Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 86
AGN
Mynd 1. Hilamagn (júni—ágúst) og uppskerumagn árin 1950—1961.
bragðgæða. Þau þrjú afbrigði, sem mesta uppskeru gefa af
söluhæfum kartöflum gefa lítið smælki, þannig að ef litið er
á heildaruppskeru gefa aðeins afbrigðin Byrne, Rya, Skán I
og Ben Lommond meiri uppskeru en Gullauga.
B, Áhrif veðurfars d sprettu.
í fyrrgreindum afbrigðatilraunum hefur Gullauga verið
ræktað samfellt í 12 ár, 1950—1961. Mikil sveifla hefur ver-
ið í uppskerunni á þessu tímabili, varð uppskera mest árið
1953 403 hkg/ha af söluhæfum kartöflum, en minnst 1956
aðeins 10 hkg/ha.
Kartöflurnar voru settar niður á tímabilinu frá 25/5—
12/6 en yfirleitt var tekið upp seinni hluta september. Sum
árin lauk sprettu vegna frosta síðast í ágúst eða í byrjun
september.
Athugun á áhrifum hita og úrkomu leiddi í ljós, að hita-
magn yfir sprettumánuðina júní, júlí og ágúst var besti
mælikvarði á áhrif hitans á uppskerumagn, er samband hita-
magns og uppskeru sýnt á mynd 1. Árum er raðað eftir
uppskerumagni, og sést að súlur fyrir hitamagni fylgja upp-
skerumagni allvel. Þó eru þrjár undantekningar. Árið 1954
er uppskeran óeðlilega mikil miðað við hitasummu og er
ekki unnt að útskýra þetta. Árin 1955 og 1959 er uppskeran
89