Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Side 34
34 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað x>v Swetlana Rybina hlaut grimmilegan dauðdaga: Afmælisveisl- unni lauk með morði Þeir eru báöir burstaklipptir. Annar þeirra líkist lærling í banka, klæddur í hvíta skyrtu og vesti. Hinn er í þokkalegum hversdagsföt- um og lítur út fyrir að vera vel upp alinn ungur maöur. En oft er úlfur í sauðagæru. Ungu mennirnir, sem sitja á sakamannabekknum, eru viöbjóðslegir morðingjar. Þeir eru með líf 17 ára stúlku á samviskunni, fyrrverandi unnustu annars þeirra. Sjálflr eru þeir bara 17 og 18 ára. Þeir hafa samt sem áður gerst sekir um hrottalegt grimmdarverk. Verjendur beggja fara fram á að réttarhöldin fari fram fyrir lukt- um dyrum. Þeir gera það vegna aldurs hinna ákærðu. Dómarinn fellst á beiðni þeirra. Sagan sem var sögð í réttarsalnum er heldur ekki fyrir viðkvæmar sálir. Fékk hnefahögg í andlitiö þegar hún neitaöi Swetlana Rybina frá Tiengen í Baden-Wúrttemberg í Þýskalandi hitti fyrrverandi kærasta sinn, Di- di Claassen, sem var 17 ára, og vin hans, André Schuster, 18 ára, 1 af- mælisveislu. Veislan stóð lengi. Um tvöleytið um nóttina þótti Swetlönu tími til kominn að fara heim. Fyrrverandi kærasti henn- ar bauð henni far. Vinur hans var einnig með í bílnum. En í stað þess að aka Swetlönu heim stöðv- aði Didi bílinn við Wutach-ána. Þar kröfðust félagarnir þess að Swetlana hefði mök við þá. Didi heimtaði munnmök og vildi að vinurinn horfði á á meðan. Þegar unga stúlkan harðneitaði fékk hún hnefahögg í andlitið. Hún lét undan og gerði eins og hrottarnir báðu um. Enginn kom til hjálpar þrátt fyrir angistaróp Þau sátu enn í bílnum þegar André tók af sér beltið og rétti fé- André Schuster André hjálpaöi vini sínum við ódæöisverkið viö ána um miðja nótt aö lokinni afmælisveislunni. laga sínum það. „Þú verður að kyrkja hana. Annars kærir hún okkur fyrir nauðgun," sagði hann. Swetlana varð skelfingu lostin og reyndi aö verjast. Vinunum tókst samt að koma beltinu um háls hennar og herða að. Swetlana baröist um. Henni tókst að toga beltið frá hálsinum með fingrun- um og gat því náð andanum. Allt í einu rifnaöi beltið. Swetlönu tókst einhvern veginn að komast út úr bílnum og hlaupa af stað. Ná- grannarnir vöknuðu við skerandi angistaróp hennar. Víða voru ljós kveikt í nærliggjandi húsum en enginn kom ungu stúlkunni til hjálpar. Didi náði henni og fleygði henni á jörðina. Hann setti hönd sína fyrir munn hennar til að þagga niöur í henni. Síðan dró hann hana tO baka að bílnum og skip- aði André að halda henni. Didi réöist á varnarlausa stúlkuna og barði hana í andlitið og kviðar- holið. „Þú getur sleppt henni núna,“ sagði hann við André. Swetlana hneig niöur eins og slytti og Didi íleygði sér yfir hana til að kyrkja hana með höndun- um. „Hertu nú almennilega að maður. Þetta dugar ekki,“ sagði André. Didi greip fastar um háls Swet- lönu sem var orðin hreyfingar- laus. Hann reisti sig upp. „Hún er dauð,“ sagði hann. Lofaði að segja engum neitt Félagarnir hjálpuðust að við að draga stúlkuna niður að ánni. André leitaði á henni og fann budduna hennar. Hann stakk henni á sig. Didi ýtti fyrrverandi kærustu sinni út í kalt vatnið í ánni. Swetlana komst til meðvit- undar um leið og hún kom út í ána. Hún reyndi að komast upp á bakkann. „Leyfið mér að lifa. Ég lofa að segja engum neitt,“ grát- bað hún þá félaga um. Þeir hlustuðu ekki á bænir stúlkunnar. Didi þrýsti höfði fyrr- verandi kærustu sinnar niður í vatnið og bað vin sinn um að „Um tvöleytið um nóttina þótti Swet- lönu tími til kominn að fara heim. Fyrrver- andi kærasti hennar bauð henni far. Vinur hans var einnig með í bílnum. En í stað þess að aka Swetlönu heim stöðvaði Didi bílinn við Wutach- ána.“ koma með stein. André fann lurk og sló stúlkuna í hnakkann með honum samtímis því sem Didi þrýsti höfði hennar niður í vatnið. Swetlana var hætt að veita mót- spyrnu og var nú komin undir yf- irborð vatnsins. Þeir hugsuðu með sér að nú hlyti hún að vera dauð. En stúlk- an, sem þeir höfðu misþyrmt á grimmdarlegan hátt, kom enn einu sinni upp á yfirborðið og reyndi að skríða frá kvölurum sínum. Það tókst hins vegar ekki. Didi stökk á hana og skellti höfði hennar við stóran stein á árbakk- anum. Því næst dró hann stúlk- una út þar sem djúpt var og hélt höfði hennar niðri í vatninu. „Haltu henni lengi,“ hrópaði André. Þegar 5 mínútur voru liðnar sleppti Didi loksins taki sínu á höfði Swetlönu. í þetta skipti hafði þeim tekist að buga hana. Stúlkan hafði látist eftir langa og kvala- fulla baráttu við viðbjóðslega morðingja. Líkið fór ekki rétta leið Þeir ýttu líki hennar lengra út í ána og reiknuðu með að straum- urinn bæri það út i Rínarfljót. Þar skjátlaðist þeim. Líkið barst upp að árbakka þar sem vegfarandi Didi Claessen Didi Ctaessen, tii hægri, var fyrrverandi unnusti Swettönu. Swetlana Rybina Hennar biöu grimmileg örlög að næturlagi aö lokinni afmælisveislu sem hún vargestur í ásamt fjölda unglinga, þar á meöal fyrrverandi unnusta sínum og vini hans. I kirkjugarðinum Nafn Swetlönu, sem var myrt á hroðalegan hátt, er ritaö á einfatdan trékross í kirkjugaröinum í Tiengen Heimabær unglinganna Tiengen er fallegur bær nálægt landamærum Þýskalands og Sviss. Þar var framiö hræöilegt morö. fann það daginn eftir. Þegar lögreglan spurðist fyrir um hverja hin myrta hafði um- gengist var nafn Didis fljótlega nefnt. Hann var kallaður tO yfir- heyrslu og játaði strax. Hann reyndi samtímis að varpa mestri sök yfir á André vin sinn. Það tókst ekki. André var í ágúst síð- astliðnum dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að morði. Didi var dæmdur 1 átta ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir nauðgun og morð. Þeir sitja báðir á stofnun fyrir unga afbrota- menn. nmsm - Brosandi morðingi Fórnarlömbin liöu skelfilegar kvaliraöur en bau létu lífiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.