Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað_______________________________________PV Vinnukonan faldi Vefar- ann undir sænginni... - Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur ræðir við hjónin Helgu Egilson og Rögnvald Sigurjónsson píanóleikara Bókin NœrmyncL af Nóbelsskáldi er gefin út af bókaútgáfunni Hólum. Þar segir fjöldi skyldmenna og sam- feróamanna Halldórs Laxness frá kynnum sínum af skáldinu. Við grípum hér niður í kafla eftir Ingu Huld Hákonardóttur sem lýsir kynnum mikilla listamanna. Það var á miðju Atlantshafi, ein- hvers staðar suður af Grænlandi, sem ég fyrst hitti Haildór Lax- ness. Tölfræðilega séð þyrfti það ekki að koma á óvart, þvi skáldið hafði siglt um höfm blá oftar en tölu varð á kom- ið. í þetta sinn var fórinni heitið vest- ur til Saltsjóstaðar í Utah, að skoða síð- ustu heimildir til sögunnar um Steinar í Hlíðum undir Steinahlíðum, íslenska bóndann sem fór og leitaði fyrirheitna landsins hjá mormónum, en uppgötv- aði þá að það var hvergi annars staðar en í túninu hans heima. Ég var hins vegar tiltölulega nýbökuð eiginkona og móðir, í fyrstu ferð fjölskyldunnar út í hinn stóra heim. Þetta var síðsumars árið 1959 á m. s. Goðafossi, sem sigldi frá Reykjavík til New York með dýran farm af fiski, og tólf farþega. Fyrstu dægrin reis ég ekki úr koju, örmagna eftir allt umstangið við að komast af stað. Þáverandi eiginmaður minn, Leifur Þórarinsson tónskáld, og ljóshærði snáðinn okkar Hákon, kall- aður Tumi, nutu hins vegar sjóferðar- innar í botn. Þegar ég á þriðja degi mætti í matsalnum voru þeir í hróka- samræðum við skáldið, galvaskir. Gott ef þeir voru ekki eitthvað meö í fór þegar Halldór skálmaði eftir þil- farinu að njóta sjávarloftsins. Skipverj- ar hentu létt gaman að heilsuræktinni, sögðu að skáldið hefði gengið hálfa leiðina yfir hafið. Við áttum sameiginlega vini, hjónin Helgu Egilson og Rögnvald Sigurjóns- son píanóleikara. Leifúr hafði kynnst þeim í Vínarborg nokkrum misserum fyrr og þau tekið hann í eins konar fóstur. Seinna bættu þau mér við sem fósturdóttur. Þau og Auður Sveinsdótt- ir, síðari eiginkona skáldsins, voru öll af sama árgangi, fædd 1918. Haildór var 16 árum eldri en þau þrjú, fæddur 1902, og Leifúr 16 árum yngri, fæddur 1934. Við vorum þannig yngst þriggja listamannahjóna og nutum góðs af að- hlynningu þeirra eldri. Helga og Rögnvaldur höfðu sjálf far- ið til New York á okkar aldri, árið 1942, en við dramatískari aðstæður því hafið var þá morandi af kafbátum og siglt var í langri skipalest með her- skipum fremst og aftast. En stálgljá- andi skýjakljúfamir gnæfðu eins og risavaxin leiktjöld á Manhattaneyju þegar Goðafoss okkar bar þar að landi, alveg eins og Helga hafði lýst því fyrir okkur. Kannske hefur Leifur vakið upp enn eldri minningar hjá Halldóri um þá tíð þegar hann sjálfur var ungur maður á siglingu til Vesturheims með s. s. Montclare í maí 1927, og orti þá ljóðið sem vísaö er til hér að ofan. Áður en við gengum frá borði hafði Halldór boðið okkur til kvöldverðar á gistihús- inu þar sem hann bjó, og ekki var af verri endanum. Ég man ekki nafúið fyrir víst, Barclay? Hinu gleymi ég aldrei hvað nautasteilmmar vom þunnar og víðáttumiklar, salatskálin risastór og jarðarberin fersk enda höfðu þau komið flugleiðis frá Kali- fomiu um morguninn. Með þeim skap- aðist vinátta sem entist meðan þeir lifðu. Leifur gerði síðar tónlist við nokkur verka hans, svo sem leikritið Dúfnaveisluna og kvikmyndina Brekkukotsannál. Eins og áttræö stelpa Og nú, Qömtíu árum seinna, sit ég hjá Helgu og Rögnvaldi og þau em að fara til Parísar að heimsækja sonar- dóttur sína, Helgu Þórsdóttur, og hlakka mikið til. Þau kimna list vinátt- unnar, og em alltaf svo hlý, svo um- vefjandi af ástúð. Lífsgleðin hefur fylgt þeim alla tíð, þótt stundum hefði mátt vera meira inni á bankabókinni. Bæði koma úr stórum systkinahópum, af heimilum þar sem gestkvæmt var og oft fjör á ferðum. „Já, ég