Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 31 Helgarblað DV DV-MYND BRINK Maöur meö völd „Það er erfitt að leika menn með völd, “ segir Björn Ingi. „Manni finnst þeir þurfa að sýna völd sín á einhvern hátt en svo uppgötvaði ég að þegar völdin eru til staðar hefur maður ekkert fyrir þeim; þau eru til staðar eins og fötin sem maður gengur /', sjálfgefin. Ég ákvað að reyna að skapa mjúkan, skemmtilegan og þægilegan mann. Pétur er í raun mjög góður maður með ákveðna lífsstefnu. Textinn sér um afganginn; allt sem hann aðhefst og segir ber merki um valdníðslu og misbeitingu. ‘ Mjúkt og þœgilegt illmenni „Undir lok fundarins er borin upp tillaga þar sem því er lýst yfir aö Dr. Stokkmann sé fjandmaöur fólksins. Þá spyr Ásláksen fundar- stjóri hvort einhver sé þessu mót- fallinn. Ég hef heyrt á fólki að því þyki erfltt að sitja undir þessu en á síðustu sýningu gerðist það að kona í salnum rétti upp hönd sína til að mótmæla. Fólk lifir sig því mjög inn í verkið.“ ... eitthvað eins og guð Þegar æfingum fyrir Fjandmann- inn lauk í vor hófust æfmgar á Beð- ið eftir Godot eftir Samuel Beckett en þar fer Björn Ingi með hlutverk Pozzo. „Beðið eftir Godot er ótrú- legt leikrit," segir Björn Ingi. Björn Ingi hafði ekki áður komið nálægt írska stórskáldinu en hugmyndin að uppsetningunni kviknaði þegar Peter Engkvist kom hingaö til lands og var að klippa saman sjónvarps- útgáfu af Ormstimgu. „Ég vann með Peter í Lofthrædda erninum Örvari og við höfum haldið sam- bandi síðan og vorum alltaf að leita okkur að verkefni til að takast á við. Á æfingum á Djöflunum fékk ég hugboð um Godot og nefndi þaö við Peter sem sagði að sig hefði lengi langað til að setja það upp. Eitt leiddi af öðru og verkið komst á svið. Þaö er hægt að setja verkið upp á milljón vegu. En Beckett skrifar miklar og nákvæmar leiklýsingar og eins og ég upplifði verkið þá fannst mér að því minna sem ég þvældist fyrir og leyfði verkinu frekar að streyma í gegnum mig því betur kynntist ég verkinu. Plottið er ekki mjög flókið, tveir menn bíða og tveir koma tvisvar í heimsókn. Stundum finnst mér Beckett vera að hlæja að okkur, mér og þér og öllum. Við erum skrýtin og höfum mjög sterka þörf fyrir að trúa því að það sé tO eitthvað sem er eins og guð. Við verðum helst að sjá hann, Björn Ingi Hilmarsson fer á kostum í hlutverki hins ósvífna stjórnmálamanns í Fjandmanni fólksins langaði líka að leika með Ingvari en við vorum saman í bekk í Leiklistarskólan- um. Það var lika frábært að leika á móti honum.“ Við sköpun persónunnar leit Björn Ingi í kringum sig eftir fyrirmyndum og þá sérstaklega í heimi íslenskra stjóm- mála. „Þó maður sé ekki sammála stjómmálamönnum þá hafa þeir allir svo oíboðslega „rétt“ fyrir sér því þeir eru svo trúaðir á eigin orð. Maður hrist- ir stundum hausinn yfir þessu fyrir framan sjónvarpið. Pétur vill hafa fólk með sér í flokki en bróðir hans er meiri hugsjónamaður. Dr. Stokkmann veður eld og brennistein fyrir hugsjónir sinar og tapar öllu.“ Bæði rétt og rangt í Fjandmanni fólksins beinir Ibsen spjótum sínum meðal annars að fjöl- miðlum sem bæjarstjórinn Pétur Stokk- mann vinnur á sitt band með hræðslu- áróðri og snjöllum brögðum sem í dag yrðu tengd við almannatengsl. Stokk- mann Björns Inga ber nokkur merki þess að hafa fengið ráðleggingar frá al- mannatengslasérfræðingum, hann er mjög nútímalegur stjómmálamaður. „Pétur notar öölmiðla meðvitað til að halda völdum. Fjölmiðlar hafa svo mik- ið vald, við myndum okkur skoðanir með þeim upplýsingum sem fjölmiðlar færa okkur,“ segir Bjöm Ingi. „Valdið hefur opinberað sig mjög eftir hryðju- verkaárásimar á Bandarikin. Ef ég styð ekki árásir á Afganistan þá styð ég tali- bana. Leikritið Ballar að sumu leyti um það að tvö sjónarmið geta bæði verið rétt eða röng.