Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Side 48
Tafla 4. Rúmþyngd (g/sm3) jarðvegs í nokkrum gróður-
lendum í mismunandi dýpt.
Gróðurlendi Dýpt sm Tún Gras- mór Lyng- mór Hrís- mór Snjó- daeld Mýri Kalið tún Melur
0- 2,5 0,31 0,31 0,22 0,08 0,42 0,15 0,33 0,91
2,5- 5,0 0,44 0,43 0,38 0,31 0,64 0,18 0,31
5,0- 7,5 0,69 0,46 0,52 0,40 0,73 0,22 0,34
7,5-10,0 0,65 0,49 0,61 0,41 0,73 0,21 0,34
10,0-12,5 0,76 0,46 0,62 0,50 0,39
12,5-15,0 0,51 0,50 0,58 0,35 0,33
15,0-17,5 0,64 0,36
17,5-20,0
20,0-22,5 0,56 0,40
Meðaltal 0,58 0,42 0,48 0,37 0,61 0,25 0,34
breytingar á kalsíummagni í sömu dýptum. Nokkurt já-
kvætt samhengi er oft talið á milli sýrustigs og kalsíum-
magns. Af ofansögðu er þó greinilegt að svo er ekki í þurr-
lendisjarðveginum, þar sem sýrustig hækkar jafnframt því
að kalsíummagnið lækkar. Á þessu gæti verið sú skýring að
jónrýmd jarðvegsins minnkaði einnig með dýpt, þannig að
þó kalsíummagnið minnki þá hækki samt basamettun jarð-
vegsins og þar með sýrustigið. I mýrarjarðveginum er þessu
öfugt farið og jákvætt samhengi nokkurt milli sýrustigs og
kalsíummagns.
SAMANBURÐUR Á SMÁDÝRALÍFI
í RANNSÓKNAREITUNUM
Niðurstöður dýratalninganna eru sýndar í töflu 5.
Eins og fyrr var getið og fram kemur í töflunni, voru tekin
sýni úr rannsóknareitnum á Víkurbakka, á tímabilinu 27.
ágúst til 4. okt. sumarið 1969, þ. e. aðallega í september-
mánuði, en á þeim tíma er jarðvegslífið vanalega í há-
marki. í sýnunum reyndist vera mjög ríkulegt jarðvegslíf,
50