Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Side 8
Þetta er einungis óhjákvæmileg afleiðing þess, að duglegustu
framleiðendurnir verða stöðugt að auka hlutdeild sína í
markaðinum til að geta selt alla framleiðslu sína. Þróunin
er því sú, að landbúnaðurinn verður aðeins opinn hinum
hæfustu en allir meðalmennirnir og drollararnir eru útilok-
aðir.
Ég spyr sjálfan mig oft, hvort við, sem fáumst við landbún-
aðarrannsóknir, leiðbeiningar og landbúnaðarstefnumótun,
getum mikið lengur komist hjá að horfast í augu við 511
þau mannlegu vandamál, sem við á síðustu árum án efa
höfum leitt yfir þá verst settu — og þá, sem raunverulega
mest þarfnast hjálpar — meðal bænda.
Ég veit, að mér verður bent á, þegar ég segi þetta, að við,
sem stundum rannsóknir og leiðbeiningar, eigum ekki að
skipta okkur af stjórnmálum, þegar við komum fram sem
fagmenn og sérfræðingar. Þessa staðhæfingu viðurkenni ég
ekki lengur. Því er nefnilega þannig farið, að við erum að
taka þátt í stjórnmálum með starfi okkar, þegar við sviptum
hina dugminni bændur og þá, sem búa í verst settu héruð-
unum, lífsviðurværi þeirra. Þeir, sem hafa fylgst með hug-
myndum mínum í þessu erindi fram að þessu, hafa skilið, að
ég efast um af ýmsum ástæðum, að við getum né eigum að
láta þróun í landbúnaði halda áfram í átt að aukinni iðn-
væðingu. Og þeim hefur einnig skilist, að heiti greinarinn-
ar, að finna valkosti til þess landbúnaðar, sem við búurn
við í dag, er ekki aðaláhugamál mitt. Það, sem ég vil helst
ræða, er hverra kosta er völ við það, sem ég hefi hér nefnt
iðnvæddan landbúnað.
Iðnvæðingin hefur leitt landbúnaðarstefnumörkunina í
mótsögn (sbr. 39. gr. Rómarsáttmálans). Af því hefur leitt
þjóðfélagsleg togstreita (offramleiðsla og niðurgreiðslur eða
verðfall undir kostnaðarmörk). Þetta verður að hafa í huga,
þegar ræða skal hverra kosta er völ gagnvart hinum iðn-
vædda landbúnaði.
Þegar ég hef nú komist að þeirri niðurstöðu, að orsök
mótsagnanna, sem eru í landbúnaðarhagfræði og landbún-
aðarstefnumörkun, er sti þrónn, sem hér er kölluð iðnvæð-
10