Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 50
og ættu niðurstöður einstakra reita, að vera nokkuð sam-
bærilegar, þar sem ekki leið lengra á milli töku sýnanna.
Við samanburðinn er þess að gæta, að jarðvegssniðin eru
allmisjöfn, sbr. mynd 1, einkum er tekur til efsta hlutans,
þar sem dýralífið er auðugast. Þannig má telja að hið venju-
lega yfirborðslag (A-lag eða húmus eða gróðurmoldarlag)
vanti í reiti IV (flag) og VII (mel). Þá er mosalagið einnig
mjög mismunandi, en þykkast er það í lyng- og hrísmóum
(VI og VIII) og í mýrinni (V). í túnreitunum (I og II) og
í snjódældinni (IX) er það hverfandi og í flaginu (IV) og
kalreitnum (X) er það ekki til.
Þessar aðstæður speglast vel í magni jarðvegslífsins. Ef
sleppt er ræktuðu landi, þá er það því fjölbreyttara sem
mosalagið er þykkra og meiri gróðurmold. Sjálfur gróður-
inn virðist og hafa mikil áhrif. Gróðursnautt land er jafn-
framt fátækt af jarðvegsdýrum, og einhæfur gróður virðist
hafa svipuð áhrif. Góð ræktun virðist auka jarðvegslífið.
Loks hefur jarðvatnið afgerandi áhrif, sem einkum birtist í
fækkun smáliðdýranna (maura og mordýra) en fjölgun orm-
dýranna, með vaxandi bleytu. Frá þessum reglum víkja þó
einstakir dýraflokkar allverulega, einkum nálormamir
(Nematoda), enda virðast þeir stundum vera í öfugu hlut-
falli við allt annað jarðvegslíf, af þessari stærðargráðu.
Ef litið er á töfluna sést að þrír af reitunum skera sig sér-
staklega úr, hvað snertir fáskrúðugt smádýralíf, en það eru
reitir númer IV (flag), VII (melur) og X (kalblettur í ný-
rækt). Er þetta í samræmi við þær meginreglur, sem að ofan
var getið, þ. e. í reitum þessum er lítill og einhæfur gróður,
lítið eða ekkert mosalag, og gróðurmold lítil eða engin.
Hins vegar er fjöldi nálorma mjög mikill í kalblettinum
(X) og lítið fyrir neðan meðallag í flaginu. (Gæta ber þess
að tölurnar í efra dálkinum úr VII (mel) eru meðaltöl
tveggja yfirborðssýna, 0—2,5 sm dýpi, en í VI (flagi) eiga þær
við eitt yfirborðssýni, en þetta breytir þó varla miklu um
heildarfjölda liðdýranna). Athyglisverður er fjöldi maura í
VII (mel), en þeir virðast bundnir við gróðurtægjurnar,
einkum rjúpnalaufið á melnum.
52