Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 82
ÓLAFUR G. VAGNSSON og BJARNI E. GUÐLEIFSSON:
NIÐURSTÖÐUR NOKKURRA
TILRAUNA MEÐ KARTÖFLUR
Á VEGUM TILRAUNASTÖÐVARINNAR
Á AKUREYRI
INNGANGUR
Kartöflutilraunir hafa verið gerðar við Gróðrarstöðina á
Akureyri allt frá árinu 1904. í Ársriti Ræktunarfélags Norð-
urlands hafa birzt niðurstöður tilraunanna fram til ársins
1951 (Jakob H. Líndal 1913, Ólafur Jónsson 1934, 1950,
Árni Jónsson 1952). Tilraunaverkefni hafa verið margvísleg,
en höfuðáherzla hefur verið lögð á afbrigðatilraunir, þar
sem reynt er að finna hvaða afbrigði henti bezt, þ. e. gefi
mesta og bezta uppskeru.
Árangur þessara tilrauna hefur orðið sá, að ekkert nýtt af-
brigði hefur tekið varanlega þá forystu, sem Gullauga og
Rauðar íslenzkar hafa haft í kartöflurækt hérlendis. I til-
raunum á Sámsstöðum (Klemenz Kristjánsson 1953) virtist
helzt að afbrigðið Ben Lommond, gæti keppt við Gullauga
í uppskeru. I tilraunum á Suðvesturlandi (Sturla Friðriks-
son 1954) voru afbrigðin Sequoia, Kennebec, Bintje og
Eigenheimer uppskeruhæst. í tveggja ári tilraunum á Ak-
ureyri (Árni Jónsson 1952), reyndist Bintje svipað og Gull-
auga. Upp úr þessu var Bintje svo tekið til almennrar rækt-
unar og hefur lengst af síðan verið mikið ræktað ásamt
Gullauga og Rauðum íslenzkum.
84