er eins og áttræð stelpa,“ seg- ir Helga aðspurð. Á veggnum hangir mynd eftir Guðmund Thorsteinsson eða Mugg, en hann var móðurbróðir hennar og það var fyrir hana sem hann skrifaði og teiknaði ævintýrið góðkimna um Dimmalimm. Helga samdi reyndar leikrit eftir sögunni og var það sýnt í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Rögnvaldur er konsertpíanisti, eins og alþjóð veit og hefur haldið marga tónleika hérlendis sem erlendis. Auk þess hefur hann kennt mikið við Tón- listarskólann. Um allt þetta má lesa í drepfyndnum æviminningum hans, Spilað og spaugað og Með líflð í lúkun- um sem Guðrún Egilson hefur skráð. Þau eru nýflutt úr Þingholtunum i minni og þægilegri íbúð í Álfheimum. Rögnvaldi finnst ögn þröngt um flygilinn á nýja staðnum, svo mér verður hugsað til gítarleikara sem ég endur fyrir löngu var samskipa tii Færeyja. Félagar hans sögðu að hann mundi setja björgunarhringinn um hálsinn á gítamum og henda honum fyrir borð, ef þeir lentu í sjávarháska, en láta sjálfan sig sökkva með skipinu. Kristur vill að mönnunum líöi vel Helga og Rögnvaldur eru fædd árið sem fyrri heimsstyijöldinni lauk, sem fyrr sagði. Þeim er þvi í bamsminni hvemig Halldór setti allt þjóðlíflð á annan endann með skrifum sínum á þriðja áratugnum. Á þeim tíma var hann ýmist að ferðast um landið að skoða íslenska alþýðu á annesjum og afskekktum heiðarbýlum eða hann sat alsnakinn með einglymi suður á Sikiley og hristi upp í löndum sínum með krassandi bókum og blaðagrein- um: Ekkert er of dýrt sem hægt er að gera fyrir fólkið! Sannkristna mann- eskja! Þú áttt að beijast gegn lúsinni, fyliliríinu og örbirgðinni, raflýsa sveitabæina og kenna að dansa og syngja. . . Kristur viil að mönnunum líði vel... Alþýðublaðið, mars 1927. ..Halldór varð svo snemma heims- borgari. Sá fyrsti sem skrifaði á ís- lensku“, segja þau hjónin og rifja upp að hann var aðeins 25 ára þegar Vefar- inn mikli frá Kasmír kom út. Fólk varð skelflngu lostið. Rögnvaldur: „Vefarinn þótti mjög dónaleg bók og stórhættuleg fyrir ung- ar stúlkur." Helga: „Þegar ég var stelpa í sveit á Laxfossi í Borgarflrði var vinnukona þar að lesa hana, en faldi hana ailtaf undir sænginni sinni.“ Inga Huld: „Hvenær hittuð þið Haildór Laxness fyrst?“ Helga: „Kringum 1930, held ég -+ Elísa- bet systir mín og Ind- riði Waage deildu íbúð með Halldóri og fyrri konu hans, Ingi- björgu Einarsdóttur, en pörin höfðu sitt hvort eldhúsið. Ég var ekki nema tólf eða þrettán ára, og sárlangaði að gægjast inn til Halldórs og Ingu þegar ég hélt þau væra ekki heima. Bankaði samt ofúrlaust til vonar og vara. Og kemur ekki skáldið sjálft til dyra! í flýti reyndi ég að upphugsa einhverja afsökun. „Ég get ekki opnað eldhúsið henn- ar Betu systur", stam- aði ég. Hann var mjög elskulegur: ég skal hjálpa þér, lauk upp fýrir mér hurð- inni og nú virtist ekk- ert að henni!!! Ég þakkaði fyrir og lædd- ist skömmustuleg í burtu. Þá þekktust allar imgar stúlkur í Reykavik, eða svona hérambil. öðra hvora söfnuðust þær saman í saumaklúbb hjá Betu systur og Ingu. Þama sátu þær og saumuðu Hedebo og Harðangursaum og hvað þetta nú allt saman hét. Halldór var að koma inn til þeirra, skoðandi og spyij- andi. Seinna gátum við lesið það allt saman í smásögunni hans, Ungfrúin góða og húsið, sem Guðný dóttir hans hefur nú kvikmyndað við góðan orðstír." Salka komst í tísku Rögnvaldur segist ekki hafa hitt Halldór fyrr en nokkrum árum síðar, í Unuhúsi, og var þá búinn að lesa Sölku Völku: „Hún komst i strax í tísku hjá unga fólkinu. Halldór málaði svo fma mynd af mannlífinu, karika- túrteikningar, svo vel, að maður grenj- aði úr hlátri. Við dáðum hann ofsalega mikið." Helga þurfti að fara að vinna fyrir sér, sextán ára gömul, og hætti þá í menntaskóla. í Bemhöftsbakaríi vant- Islenska landsliðið í sölu á skíða- og snjóbrettabúnaði veldu búnað þar sem fagmennirnir eru ÍSími 533 4450
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.