Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Side 52
Hér að framan hefur að nokkru verið rætt um gróðurfar,
dýralíf og eðlis- og efnaeiginleika þeirra reita, er til rann-
sókna voru valdir á Víkurbakka sumarið 1969. Ljóst er að
þessir þættir eru nátengdir. Þó rökstyðja megi að einn þátt-
ur sé frekar orsök annars en öfugt, t. d. að hæfilegt efna-
magn í jarðvegi samfara hagstæðri byggingu hans og raka,
sé frumskilyrði fyrir jurta- og dýralífi, þá verður ekki und-
an því vikist að einmitt jurta- og dýralífið á sinn stóra þátt
í að forma eðlisástand moldarinnar og er jafnvel að nokkru
leyti áhrifavaldur um efnamagn jarðvegsins. Frá sjónarhóli
þeirra, sem fást við að grúska í samhengi tilverunnar, þá er
þetta samspil jurta, dýra og moldar veigamikill kubbur
þeirrar heildarmyndar af náttúrunni, sem við erum að leit-
ast við að byggja.
Frá hagrænu sjónarmiði, (fyrir hina, sem gæði heimsins
skipta mestu máli), þá sýna niðurstöður í framan rituðu
máli að nokkuð má af þeim læra, um það hver séu hagstæð-
ustu ræktunarlöndin, og að vissu leyti hvernig meta megi
gæði þeirra. Niðurstöðurnar sýna að góð ræktun gefur fjöl-
skrúðugt dýralíf og gæti því mæling á fjölbreytni fánunnar
ein orðið nokkur mælikvarði á gæði landsins. Á sama hátt
getur flóra landsins gefið veigamiklar upplýsingar um
efna- og eðlisástand jarðvegsins, ef vitað er um næringar-
kröfur hinna einstöku tegunda. Oft á tíðum myndi athugun
og ákvörðun á einum af margræddum þáttum, vera nægi-
leg til þess að fá sæmilegt mat á landi, svo náið eru þeir
tengdir. Rétt er þó að benda á, að í mörgum tilvikum er
meira öryggi í því að ákvarða fleiri en einn þátt, áður en
endanlegur dómur er lagður á ræktunarhæfni eða frjósemi
Iandsins.
54