Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 10
slíkri landbúnaðarstefnumörkun sé auðvelt að koma í fram- kvæmd? Nei, það gerum við ekki. Aftur á móti er tíðarand- inn orðinn slíkur, að unnt er, bæði meðal bænda, forystu- manna þeirra og í stjórnarmiðstöðvum landbúnaðarins, að draga í efa þörf á vélvæðingu og iðnvæðingu í landbúnaði, án þess að vera álitinn geðbilaður. Fyrir nokkru áttu þeir á hættu að verða sakaðir um að vinna gegn hag bænda og hinna dreifðu byggða, ef þeir sögðu eitthvað, sem túlka mátti sem efasemdir við að tekjulegur og þjóðhagslegur hagur væri af sífellt aukinni iðnvæðingu í landbúnaði. Ástæða þess, að þetta er ekki lengur bannfært, held ég sé sú, að þróunin er á góðri leið með að eyðileggja framfærslu- möguleika fjölskyldubúanna í ýmsum greinum landbúnað- arins. Hún hefur gengið svo langt t.d. í framleiðslu svína- kjöts, eggja og kjúklinga, að alla framleiðslu til þarfa þjóð- arinnar má auðveldlega fá á örfáum iðnvæddum búum. Ef við viljum ekki horfast í augu við hið neikvæða sam- hengi milli aukinnar tækni- og skynvæðingar annars vegar og annarra markmiða í landbúnaðarstefnumótun, sem ég hefi nefnt hins vegar, en þess í stað stuðla áfram að því að iðnvæðingin gangi sinn gang, held ég að a.m.k. norskur landbúnaður lendi innan skamms í kreppu, sem honum kann að reynast erfitt að komast úr. Það virkar því á mig sem beðið sé um hjálp til að fresta um skamma stund skip- broti atvinnuvegarins að ræða um hvaða nýja vinnustaði það fólk á kost á, sem ekki finnur sér vinnu lengur í land- búnaði og iðnvæðingin ýtir út. Slíkar aðgerðir eyða ekki þeim orsökum, sem gera lífið stöðugt erfiðara fyrir fleiri og fleiri bændur og byggðarlög. Hér hef ég fjallað um hvernig við verðum að sjá tækni- þróun landbúnaðarins í samhengi við önnur þjóðfélagshlut- verk hans í stað þess að láta landbúnaðarstefnuna einhliða stjórnast af skammtíma rekstrarsjónarmiðum. Eg vona, að mér hafi að minnsta kosti tekist að gera það ljóst, að til að ná markmiðum, sem tengd eru langtíma auðlindavarðveislu, búsetu og langtíma öryggi í matvælaframleiðslu verðum við að beita öðrum hjálpartækjum í stefnumörkun land- 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.