Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 16
2. Rœktun.
Vaxtargeta rýgresis nýtist bezt með því að sá því sem fyrst
á vorin. Tilraun, sem gerð var í Norður-Noregi3 sýndi,
að uppskera minnkaði um 0,45—0,55 hkg/ha af heyi fyrir
hvern dag, sem sáning dróst að vori. Auk þess er rýgresi
viðkvæmt fyrir þurrki, einkum meðan það er að spíra og
festa rætur, en það háði þó ekki vexti á framangreindri til-
raun. Er því áríðandi að nýta jarðrakann á vorin auk vaxtar-
tímans.
Hér á landi er yfirleitt stefnt að því að fá tvær uppskerur
af rýgresi á sumri, en erlendis fást allt að fjórar uppskerur
á vaxtaskeiðinu. Hérlendis hefur gefizt vel að slá aðra upp-
skeruna í vothey, en beita hina. Hagkvæmt er þá að hin
fyrri sé slegin, t. d. með sláttutætara, en hin síðari beitt,
vegna þess, að traðk dregur meira úr endurvexti en ein um-
ferð véla, enda er grasrótin gisin og viðkvæm snemma sum-
ars. Einnig er auðveldara að halda niðri arfa með slætti en
beit. Ef hins vegar fyrri uppskeran er beitt, annað hvort sem
hreinræktað rýgresi eða t. d. með byggi, er æskilegt að fara
yfir landið eftir beit með sláttuvél eða sláttutætara til að
hreinsa það fyrir endurvöxtinn.
3. Áburður.
I Norður-Noregi7 eru teknar tvær uppskerur af rýgresi
og er ráðlagt að bera á það að vori um 100 N, 30 P og 135
K kg/ha og síðan eftir fyrri uppskeru 40—50 N, 8 P og 40 K,
tvort tveggja í blönduðum áburði. Sunnar í Noregi er ráð-
lagt® að bera á 145-160 N, 50-60 P og 150—160 K kg/ha
og að auki 70—80 kg N milli hverra slátta, en þeir geta ver-
ið þrír til fjórir.
4. Nýting.
Kostir rýgresis eru mestir, þar sem þörf er á sumar-
og/eða haustbeit handa nautgripum og sauðfé. Rýgresi
keppir þannig við aðrar grænfóðurtegundir, en síður við
túnræktun. Með rýgresi má sá fræi af öðru grænfóðri, svo
18