Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Qupperneq 28
önnur efni eru hærri á Akureyri. Þessi staðamunur skapast
af allflóknu samspili milli efnamagns jarðvegs og þroska-
mismunar grasanna við slátt.
3. Ályktanir.
Tilraunirnar sýndu, að munur er á uppskeru á Wester-
woldisku og ftölsku rýgresi. Að meðaltali fyrir alla sláttu-
tíma og báða sáðtíma hefur hið fyrrnefnda gefið meiri upp-
skeru og munar 6 hkg/ha af heyi á Hólum en 2 hkg/ha af
heyi á Akureyri. Af töflu 1 og 2 sést, að vaxtarkjör, hiti og
úrkoma, eru hagkvæmari á Akureyri en á Hólum. Af því
má ætla, að Westerwoldiskt rýgresi gefi betri raun en ítalskt
rýgresi eftir því sem vaxtarkjör eru lakari, en það er í sam-
ræmi við norskar rannsóknir8.
Meltanleiki á Westerwoldisku rýgresi fellur mun hraðar
en á ftölsku rýgresi, enda var það alskriðið eftir um 90
daga, en þá var ítalskt rýgresi tæpast hálfskriðið. Eftir rúm-
lega 50 daga vöxt þurfti um 1,3 kg af heyi í fóðureiningu
af öllum stofnum, en eftir um 110 daga vöxt þurfti 1,7 kg
af heyi af Westerwoldisku rýgresi í fóðureiningu, en 1,5 kg
af ítölsku rýgresi.
Raunhæfur munur var á uppskeru milli sáðtíma og
minnkaði uppskera á Akureyri um 0,56 hkg/ha á hvern
dag, sem sáning drógst, en á Hólum um 0,79 hkg/ha af heyi
á dag. Það er í samræmi við niðurstöður frá Norður-Nor-
egi3, 8, en þar var uppskerurýrnun um 0,50 hkg/ha á dag.
Uppskerurýrnunin á Hólum er meiri en á Akureyri og má
reikna með, að það stafi af minni úrkomu þar um vorið
(tafla 2).
Á báðum tilraunastöðunum var raunhæfur munur milli
sláttutíma og einnig milli sláttufjölda. Mest uppskera fékkst
eðlilega á báðum stöðum eftir lengsta vaxtartímann og þá
hjá Westerwoldisku rýgresi eftir tvo slætti, en ítölsku rýgresi
eftir einn slátt. Þetta kemur heim við rannsóknir frá Norð-
ur-Svíþjóð2. Þessi munur kemur fram á mynd 3. Við styttri
vaxtartíma, eða undir 100 dögum, virðist einn sláttur í flest-
um tilvikum gefa betri raun. Sýnir þetta, hvernig nýta skal
30