Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 2
Hér er gert ráð fyrir venjulegri tilviljunardreifingu.
Þannig tilheyra 2/3 hlutar bænda hinum móttækilegu og hin-
um seinteknu, sjöttihluti eru nýjungamenn og hinir fram-
sæknu og sjöttihluti eru drollarar.
Rannsóknir veita einnig upplýsingar um mun á einstakl-
ingunum í hópunum hvað varðar persónulega eiginleika og
tekjur. Nýjungamennirnir eru þannig opnir og fúsir að
taka áhættu. Þeir eru að jafnaði ungir, þjóðfélagsleg staða
þeirra er góð, þeir stunda sérhæfða framleiðslu og búa við
góðan efnahag. Hinir framsæknu eru af öðrum bændum
álitnir til fyrirmyndar, þeir standa efnalega traustum fótum
og reka tiltölulega stór bú og sérhæfð. Drollararnir eru aft-
ur á móti ákaflega seinir að nýta sér nýja tækni og eru því
vanabundnir, gamaldags, ósérhæfðir, njóta lítillar virðingar,
hafa lítil bú og litlar tekjur.
Prófessor Cochrane við Minnesota háskólann í Bandaríkj-
unum notar grófari flokkun Tvo fyrstu flokkana kallar
hann vorfugla (Mr. Early Bird). Stærstu flokkana tvo kallar
hann meðalmennina (Mr. Average). Síðasta hópinn telur
hann bændur, sem sækjast heldur eftir veiðimennsku og
útilífi, en að leggja sig eftir búrekstri og góðri fjárhagsaf-
komu.
Ég vík síðar að flokkun Cochranes. Áður vil ég fjalla
um, hvað leiðbeiningarþjónustan á við með hugtakinu
„venjulegur lanbúnaður" (det normale landbruk) út frá
slíkri skiptingu bænda. Ég hef reynt að mynda mér skoðun
um þetta með því að lesa þau skrif, sem ég hef fengið send
fyrir þennan fund.
Ég hef ekki fundið neina heildarmynd af því, hvað leið-
beiningarþjónustan álítur „venjulegan landbúnað“, en með
venjulegum landbúnaði á ég við þann landbúnað, sem leit-
ast er við að byggja upp með rannsóknarstarfsemi, leiðbein-
ingarþjónustu og landbúnaðarstefnu. Þó virðist mér á þess-
um skrifum sem leiðbeiningarþjónustan meti mikils eigin-
leika, sem einkum einkenna nýjungamenn og hina fram-
sæknu, eða með því að nota þeirra eigin orð: þá menn, sem
vilja stækka bú sín. Kenning leiðbeinandans virðist því vera
4