Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 81

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 81
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 85 DV Tilvera OK bridge-heimsmeistarakeppni 2000: Rúmenía sigr- aði Bandarík- in í úrslitaleik Fyrir stuttu lauk heimsmeistara- keppni í bridge sem var óvenjuleg að þvi leyti að engu spili var spilað. Keppni þessi fór nefnilega fram á Netinu og keppendur sátu hver með sína tölvu allan tímann. Rúmenía sigraði sveit frá Banda- ríkjunum með 108 impum gegn 75 í 48 spila úrslitaleik. Bandaríska sveitin, sem m. a. var skipuð marg- földum fyrrverandi heimsmeistara, Benito Garozzo, var fyrir fram talin hafa betri möguleika en það voru Rúmenar sem höfðu betur. Popescu, Musat, Criscota, Feber, Radulescu og Chergulescu eru því netheims- meistarar 2000. í sveit Garozzo voru m.a. DuPont, sambýliskona hans, Richard Reisig, og kona hans, Raija, J.T. McKee og Campos, landsliðs- maður frá Brasilíu. Hægt var að fylgjast með úrslita- leiknum á Netinu og var það mál manna að leikurinn hefði verið frekar illa spilaður og var taugaó- styrk kennt um. Garozzo, sem er nú á áttræðisaldri, gerði sig sekan um mistök sem ekki hefðu hent hann fyrr á árum. M.a. spilaði hann nið- ur pottþéttum þremur gröndum og fór í sex grönd þar sem vantaði m.a. tvo hæstu í lit. Öðruvísi mér áður brá! Ég fylgdist með leiknum á Netinu eins og fleiri og sá m.a. þetta spil sem Rúmenarnir græddu vel á. V/O 4 Á75 ** DG108 ♦ K4 * Á743 ♦ KG1083 K6542 ♦ 10 * KG * 94 * 73 * 98765 * D862 * D62 *• Á9 * ÁDG32 * 1095 í öðru hótelherberginu sátu n-s Feber og Popescu en a-v McKee og Campos. Þar gengu sagnir á þessa leið: Vestur 1 * pass pass Noröur 1* 2 ** pass Austur pass pass pass Suður 2 * 4 * Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge Austur spilaði út laufi, vestur drap með ás og spilaði meira laufi. Norður átti slaginn og spilaði spaða- kóng. Vestur gaf, tók næsta spaða með ás og spilaði meiri spaða. Nú svínaði norður tígultíu og vestur gaf. Norður fór nú inn á hjartaás, tók tígulás og þegar kóngurinn kom þá var hann skyndilega kominn með 11 slagi. Hann hefði hins vegar verið í vondum málum ef tígulkóngurinn hefði ekki verið tvíspil. í hinu hótelherberginu sátu n-s Reisig og Raija en a-v Criscota og Musat. Nú voru sagnir nokkuð öðruvísi: Vestur 1 grand pass pass * Hálitir Norður 2 ♦* 3 lauf pass Austur pass pass pass Suður 2 grönd 44 Vestur spilaði út spaðaás og meira trompi. Raija gat nú unnið spilið með því að svína tígultíu því hún á tvær innkomur á höndina og reyndar hefði hún líka unnið fimm ef vestur hefði gefið tígultíuna. En hún einblíndi á að fría hjartað og missti fljótt vald á spilinu. Hún spil- aði tígultíu í þriðja slag og drap með ás. Síðan kom tíguldrottning, kóng- ur og trompað. Hún fór svo inn á hjartaás, spilaði tígulgosa og kastaði laufgosa þegar vestur trompaði ekki. Þá kom hjarta á kóng og hjarta trompað. Þegar hjartað brotnaði ekki var spilið tap- að og Raija tapaði 50. Það gerði 11 impa til Rúmeníu. Þú nærð alltaf 550 5000 alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 sambandi við okkur! dvaugl@ff.is hvenær sólarhrlngsins sem er 550 5000 Myndasögur j Ég veit að ég á ekkí að fá svefnpilluna j mína fyrr en ettrr tvo klukkutima en j, veQna? : gæii ég fengtð hans núna. hjúkka? / ®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.