Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Side 59
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 67 DV Helgarblað Kristjana Stefánsdóttir Fékk erfitt hlutverk en stóö sig vel. Stórsveit Reykjavíkur Ánægjulegast var aö fá aö vera viöstaddur þessa fyrstu Ellington-uppfærslu. Danskur Duke á íslandi Sérfræðingar í viðgerðum og viðhaldi á Sony og Panasonic tækjum. Það gætti töluverðrar eftirvænt- ingcir meðal kirkjugesta í Lang- holtskirkju þann 24. nóvember sl. þegar kór Langholtskirkju og Stór- sveit Reykjavíkur komu sér fyrir á pallinum til þess að flytja þætti úr Sacred Concert Ellingtons og Requiem eftir Lindberg fyrir þétt- setinni kirkju. Eftirvæntingin var ekki síst vegna helgitónlistar Ell- ingtons sem þama átti að flytja að hluta til. Áður en lengra er haldið flnnst mér rétt að hrósa stjómanda kórs og hljómsveitar, Jóni Stefánssyni, fyrir hugrekkið sem felst i því að takast á við þetta tónverk eftir Ed- ward Kennedy Ellington. Helgi- konsertar Ellingtons, sem era þrir talsins, vora í sifelldri endursmíð og áttu fyrstu útgáfumar lítið sam- eiginlegt með hinum seinni, nema hinn sérkennandi Eilington-blæ sem tónskáldið náði fram með pí- anóleik sínrnn í forspilum og sér- stakri natni við styrk og samleik. Svíar betri en Danir 1 Því miður náðist hvorki jafnvægi né Ellington-blær á tónleikunum í Langholtskirkju. Jafnvægið sem vantaði æði oft á milli kórs og hljómsveitar verður að skrifast á reikning stjórnandans sem auð- heyrilega hafði ekki nægilega góða tiifinningu fyrir séreinkennum Ell- ingtons í hinum mismunandi „deildum“ blásaranna. Stórsveitin okkar hefur oft átt betri dag. Brass- inn hljómaði ekki sannferðuglega. Á hinn bóginn hljómaði kóriim ákaflega vel, ekki síst þegar reyndi á sópranraddimar á efri nótunum þar sem þær voru hreinar og tærar. Tónlist Vandamálið var líka að útsetn- ingamar, sem vora eftir danska tón- listarmenn, John Höybye (organista og kórstjórnanda) og Peder Peder- sen (stórsveitarstjómanda), hljóm- uðu eins langt frá Ellington og hugs- ast getur. Margraddaðar kórútsetn- ingar sálmanna, sem skrifaðar era fyrir einradda gospelkóra banda- rískra kirkjusöngvara, voru langt frá hljómi þeim sem Ellington til- einkaði síra Gensel á sínum tíma. Ég var heldur ekki hrifmn af stór- sveitarútsetningunum. Eiginlega frnnst mér að Ellington eigi að fá að Kór Langholtskirkju Söng Ellington meö Stórsveit Reykjavíkur. vera í friði fyrir dönskum tónlistar- mönnum. Öðra máli gegnir um þá sænsku. Ég held að það hafi verið árið 1963 að Ellington hitti söngkonuna Alice (Babs) Nilson. Þau komu fram í sænska sjónvarpinu þar sem Alice Babs söng m.a. Come Sunday í út- setningu Strayhoms. Ellington hreifst mjög af söng hennar og nokkrum dögum seinna fékk hann Alice til að koma til Parísar og gera með sér hljómplötu. Það þótti merkilegt að Duke Ellington fengi sænska söngkonu til að syngja með hljómsveit sinni, og þegar blaða- maður í París spurði meistarann skömmu seinna hvað þaö væri sem Babs hefði umfram aðrar og frægari söngkonur svaraði Ellington: „Allt!“ Ellington valdi Babs til að syngja einsöngshlutverk í Sacred Concert við flutning verksins Divine-dómkirkjunni fimm árum siðar. Þar í St. John the í New York söng hún m.a. Heaven með slíkum glæsibrag að það er talið vera hápunktur ferils þessarar mögnuðu söngkonu. í Langholtskirkju fékk Kristjana Stef- ánsdóttir það erflða hlutverk að syngja Heaven með kór, stórsveit og Sigurði Flosasyni, altosax. Krist- jana var í upphafi örlítið óákveðin en náði sér fljótlega á strik og end- aði glæsilega í The Majesty of God. Sigurður skilaði sínu hlutverki mjög vel eins og búast mátti við. Skemmtileg tOþrif í einleik Sigurð- ar í Freedom-kaflanum og þá ekki síður hjá Ólafi Jónssyni, clar., og Stefáni S. Stefánssyni, alto, í The Voice you heard fóra fyrir ofan garð og neðan vegna jafnvægisvanda- mála. Kór og hljómsveit lék svo Requiem eftir Nils Lindberg. Ein- söngvarar vora þau Andrea Gylfa- dóttir, sópr., Bergþór Pálsson, bar., og Harpa Harðardóttir, sópr., en umsögn um þann hluta tónleikanna verður að bíöa betri tíma. Tónleikamir vora í heildina ánægjulegir, þrátt fyrir vankanta. Kórinn var á köflum stórgóður og sveitin átti sína góðu kafla. Ánægju- legast var að fá að vera viðstaddur þessa fyrstu Ellington-uppfærslu. Jón Stefánsson á heiður skilinn fyr- ir átakið og frumkvæðið. Ólafur Stephensen Kór Langholtskirkju og Stórsveit Reykja- víkur 24.11. 2001: Lofgjöröardjass. Ein- söngvarar Andrea Gylfadóttir, Bergþór Pálsson, Harpa Haröardóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Einholti 2 • sími 552 3150 Panasonic AF HVERJU lækkaði Bónus bókaverðið um síðustu helgi? ^Athugaðu málið' hjá okkur. , ÚS'oÁeíóúrí ®85 LÁRUSAR BLÖNDMJ Listhúsinu, Engjatolgi 17-19 Smáauglýsingar 550 5000 Sígraent eöaltré í hæsta gaeðaflokki frá skátunum prýðir nú þúsundir ísknskra heimila. 10 ára ábyrgð í* 12 stærðir, 90 - 500 cm Stálfótur fylgir t* Ekkert barr að ryksuga Truflar ekki stofublómin f* Eldtraust t* Þarf ekki að vökva f* íslenskar leiðbeiningar f* Traustur söluaðili f* Skynsamleg fjárfesting d%D Bondolog íslenskro skáto

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.