Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Qupperneq 21
artíminn verður langur. Þegar tvíslegið er, gefur Wester-
woldiskt rýgresi mesta uppskeru á Hólum, en ítalska rý-
gresið gefur fullt eins mikið af sér á Akureyri. Endurvöxtur
er yfirleitt minnstur hjá Westerwoldiska rýgresinu, nema
fyrri sláttur sé sleginn mjög snemma, eins og sést þegar fyrri
sláttur er sleginn eftir 51 dag á Hólum.
Ef gerður er samanburður á sprettunni á Akureyri og
Hólum, kemur fram að frestun á sáningu rýrir uppskeru á
Hólum að meðaltali um 11 hkg/ha á 14 dögum, en á Akur-
eyri um 9 hkg/ha á sama tíma.
Tafla 4 sýnir, að vöxtur er meiri á Westerwoldisku rý-
gresi fyrstu 70—80 dagana, ef sáð er snemma. Síðan sprettur
ítalskt rýgresi örar. Við seinni sáðtímann er vöxtur Wester-
woldisks rýgresis örari allan tímann upp í 98 vaxtardaga.
Eru niðurstöður í þessum efnum mjög samhljóða á báðum
Tafla 4: Dagvöxtur, hey hkg/ha á dag.
A kureyri.
Sáðtími 5. júní. Westerwoldiskt rýgresi ítalskt rýgresi
1,— 69. vaxtardags 0,59 0,45
70.— 92. vaxtardags 0,71 0,99
93.—114. vaxtardags 0,28 0,48
Sáðtími 19. júní.
1.—53. vaxtardags 0,42 0,40
54.-76. vaxtardags 1,22 1,09
77.-98. vaxtardags 0,50 0,33
Hólar.
Sáðtími 2. júní. Westerwoldiskt rýgresi ítalskt rýgresi
1,— 65. vaxtardags 0,38 0,24
66,— 87. vaxtardags 1,52 1,45
88,—109. vaxtardags 0,36 0,84
Sáðtími 16. júní.
1,—51. vaxtardags 0,17 0,10
52.-73. vaxtardags 1,54 1,52
74.-95. vaxtardags 0,76 0,61
23