Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Síða 7
áhrif á að landbúnaðarframleiðsla þjóðarinnar sé trygg til
lengdar? Svarið er einfalt. Áhrifin eru neikvæð. Framleiðsl-
an byggir í sífellt auknum mæli á hráefnum, sem iðulega
eru framleidd í öðrum heimshlutum. Við vitum frá reynslu
heimsstyrjaldaráranna í Evrópu og frá einstökum hættu-
merkjum, sem við sjáum í heimsversluninni í dag, að land-
búnaður okkar getur hæglega farið úr skorðum vegna þess,
hve hann er orðinn háður innflutningi.
í þriðja lagi. Hvernig samrýmist iðnvæddur landbúnað-
ur því sjónarmiði, að varðveisla auðlinda þjóðfélagsins sé
tryggð til frambúðar? Enn einu sinni er svarið, að samræm-
ið er næsta iítið. Með iðnvæðingunni höfum við ekki aðeins
skipt staðbundnum gæðum fyrir aðkeypt og innflutt,
heldur höfum við tekið í notkun orku varðveitta frá forn-
um jarðsögulegum skeiðum í stað líffræðilegrar orku.
Vinnuafli manna og dráttarkrafti húsdýra, sem hvort
tveggja er hringrásarorka lífs, er skipt fyrir vélar úr málm-
um, sem brenna orku úr olíulindum, en allt eru þetta tak-
markaðar birgðaauðlindir. Þegar hinum alhliða búskap,
þar sem búfjárrækt og jarðrækt voru í góðu samhengi, var
breytt í nýtísku sérhæfða framleiðslu, sem iðnvæðingin hef-
ur skapað, var notkun á búfjáráburði að mestu hætt en í
staðinn kom tilbúinn áburður. Illgresiseyðingu í akurlendi
fyrri tíma hefur verið hætt en þess í stað koma efnafræðileg
illgresiseyðingaefni og vélar til dreifingar á þeim. I ofanálag
á allt þetta höfum við fengið landbúnað, sem krefst aukins
vélarafls og orku til flutninga, sem áður voru óþekktir.
1 fjórða lagi. Hverjar eru félagslegar (sosial) og þjóðfé-
lagslegar (sosiologisk) afleiðingar iðnvæðingarinnar? í því
þjóðfélagi, sem við búum við, er það grundvallaratriði, sem
allir stjórnmálaflokkar telja sig sammála um, að hver ein-
staklingur sé frjáls um val á starfi og búsetu. Fólk skal ekki
þvingað til að breyta um atvinnu né að flytja úr heimahög-
um sínum. Allt slíkt á að gerast af frjálsum vilja. Hin stöð-
ugt nrinnkandi þörf fyrir vinnuafl, sem breytingin í iðn-
væddan landbúnað hefur haft í för með sér, leiðir til, að
landbúnaðurinn veitir stöðugt færri einstaklingum atvinnu.
9