Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Page 57

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Page 57
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 65 DV Helgarblað Óli H. Ólason, trillukarl og útvegsbóndi í Grímsey Höfum oft orðið að fara tvær ferðir eftír aflanum „Ég er búinn að vera á sjó í 60 ár eða síðan ég var átta ára gamall og ég hef aldrei séð annað eins magn af íiski eða upplifað annað eins fiskirí. Við feðgarnir erum með stærsta þorskkvóta á einum smábáti á land- inu, 400 tonn, og vegna þess hve veið- in hefur verið góð þá verðum við að fara að halda aftur af okkur. Það er ekki um auðugan garð að gresja þeg- ar þorskkvótann þrýtur. Það er helst að við gætum reynt að veiða steinbít þar til nýtt fiskveiðiár gengur í garð.“ Þetta sagði Óli H. Ólason, trillu- karl og útvegsbóndi í Grímsey, er rætt var við hann um veiðar Grímseyinga. Óli H. og Óli Bjarni, sonur hans, voru þá að veiðum í ná- grenni Grímseyjar á Óla Bjarnasyni EA og sagðist sá gamli bara vera þvi feginn að fá tilefni til þess að setjast niður og spjalla og hvíla sig frá línu- drættinum og aðgerðinni. Mest 6,7 tonn eftir daginn Að sögn Óla hafa aflabrögð Grimseyjarbáta verið með fádæm- Óli H. Ólason er útvegsbóndi í Grímsey Hann gerir út Óia Bjarnason EA í krókaaflamarkskerfinu meö syni sín- um og aö auki eiga þeir feögar sex sóknardagabáta sem þeir gera aö- eins út á sumrin. faðma dýpi. Allur afli Óla Bjarnasonar EA hefur verið seldur á vegum Fisk- markaðarins á Dalvík og hefur verðið verið hátt siðustu vikurn- ar. 1 síðustu viku fengu þeir feðg- um selategundum að því leyti að þegar nóg er af fiski þá ræðst hann á þorskinn við kviðuggann, gerir þar gat á kviðinn og sýgur úr honum lifrina. Hann er svo snöggur að þessu að maður sér oft hálfdauða fiska og lifrarlausa svamla um í sjónum. Eitt vorið lenti ég í því að fá 100 þorska í netatrossu sem allir höfðu orðið fyrir barðinu á blöðruselnum á meðan ég var að draga trossuna. Þetta var á um 40 faðma dýpi norðvestur af Grímsey. Þegar ég dró trossuna var blöðruselurinn nýbúinn að ráðast til atlögu og töluvert af þessum 100 þorskum voru enn lifandi þegar þeir komu upp. Þrátt fyrir að blöðruselurinn ráðist á þorskinn í netunum þá er sjaldgæft að hann festist sjáifur í netunum líkt og t.d. vöðuselurinn. Þá getur maður heldur aldrei ver- ið viss um að þessi fjandi sé ekki á svæðinu. Það getur verið allt morandi af þeim þótt það sé speg- ilsléttur sjór og maður sjái ekki einn einasta sel því blöðruselur- inn getur verið allt að hálftíma í kafi í einu,“ segir Óli og það er greinilegt að honum er allt annað en hlýtt til „blöddans". í máli Óla kemur fram að blööruselsplágan sé frekar að Óli Bjarnason EA í október 2000. W'ð höfum mest komiö 5,5 tonnum í bátinn en yfirleitt förum viö í land þegar viö erum komnir meö tæp fjögur tonn. Viö höfum mest veriö meö 6,7 tonn eftir daginn í tveimur vitjunum og oft hefur aflinn veriö á milli fimm og sex tonn. Þetta er allt góöur þorskur og engir venjulegir Norölendingar um góð sl. tvö ár eða svo en þó aldrei eins góð og síðustu vikurn- ar. • „Viö rerum ekkert framan af maímánuði vegna þess hve verðið á mörkuðunum hafði lækkað mik- ið en þegar við byrjuðum aftur 20. maí sl. þá fengum við strax mokafla. Við höfum verið með 400 til 500 kíló af fiski á balann og oft höfum viö farið tvær veiöiferðir á dag. Við höfum mest komið 5,5 tonnum í bátinn en yfirleitt förum viö í land þegar við erum komnir með tæp fjögur tonn. Við höfum mest verið með 6,7 tonn eftir dag- inn í tveimur vitjunum og oft hef- ur aflinn verið á milli fimm og sex tonn. Þetta er allt góður þorskur og engir venjulegir