“ Afl ffyrir Austurland Það kemur fyrir að maður verður pirraður í leikhúsi. Oftast er þá um að kenna að það sem fram fer á sviðinu er leiðinlegt eða illa gert. Ég viðurkenni að ég varð pirraður í fyrsta atriði eftir hlé á Fjand- manni fólksins. En pirringur minn og eflaust margra annarra var ekki vegna „listræns ágreinings" heldur vegna þess aö réttlætiskenndin var Ingvar og Björn Ingi í gervi Stokkmann-bræöranna „Mig langaði líka að leika með Ingvari en við vorum saman í bekk í Leiklistar- skólanum. Það var líka frábært að leika á móti honum. “ kvalin vegna framferðis Péturs Stokkmanns og skósveina hans. At- riðið er sett þannig upp að áhorf- endur eru í hlutverki fundarmanna á fundi sem Dr. Stokkmann hefur boðað til. En atburðarásin er á svip- aða leið og þegar virkjanasinnar á Austurlandi yfirtóku aðalfund Nátt- úruverndarsamtaka Austurlands þegar sem hatrammastar deilur stóðu yfir vegna virkjanamála. vita hvemig hann lítur út, hvort hann er með skegg og þá hvernig það er á litinn, hvenær hann kem- ur og hvað hann segði. Það er svo margt sem hægt er að segja um leikritið Beðið eftir Godot. Það vek- ur upp spumingar sem hver og einn verður að svara fyrir sig. Verkið hafði mikil áhrif á mig og er eitt skemmtilegasta leikrit sem ég hef fengist við.“ -sm „Þetta var dauður, þriðja flokks smábær. í dag erum við í þann mund að verða alþjóðlega þekktur heilsubær. Ég sé það fyrir mér að innan flmm ára hafi tekjur hvers einasta manns í þessari stofu vaxið hreint gífurlega. Ég sé fyrir mér að skólamir okkar verði stærri og betri. Og innan tíðar verður hér í bæn- um fullt af glæsivögnum, hér verða byggð glæsileg heimili, fyrsta flokks búðir verða opnaðar eftir endilangri að- algötunni. Ég sé fyrir mér að ef við sleppum við rógburð og illkvittnar árás- ir verðum við einhver rikasti og falleg- asti heilsubær í veröldinni. Þetta eru valkostir ykkar.“ Það eru tæp 120 ár frá því þessi orð vom skrifuö af Henrik Ibsen en þau get- ur fólk fengið að heyra í Borgarleikhús- inu í magnaðri sýningu á Fjandmanni fólksins í leikstjóm Maríu Kristjáns- dóttur. í verkinu er það bæjarstjórinn Pétur Stokkmann sem mælir þessi orð. Meðal þess sem gerir sýninguna sterka og sérstaka er hversu vel umfjöllunar- efni verksins á við á íslandi einmitt um þessar mundir. Raunar væri hægt að fuUyrða að éf verkið væri skrifað af ís- lendingi á síðustu missemm logaði hér allt í illdeilum og mörgum þætti harka- lega að sér vegið. Sérstaklega væri við- búið að skeyti myndu fljúga milli virkj- ana- og vemdunarsinna. Umflöllunar- efni verksins er lýðræðið og í þvi heyr- um við óvenju beinskeytta gagnrýni á galla lýðræðisins. „Hafði meirihlutinn á réttu að standa þegar hann stóð hjá meðan Jesús var krossfestur?" spyr Dr. Stokkmann. „Hafði meirihlutinn á réttu að standa þegar hann neitaði að trúa því að jörðin snerist um sólina og lét kné- setja Galileó eins og hund? Það tekur meirihlutann fimmtíu ár að komast á rétta skoðun. Meirihlutinn hefur aldrei rétt fyrir sér fyrr en hann breytir rétt." Valdníðsla og misbeiting Bjöm Ingi Hilmarsson fer með hlut- verk hins sleipa stjómmálamanns, Pét- urs Stokkmanns, sem berst af fullri hörku gegn bróður sínum sem honum fmnst valda fullmiklum usla i bæjarfé- laginu með framgöngu sinni i nafni sannleikans. „Það er erfitt að leika menn með völd,“ segir Björn Ingi. „Manni finnst þeir þurfa að sýna völd sín á einhvem hátt en svo uppgötvaði ég að þegar völdin em til staðar hefur maður ekkert fyrir þeim; þau em til staðar eins og fótin sem maður gengur i, sjálfgefm. Ég ákvað að reyna að skapa mjúkan, skemmtilegan og þægilegan mann. Pétur er i raun mjög góður mað- ur með ákveðna lífsstefnu. Textinn sér um afganginn; allt sem hann aðhefst og segir ber merki um valdníðslu og mis- beitingu." Bjöm Ingi þekkti ekki til verksins þegar Guðjón Pedersen tjáði honum að María Kristjánsdóttir hefði óskað eftir því að hann léki Pétur Stokkmann. Hann las það og varð mjög hrifinn. „Mig Beöiö eftir Godot „Stundum finnst mér Beckett vera að hlæja að okkur, mér og þér og öll- um. Við erum skrýtin og höfum mjög sterka þörf fyrir að trúa því að það sé til eitthvaö sem er eins og guð. “
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.