Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Síða 39
JL>V LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 0/dr Hvenær? Oldsmobile hættir framleiðslu Pessi Cutlass Supreme coupé er frá 1973. Oldsmobile hefur oft verið fram- arlega með nýjungar og kynnti t.d. 1966 fyrsta nútímalega framdrifsbílinn. Einnig varð Oldsmobile fyrst með öryggispúða í bíla árið 1974. General Motors tilkynnti á þriðjudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu á hinum gamal- kunna Oldsmobile. Verður hann lát- inn deyja drottni sínum á næstu árum og er þetta hluti sparnaðarað- gerða hjá GM sem mun um leið fækka í starfsliði sínu í N-Ameríku um 10 prósent. Eins hefur verið til- kynnt að GM muni loka Vauxhall- verksmiðjum sínum í Luton í Englandi og þar hefur 2000 verka- mönnum verið sagt upp. Uppsagn- irnar hafa vakið hörð viðbrögð verkalýðsfélaga en flestir verka- mannanna heyrðu um uppsagnirn- ar í útvarpsfréttum. Ástæða þess að hætt hefur verið við Oldsmobile-merkið er sögð dvínandi sala á síðustu árum og var svo komið að GM tapaði á hverjum einasta seldum Oldsmobile. Þetta gerðist þrátt fyr- ir að GM hefði lagt mikið fjármagn í merkið og reynt að rétta það við. Eflaust munu þó einhverjir sakna gömlu Óldsaranna sem voru upp á sitt besta fyrir um það bil þremur áratugum. -NG Á eftirfarandi lista má sjá hvenær nokkur öryggisatriði komu fyrst fram: 1905 Fyrstu bremsuborðarnir úr asbesti. 1910 Fyrsti bakspegillinn. 1916 Hispano-Suzia kemur með vökvahemla með hjálparátaki, en aðeins á framhjólum. 1921 Dúsenberg verður fyrstur bíla til að koma með vökvahemla á öllum hjólum. 1937 Studebaker kemur með rúðusprautur. 1950 Chrysler kynnir diska- hemla. 1957 Volvo Amazon kemur á markaðinn með fóðrað mælaborð. 1959 Volvo kynnir þriggja punkta bílbelti. 1962 Svenska Secomet setur nagladekk á markaðinn. 1963 Saab kemur fyrstur bíla með skáskipt (diagonal) hemlakerfi. 1966 Jensen FF kemur fyrstur bíla með læsivarðar bremsur. 1967 Fyrsti barnabílstóllinn sem snýr baki í akstursstefnu kemur á markaðinn. Volvo kemur með bílbelti i aft- ursæti. 1967 Saab tekur upp dagljósa- búnað. 1971 Saab verður fyrstur bíla með þvottakerfi á ökuljós. 1972 Saab kemur með fjaðrandi stuðara. 1973 GM verður fyrsti bílafram- leiðandinn til að taka upp líknar- belgi. 1994 Volvo kemur með líknar- belgi á hlið. 1998 Mercedes Benz kemur fyrstur bílaframleiðenda með stöð- ugleikastýringu (ESP) sem staðal- búnað. Heimild: Aftonbladet Betri troðari í Bláfjöllin Fljótlega eftir áramótin mun Bláijallanefnd taka nýjan snjótroðara í notkun, sams konar og verið hafa í notkun nokkur undanfarin misseri á ísafirði og á Sauðárkróki. Þessir troðarar eru af gerðinni Leitner LH500 sem sumir hafa kallað „Ferrari snjótroðarana" enda eru þeir ítalskir og fiuttir inn af ístrakt- or hf. í Garðabæ, sem hefur umboð fyrir ítalska bíla á íslandi - þar með talið Ferrari! Þetta eru stærstu troðarar sem í notkun eru hér á landi. Þeir eru með 360 ha dísilvél og hafa 6 metra vinnslubreidd. Aftan á þeim er fullkomin mylla af nýrri gerð, þrískipt með stillanleg vængbörð þannig að rastir eiga nánast að vera úr sögunni. -SHH Nýi Leitner LH 500 snjótroðarinn sem tek- inn verður í notkun í Bláfjöllum strax upp úr áramótunum er hinn þriðji sinnar gerðar hér á landi. Hér stendur Páll Gíslason, for- stjóri ístraktors, framan við snjótroöara þessarar gerðar. •'tm’ur. Breiðari Explorer Ford Explorer er væntanlegur í stærri og breiðari útgáfu, kall- aður Urban Explorer. Nýi bíllinn verður með lækkaðri fjöðrun og meira í ætt við jeppling en jeppa. Urban-bíllinn er byggður á Ex- plorernum 2002, sem einnig er mikið breyttur frá núverandi bíl, en það er einmitt sá bíll sem lent hefur í svo miklum vandræðum með Firestone-hjólbarðana. VW-bóla Þessi skrýtni bíll gæti orðið næsta kynslóð sparneytinna bíla hjá VW þvi að verkfræðingar hans eru að hanna í hann vél sem á að geta komið honum 100 km á