Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Page 27
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001___________________________________________________________________________________27 PV _________________________________________________________________________________________________Helgarblað fljótlega í íþróttanefnd. Síöan juk- ust pólitísku afskiptin jafnt og þétt.“ Nú er Sigurður að ljúka við þriðja kjörtímabilið sem bæjar- stjóri og segist hafa fullan hug á að halda áfam. - Með Sjálfstæðisflokknum? „Það veit ég ekkert um, en það samstarf hefur gengið vel. Síðast þegar menn úr ólíkum fylkingum ræddu við mig fyrir kosningarnar og vildu mynda bandalag með Framsókn sagði ég: „Eigum við ekki að lofa kjósendum aö hafa eitthvað um þetta að segja?“ Eftir kosningar verða stjómmálamenn að meta hvað er verið að segja við þá. Þetta eru ágætir vinir mínir í minnihlutanum, en þegar þeir töp- uðu tæpum 10 prósentum sagði ég við þá: Við getum tæplega litið svo á að þetta sé vísbending um að fólk sé að kalla á ykkur í meiri- hluta og þeir skildu það.“ Spegilmynd af samfelaginu - Framsóknarflokkur er með tvo menn i bæjarstjórn en Sjálfstæðis- flokkur með fimm. Hefurðu heyrt að þú sért bara framkvæmdastjóri fyrir Gunnar Birgisson? „Ég hef aldrei gefið mikið fyrir svoleiðis sviðsetningar út og suð- ur, aðallega vegna þess að ég vil aö þetta samstarf gangi og verkefni komist í framkvæmd. Svo getur hver sem er trúað því sem hann vill, ég vil að fólk meti mig af mín- um verkum og frammistöðu. Min áhugamál hafa fengið góðan fram- gang, fátt hefur til dæmis gengið betur en einmitt menningarstarf- semin, sem ég hef alltaf lagt mikla áherslu á og er hér ótrúlega fjöl- breytt. En Gunnar er auðvitað oddviti þessa meirihluta og ég er framkvæmdastjóri bæjarins." - Eru þá menningarmál og íþróttamál aðaláhugamál þín í starfi þínu sem bæjarstjóri? „Nei, það er ekki hægt að líta þannig á málin. Ég er oft spurður: Af hverju flytur fólk í Kópavog- inn? Er það af því að hér eru svo góðar lóðir og góðir skólar? Svar mitt er: Lítið á heildarmyndina. Allt sem myndar eitt samfélag verður að haldast í hendur. Og þá nægir ekki bara að sinna íþrótta- málum og menningarmálum. Skól- arnir verða að vera á sínum stað og leikskólarnir, lóðirnar, göturn- ar, félagsþjónustan og svo fram- vegis. Hver eining á að vera speg- ilmynd af samfélaginu. Þetta er mikið verk þegar fjölgun bæjarbúa er upp í rúmlega 1000 manns á ári, ár eftir ár. Á þessum tíma og við þessar aðstæður er oft sagt: Við sinnum menningarmálum þegar við erum búnir að öðru sem þarf að gera og ef það verða til pening- ar. Ég held að Kópavogur sé fyrsta bæjarfélagið sem tekur þá stefnu að leggja ákveðinn hluta útsvars í menningarmál, en það gerðum við hér fyrir 35 árum. Við vorum.líka fyrstir af stóru sveit- arfélögunum til að einsetja skól- ana.“ Fullkomnustu hverfi á Islandi - Þiö hafið tekið ákveðið frum- kvæði á höfuðborgarsvæöinu, hvað haflð þið gert sem Reykjavík hefur ekki gert? „Þegar við tókum viö hér í Kópavogi var efnahagslægð og deyfð hafði verið í framkvæmdum svo menn héldu að sér höndum. Þetta er ekki rétt hugsun. Það aö byggja ekki af því það er efnahags- kreppa gengur ekki nema i stuttan tíma. Ég hef alltaf verið að skipu- leggja heild. í sextán ár var ég framkvæmdastjóri Ungmennafé- lags íslands, 230 félög úti um allt land. Ég fór aldrei af stað með neitt nema hafa séð leiðina allt til enda. Ég er ekki hrifinn af því að úthluta aðeins 20-50 lóðum í einu, þannig byggjast upp léleg hverfi. Ég vil lita á 3000 manns sem eina einingu því hún passar fyrir einn grunnskóla, tvo leikskóla og svo framvegis. Þannig er byggt upp i heilum áföngum. Þess vegna held ég að hverfi eins og Lindarhverfi og Smárahverfi séu fullkomnustu hverfi sem hafa verið byggð á ís- landi. Þau eru sett í heilu lagi á teikniborðið, með stígunum, göt- um, undirgöngunum, skólunum og leikskólunum og hverfaþjónustu og svo framvegis. Svo er Vatnsend- inn eftir. Við erum enn þá að byggja heimalandið. Ef við hugs- um höfuðborgarsvæðið sem eina heild þá er Kópavogurinn i miðj- unni - og við njótum þess.“ - Ertu í keppni við Reykjavík? „Nei. Reykjavík er óhemju voldugt sveitarfélag á íslandi, miðað við þær aðstæður sem hér eru. Reykjavík hefur hins vegar verið svo rík og voldug að það hefur enginn þorað að seilast i eitthvað sem hún ætlar sér. Það gerum við í Kópavogi hins vegar hvenær sem okkur sýnist. í Reykjavik eru menn búnir að deila í átján ár um staðsetningu tónlistarhúss. Það er ekki hægt að bíða svona lengi. í Kópavogi var tónlistarhús byggt á tólf mánuð- um. Þaö er ekki lengur þannig aö Austurstræti og Lækjartorg nægi öllum. Við verðum að hugsa um okkur sem sjálfstætt sveitarfélag og við verðum að byggja upp okk- ar bæ. Við erum i sjálfu sér ekki að keppa neitt sérstaklega við Reykjavík frekar en aðra en það kemur þannig út af því enginn hef- ur áður keppt viö Reykjavík um eitthvaö sem höfuðborgin sækist líka eftir. Það gerum við hins veg- ar ef svo ber undir, það er engin minnimáttarkennd hér.“ Allir þurfa sitt tjáningarform Sigurður er faðir skáldsins Sjóns. „Ég er montinn af honum eins og hinum krökkunum mín- um. Þetta eru sjálfstæðir og sér- vitrir krakkar," segir Sigurður. Sigurður hefur í áratugi ort ljóð og nokkur þeirra hafa birst á prenti. í nýlegri bók, Sköpun, sem geymir Ijóö og myndir skálda og myndlist- armanna úr Kópavogi, er að finna ljóð eftir hann. Það nefnist Hríslan og skáldið og er ort í minningu Þorsteins Valdimarssonar skálds. Lokalínurnar eru: Er húmið fyllist hörputónum hlustum þögul haustkvöld löng. Líkt og skáldió sem löngum geymdi í Ijúflingshjarta Lóusöng. „Þorsteinn er svo mjúkur og finn, eins og sést á ljóðinu um Inga Lár: Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir/aðrir með söng sem aldrei deyr. - Þetta gat Þorsteinn og það eru fáir sem geta þetta,“ segir Sigurður. - Lifirðu mikið i skáldskap? „Allir þurfa sitt tjáningaiform, hvort sem það er að spila á hljóð- færi, mála eða yrkja. Menn verða aö rækta sitt form.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.