Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Síða 33
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 33 DV Helgarblað Blaðamenn DV á vaktinni í tuttugu ár: Veislan á öskuhaugunum - myndir skólausa ljósmyndarans ollu umróti í þjóðfélaginu Neytendamál hafa verið DV hug- leikin á tuttugu ára ferli blaðsins frá sameiningu Dagblaðsins og Vísis í nóvember 1981. Blaðið hefur með ýmsu móti hvatt til betri kaup- mennsku, betri framleiðslu, lægra verðs til neytenda og skynsamlegrar framleiðslu á neysluvörum almenn- ings. Blaðinu sveið sárt að sjá heilum bílförmum af tómötum, gúrkum, rabarbara, kartöflum og kindakjöti sturtað á öskuhaugana. Almenningur skildi líka að slík sóun verðmæta er vítavert athæfi. Þetta brottkast mat- væla olli umróti og heitri umræðu í þjóðfélaginu. Hin mikla matarveisla fyrir rottur og fugla á sorphaugum borgarinnar var gagnrýnd harðlega. Vísir og DB höfðu fylgst vel með málum af þessu tagi á undan DV og greint frá svipuðum atburðum. En í DV er greint frá miklu magni af kart- öflum á öskuhaugum borgarinnar í júli 1984. Hagkaup sturtaði þar í tuga- tali 25 kilóa pokum af spænskum kart- öflum en þær höfðu blotnað og svepp- ir komnir i þær, sögðu Hagkaups- menn. Þar var varla mannamatur á ferðinni og voru landsmenn þó ýmsu illu vanir þegar jarðeplin voru annars vegar. Ljósmyndari DV á haugunum Sumarið 1987 var líflegt á haugun- um og Sveinn Þormóðsson, sá árvakri ljósmyndari, náði myndum í tvígang þegar offramleiðsla á iambakjöti og tómötum var dysjuð á haugunum í því skyni að stjórna framboði og eftir- spurn og halda þannig uppi óheyri- lega háu verði á vörunni. Sveinn seg- ir í minningabók sinni, Á hælum löggunnar, sem Reynir Traustason skrifaði, að það hafi ekki beinlínis verið óskahlutverk blaðamanna að standa vaktina á öskuhaugum borgar- innar. Á haugunum reyndu starfs- menn að telja Sveini trú um að það væri fjarri lagi að urða ætti kjöt í gríðarmikilli holu sem jarðýta hafði gert á staðnum. Sveinn beið siðan utan svæðis í bíl sinum hinn róleg- asti. Biðin launaði sig. Hann náði í skottið á lambakjötsframleiðendum sem töldu vöru sína betur komna á haugunum en í munni og maga neyt- enda. Sveinn lýsir því hvernig hann komst fram hjá farartálma sem verðir hauganna höfðu sett upp til að koma í veg fyrir fréttaflutning af málinu. Hann klöngraðist haugdrullugur yfir leðjuna, búinn að týna báðum skón- um, og sá hvar vörubíll, hlaðinn lambakjötsskrokkum, nálgaðist. Á sokkgleistunum kom Sveinn aðvíf- andi til að ná þessum líka fínu frétta- myndum af því hvernig góðgætinu var sturtað í holuna. Þrátt fyrir myndabann karlanna á haugunum gátu þeir ekki annað en brosað að Sveini, grútskítugum, með myndavél- ina um hálsinn. „Ég var víst ærið groddalegur en það skyggði hvergi á ánægju mína yfir þvi að hafa náð góðri mynd,“ segir Sveinn sem fékk DV-verðlaun mánaðarins fyrir mynd- ina og Kjartan Gunnar Kjartansson sömu verðlaun fyrir góða blaða- mennsku í þessu neytendamáli. Gífurlega hörð viðbrögð Sveinn var orðinn hagvanur á haugunum. Hann hafði nokkrum dög- um fyrr afhjúpað grænmetisheildsala