Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 17
sem byggi- sumar- og vetrarrepju og fóðurnæpu. Rýgresi er
vatnsríkt, 88—90% vatn, og dregur það úr hagkvæmni þess
til votheysgerðar. Þurrefnisríkast er talið Westerwoldiskt
rýgresi eftir að það er farið að skríða x, 8. Rýgresi má nota
sem skjólsáð, einkum Westerwoldiskt, vegna þess að það
er fljótsprottnara og ekki eins blaðríkt og þétt og ítalskt rý-
gresi. Þar eð rýgresi er aðgangshörð jurt um næringu og
rými, þarf að gæta þess að sá því ekki þétt sem skjólsáði, bera
minna á en ella er gert á rýgresi og slá það, áður en vöxtur
verður mikill, en í staðinn oftar.
Um sunnanverða Skandinaviu9 er ræktað meira ítalskt rý-
gresi en Westerwoldiskt, en eftir því sem norðar dregur
verður hið síðarnefnda algengara.
TILRAUNIR Á AKUREYRI OG HÓLUM
Sumarið 1973 voru gerðar tilraunir með rýgresi á Akureyri
og Hólum í Hjaltadal. Tilgangur þeirra var að kanna ýmsa
eiginleika rýgresis við hérlend skilyrði. I fyrsta lagi voru
bornir saman tvílitna og ferlitna stofnar og í öðru lagi hið
einæra Westerwoldiska rýgresi við tvíært ítalskt rýgresi. f
þriðja lagi var reynt að finna, hvernig nýta beri einstaka
stofna og undirtegundir rýgresis og í fjórða lagi að finna,
hvernig fóðurgildi og annað efnainnihald þeirra breytist
með þroska.
1. Lýsing tilraunanna.
Eftirtaldir stofnar voru reyndir:
ftalskt rýgresi, tvílitna Dasas 486
ítalskt rýgresi, ferlitna Tetila
Westerwoldiskt rýgresi, ferlitna Tewera
Áburðarskammtar voru 151 N, 58,8 P og 100 K kg/ha.
Á Akureyri var tilraunin skipulögð með deildum reit-
um; stofnar á stórreitum, en sláttutímar á smáreitum. Á
Hólum var tilraunin blokkatilraun. Endurtekningar voru
19