Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Side 30
ist hitasumma þurfa að vera 750—800 D° til að vöxtur
ítalsks rýgresis nái vexti Westerwoldisks rýgresis við einn
slátt.
Efnamagn rýgresisins er í flestum tilvikum hærra en ver-
ið hefur í fóðri á Norðurlandi10 og hærra en beinar þarfir
búpenings eru. Þó er fosfórmagnið frekar lágt í fyrri slætti,
einkum á Akureyri, eða allt niður í 0,25%. Ekki er þó endi-
lega hagstæðast fyrir heilsu búfjárins að efnamagn sé allt
sem hæst. Of hátt magn eða óhagstætt hlutfall milli efna er
einnig varhugavert. í tilraunum þessum fer Ca/P-hlutfallið
hvergi niður fyrir 1,0 nema stöku sinnum í endurvexti á
Hólum. Hætta á graskrampa er talin mest ef magíummagn
er lágt, en kaliíum og proteinmagnið hátt. Magníummagnið
er hvergi tiltakanlega lágt, þó lægra á Hólum en Akureyri
og þar er próteinmagnið einnig hærra.
YFIRLIT
Grein þessi fjallar um ræktun rýgresis til beitar eða vot-
heysgerðar. Eru lagðar fram niðurstöður tveggja samstæðra
tilrauna frá árinu 1973, annarar á Akureyri og hinnar á Hól-
um, þar sem gerður var samanburður á sprettu þriggja rý-
gresisstofna. Stofnarnir voru: Tewera (Westerwoldiskt rý-
gresi, ferlitna) Tetila (ítalskt rýgresi, ferlitna) og Dasas 486
(ítalskt rýgresi, tvílitna).
Helztu niðurstöður voru sem hér greinir:
Westerwoldiskt rýgresi (Tewera) er fljótsprottnara og gef-
ur við einn slátt meiri uppskeru í heyi allt frá upphafi
sprettutímans og fram á haust. ítalska rýgresið (Tetila og
Dasas) vex mest síðari hluta vaxtartímans og heldur meltan-
leikanum miklu lengur en Wetsterwoldiskt rýgresi, þannig
að eftir 75 daga sprettu eða lengri tíma gaf ítalska rýgresið
fleiri FE af hektara.
Samanburður á tvílitna og ferlitna Itölsku rýgresi (Dasas
og Tetila), sýndi að hið tvílitna vex nokkru hraðar framan
af en að hið ferlitna nær yfirhöndinni eftir rúma 100 daga.
32