sem vildu fleygja miklu af ágætum tómötum og gúrkum fremur en að lækka verðið á markaðnum og örva fólk til aukinnar neyslu á hollustunni. Sveinn var nú orðinn nokkuð hagvan- ur á haugunum og leist orðið ekki á að verða fréttaritari með fast aðsetur á þeim stað. En hann náði líka ágæt- um myndum af ýmsu ætilegu sem kastað var, meðal annars miklu magni af rabarbara sem hent var. Uppljóstrun DV vakti hörð við- brögð og Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins fann sig knúna til að halda blaðamannafund um málið. Þar Vítamín á haugana Hér eru tómatar frá SFG komnir á öskuhaugana í staö þess aö leyfa neytendum aö njóta vítamínanna. Kartöflur dysjaöar Þessar kartöflur sem Sveinn Þormóösson myndaöi á haugunum komu frá Hagkaupi - kaupmenn sögöu vör- una hafa skemmst af vatni sem í þær komst. Umræöan hafði áhrif Umræður um veisluna á öskuhaug- unum stóðu lengi í fjölmiðlum lands- ins. Fólki ofbauð háttalagið. Án efa hafði fréttaflutningurinn áhrif inn í kerfið. í stað þess að hvetja til aukinn- ar framleiðslu á matvælum af ýmsu tagi fóru menn að hugsa sitt ráð og draga fremur úr en auka framleiösl- una. Án efa urðu myndir Sveins Þor- móðssonar og fréttaflutningur DV til þess að bæta ástandið á þessu sviði. -JBP DV-MYND SVEINN ÞORMÓÐSSON Mannamatur undir jaröýtutönn. Heilir lambsskrokkar komnir undir jarðýtutönnina á öskuhaugum Reykjavíkur. Myndir Sveins Þormóössonar vöktu þjóöarathygli og uröu til þess aö fram- leiöslustýring matvæla var bætt. kom fram að skattgreiðendur borguðu 177 tonn af haugakjöti að fullu, 36,4 milljónir króna. Neytandinn var að borga fyrir kjöt án þess að fá að borða það. Kristján Már Unnarsson, blaða- maður DV, segir frá þessu í fram- haldsfrétt og bendir á að þessi upp- hæð sé svipuð og það fé sem ríkið verji til byggingar dagvistarheimila árið 1987. Eins og títt er um svokallaða hags- munaaðila reyndu landbúnaðarsam- tökin að bera á borð upplýsingar um að þarna hefði ekki verið um heila skrokka að ræða, einnig að þetta hefði verið ærkjöt og hrútakjöt. Ljósmyndir Sveins Þormóðssonar, skólausa Ijós- myndarans, sýndu heUa skrokka og ekki var annað að sjá en samtökin færu með rangt mál. Markaðsstjóri Sölufélags garð- yrkjumanna reyndi líka að bera blak af matvælabrottkasti síns fyrirtækis. Fyrirtækið hafði lækkað heUdsölu- verð tómata úr 150 krónum í 80 krón- ur nokkru fyrr og þá jókst neyslan. En SFG hækkaði síðan aftur verðið á mánudegi - og þá lokaðist markaður- inn aftur og útkoman var akstur tómatanna á sorphauga borgarinnar á fimmtudag. Þetta þótti neytendum ekki góð latína. NÝIR FJÖLSKYLDU- MEÐLIMIR í BAKSTURINN (hStttí2 .'HÝTTO 7} JSc Jc Vc im un nft ^ukker 'X^ukkcr 'Cukke* Hor ucnt ckoklíctsu/k /■ Hor Mcrt ckokolectcimoi f clts ucd siokoUctcsuiak ? rockcoTOMuLDkcn ‘/ Hor uci iordqubbssiuck flor mcd iorttb*rsi*o« Hcin mcet iOr<tbKrsmck TotHuiokcri bckortrions Pir! bckorattons Pcrlc bckorcsjons Pcrle konstercc flor mcit cirronsmck flor mcC citronsmay Hclls mcC sitronsmak StTruuHenmckutnen tOMusokerl J^Cukker 7></« Q Jyu/ater

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.