minna en einum bensínlítra. Þessi tölvumynd sýnir hvernig bíllinn gæti litið út. Undirvagn- inn kemur beint frá bjöllunni en sætin tvö eru langsum til að minnka loftmótstöðu eins og hægt er. Ný Fl-vél frá Renault Nýja Renault-vélin, sem er i þróun fyrir 2002-tímabilið, hefur vakið mikla athygli, sérstaklega í þýsku pressunni. Aðalmunur- inn í hönnun hennar er halli vaffsins, sem gæti orðið allt að 111 gráður, en hallinn á McLaren V10 vélinni er til dæmis aðeins 72 gráður. Þetta þýðir að Renault-vélin verður með lægri þyngdarpunkt sem aftur þýöir að verkfræðing- ar Renault geta leikið sér meira með þyngdardreifingu bílsins. Það gæti þýtt betri aksturseigin- leika. Einnig er talað um að vél- in verði með sérstökum ventla- búnaði sem stjórnað er með raf- seglum, en Renault hefur löngum veriö framarlega í hönnun ventlabúnaðar. Sá búnaður á að geta látið vélina snúast allt að 20.000 snúninga á mínútu, í stað rúmlega 17.000 eins og nú er mest. Renault er nú að prófa hönnunina í hefðbundnum götu- bíl. Biö eftir Audi A2 Audi bOaframleiðandinn hefur tilkynnt að bið gæti orðið á að nýjasti bíll þeirra, Audi A2, kom- ist á markað. Einhver vándræði hafa verið með leisergeislasuðu á álgrindinni og einnig hefur geng- ið erfiðlega að láta bogadreginn afturgluggann passa. Vegna strangra gæðareglna í verk- smiöju þeirra í Stuttgart er fram- leiðslan því aöeins i 260 bilum á dag í stað 300 eins og búist hafði verið við en aðalbiðin er eftir dýrari SE gerðinni. Schumacher smábíll frá Fiat Bílaframleiðandinn Fiat, sem á meðal annars Ferrari-merkið, hefur tilkynnt að ný sportútgáfa af Seicento fái nafnið Michael Schumacher til heiðurs kappan- um. Billinn er sýndur á bílasýn- ingunni í Bologna sem opnuð var í vikunni. Lúxuslína frá Renault Vel Satis er einn af þeim nýju lúxusbílum sem fara á markað á næsta ári. Renault ætlar sér að fara inn á þennan markað með nýja línu og á myndinni sjáum við tveggja dyra útgáfu bílsins en einnig er von á fjögurra dyra út- gáfu. Nýr smábíll frá Kia Búist er við nýjum smábíl frá Kia árið 2002, eftir að framleiðslu var hætt á Pride fyrr á þessu ári. Nýi bíllinn verður byggður á næstu kynslóð Visto, en það er gerð sem Kia selur einungis í Kóreu og er eins og Hyundai Amica. Kia og Hyundai hafa með sér samstarf á ýmsum sviðum, meðal annars í hönnun. Öruggari Civic Nýi Civic-billinn frá Honda, sem von er á til íslands i janúar, fékk góða dóma í árekstrarpróf- unum á dögunum. Fékk hann fimm stjörnur í prófi America’s National Highway Traffic Safety Administration. Var honum sér- staklega hrósað fyrir öryggi við árekstur framan á bílinn á 60 km hraða en hann fékk fjórar stjörn- ur í prófun á hliðarárekstri. Coupé-útgáfan fékk fimm stjörn- ur í báðum prófununum. Nýtt flaggskip Von er á nýju flaggskipi frá Mercedes á næstunni og verður hann verðugur keppinautur nýj- ustu lúxusbílanna. Bíllinn kallast Maybach og verður með V12 vél með tvöfaldri forþjöppu þegar hann kemur á markað árið 2002. Stærri gerð bílsins verður 6 metra löng eins og sjá má á þess- ari „njósnamynd" sem Mercedes- verksmiðjurnar settu í dreifingu nýverið. Bíllinn verður einnig ríkulega búinn staðalbúnaði og í næsta mánuði hefjast prófanir á fyrstu 20 mndelnnnm____________ Rollsinn heldur útlitinu Hið fræga merki Rolls-Royce, Spirit of Ecstacy, og ferhyrnt grillið mun halda sér þegar BMW hefur framleiðslu á honum árið 2003. BMW mun einnig byggja nýja verksmiðju í West Sussex fyrir 6 milljarða króna og þar munu 350 breskir verka- menn smíða 1000 bila á ári. Ný A4-lína Ný lína Audi A4 er að taka á sig mynd en nýtt útlit Avant- og Cabriolet-bílanna var sýnt í fyrsta skipti á dögunum. Von er á Avant-bílnum á næsta ári en tuskutoppurinn fer ekki á mark- að fyrr en árið 2002. Búist er við að notaðar verði sömu vélar og áður en líklega komi ný útgáfa af CVT Multitronic-gírkassanum í alla bílana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.