Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Síða 37
lagið 8—10 sm, mjög dökkbrúnt, grófkornað, einkum í þúf-
unum.
Aðalteg. milli þúfna: Snarrót; en aukategundir: Vegarfi,
kornsúra, stinnastör, mýrfjóla og engjamosi (Rhytid. squ-
arrosus).
Á þúfunum ríkja: Blóðberg, grasvíðir, brjóstagras, korn-
súra, móasef, stinnastör og þursaskegg; en aukategundir eru:
músareyra, vegarfi, klóelfting, vallelfting, lambagras, gull-
mura, hvítmaðra, jakobsfífill, sýkisgras, lógresi, axhæra,
vallhæra o. fl.
Þessir mosar eru mest áberandi á þúfunum: Drepanoclad-
us uncinatus, Hylocomium splendens og Rhacomitrium
lanuginosum, með blettum af Dicranum spp. Svarðlíf er
áberandi mikið í mosanum, einkum jarðlýs (Arctortheca
catapracta), og kóngurlær á yfirborðinu.
IV. Flag, þ. e. náttúrlegt smápöldruflag í mýrarjaðri,
sunnan Víkurbakka (á Hagaleytinu). Halli óverulegur. Um
fjórðungur þakinn gróðurpöldrum, en mjög strjáll gróður
á milli. Efsta lagið, um 10 sm, gulgrábrúnt, leirkennt, laust,
en þar undir þétt, móhellukennt lag.
Aðaltegundir í pöldrunum: skriðlíngresi, blómsef, blá-
vingull; aukategundir: músareyra, kornsúra, blóðberg,
skeggsandi, vorblóm o. fl.
Á milli paldranna vaxa á strjálingi: mýrasauðlaukur,
flagahnoðri, naflagras og krækiltegund. Enginn mosi eða
skófir.
V. Mýri, þ. e. hallamýri eða dýjamýri, nærri slétt, hallar
um 3—5° í NA, mjög blaut, jarðvatnið oftast í yfirborðinu.
Mikið gegnsig vatns, vegna linda, sem eru skammt frá.
(Brunnmýrin). Allþéttur og samfelldur gróður með mikl-
um mosa. Efsta jarðvegslagið, um 8 sm, dökkbrúnt með
þéttri rótarflækju, þar undir ljósbrúnt, torf(mó)kennt lag,
um 20 sm.
Aðaltegundir: Mýrastör, mýraelfting, vetrarkvíðastör,
kornsúra, mýrafinnungur, bláberjalyng, brjóstagras.
Aukategundir: Hengistör, engjarós, krækilyng o. fl.
Mosar: Calliergon giganteum (mikið), Drepanocladus
39