Norðlending- ar. Meðalvigtin hjá okkur á slægð- um þorski er 2,4 kíló en reyndar er uppistaða aflans mun vænni fiskur. Það er töluvert um smáan þorsk í aflanum og hann dregur meðalvigtina niður. Reyndar fáum viö líka stærri þorsk með, sjö til átta kílóa fisk, en það er ekki eins mikið af honum og smá- fiskinum,“ segir Óli en í máli hans kemur fram að þorskurinn, sem þeir feðgar hafa verið að veiða að undanfömu, sé horaður og svangur eftir hrygninguna. Þorskurinn hrygnir á grunninu við Grímsey í apríl og fram í maí og gengur síöan út á 30 til 40 ar 145 krónur að jafnaði fyrir þorskkílóið en Óli vekur athygli á að töluvert sé haft fyrir því að gæðin séu sem allra mest. „Sjórinn núna er 7,3"C heitur og hitastigið hefur líklega hækkað um einar 3,5°C á aöeins hálfum mánuði. Við tökum því eitt kar af ís með okkur á sjó og ísum fiskinn jafnóðum eftir að búið er að gera að honum. Fiskurinn er því að- eins um einnar gráðu heitur þeg- ar honum er landað og síðan ísum við hann aftur í landi og geymum hann í kæli þar til ferjan kemur og nær í farminn." Árviss plága En það eru fleiri en bara sjó- mennirnir í Grímsey sem setið hafa við veisluborð hafsins aö undanfórnu. Óli verður myrkur í máli þegar helsta samkeppnisaðil- ann, blöðruselinn, ber á góma. „Sá bölvaði glæpon! Ég er viss um að hann hefur tekið fleiri þús- und tonn af fiski í apríl og maí. Þetta er árviss plága hér á miðun- um. Afi minn sagði mér að blöðru- selurinn kæmi alltaf norðan úr höfum i kringum sumardaginn fyrsta, eftir að fengitímanum lyki, og hann væri hér á Kolbeinseyjar- og Grímseyjarsvæðinu fram til 20. maí. Það var enginn smáhaugur af þorski sem hann komst í þetta árið. Blöðruselurinn er ólíkur öðr- aukast en hitt. Ástæðan sé m.a. sú að verulega hefur dregið úr veið- um Norðmanna á sel á hafsvæð- inu fyrir norðan ísland. „Við þurfum fleiri menn eins og Þórð Pétursson á Húsavík til þess að gera út á blöðruselinn. Það þarf að gera virkilegt átak til þess að halda þessum skaðvaldi í skefj- um.“ Ufsinn ekki sést I þrjú ár Að sögn Óla hafa Grímseyingar ekki mikið heyrt um aflabrögð smábáta annars staðar við Norð- urland en þó segist hann hafa frétt af því að smábátar hafi feng- ið mokafla á línu út af Núpunum fyrir norðan Kópasker. „Ég geri ráð fyrir því að afla- brögðin séu víða góð þessa dag- ana. Við verðum að fara að taka lífinu með ró vegna kvótastöð- unnar en e.t.v. verður hægt að fá eitthvað af steinbít á línuna í sumar. Ufsinn er hins vegar al- veg horfinn. Við fengum oft mjög góðan ufsaafla á færaslóðana sem við drógum á eftir bátunum en það eru örugglega þrjú ár síðan ufsa varð vart hér í einhverjum mæli. Ufsinn fer allur suður fyrir land þegar hann nær 75 til 80 sentímetra lengd. Þá fer hann að eltast við síldina," segir Óli H. Ólason. Amerískur hvífdarsfóll ófrúlega þœgilegur! ÞÚ VEluR UM IfElqARNÁMskEÍð eöa NÁMskEið kENNd viRk kvöld KeNNsIuÁÆtIuN í NÓVEMbER: 5-4.NOV. ökuskóli 2 (llElqARNÁMskEÍð) 5.-8.nov. ökuskóli 1 (viRk kvöld) 24r25.NOv. ökuskóli 1 (ÚElqARNÁMskEið) 26r29.NOv. ökuskóli 2 (viRk kvöld) AlliR NEMENduR ÖkuskóÍANS SÆkjA UMÍERÖARÍUNdi kjÁ^ SEM IhaIa skiÍAÖ 26% (ÆqRÍ slySATÍðNÍ UNdANÍARÍN ÁR. EÍTÍRTAldÍR ökukENNARAR MæIa MEð ÖkuskÓÍANUM,SuðuRlANdsbRAUT 6. EqqERT V. ÞoRkElssoN 895 4744 Davíó ÓIaísson 895 7181 BjöRN RAqNARSsoN 5 57 8406 Lúðvík Eíösson 894 4444 Jónas Traustason 892 8582 VaWímar Jónsson 894 145 5 Pétur HAtlqRÍMssoN 897 1250 JóIhann DavíÖsson 897 7419 NjÁll CuNNlAuqssoN 898 5225 SiquRjÓN BjARNAsoN 897 1595 VeI MENNTAÖÍR Oq ÁNÆqðÍR ökuMENN ERU okkAR MARkMÍð ...fæst hjá okkur! Búsáhöld og Gjafavörur KRINGLUNNI © 568 6440

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.