameiginlega ábyrgð á öllum bömum landsins og það er ekkert smámál að ala upp nýja kynslóð. Mig langaði til að skrifa jákvæða bók sem sýndi að það er til annar lífsstíll við barnauppeldi. Þetta snýst ekki endilega um efnahag. Amma mín sagði alltaf: Maöur má ekki láta baslið smækka sig. Jónas Pálsson skólastjóri, vinur minn, sagði eitt sinn um barna- bækurnar mínar að ég gæfi böm- um svo fallegar væntingar. Mér fannst þetta eitt það fallegasta sem hefur verið sagt um þær. í þessari nýju bók langaði mig til þess að gefa fullorönu fólki ein- hverjar fallegar væntingar líka.“ -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.