Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 87
Tafla 3. Vaxandi N, P og K meðaltal 8 ára,
afbrigði Gullauga.
Áburður, hrein efni kg/ha Söluhæf uppskera hkg/ha Smælki hkg/ha Þurrefni %
N P K
60 31 75 135 35 19,0
120 63 149 148 37 19,1
180 94 224 170 36 18,5
240 126 299 181 38 18,2
300 157 374 182 39 18,4
hins vegar óeðlilega lítil miðað við hitamagn, og stafar þetta
af óvenjumiklum þurrkum á vissum tímum framan af
sprettuskeiðinu bæði þessi ár. Fylgnistuðull (r) hitamagns
og uppskeru er 0,76*#, en af framansögðu er ljóst, að hiti
og úrkoma hefðu sameiginlega fylgt uppskerunni mun
betur.
C. Tilraun með vaxandi skammta af N, P og K.
A töflu 3 eru birtar niðurstöður tilraunar með vaxandi
magn alhliða áburðar.
Eins og af töflunni sést, fer uppskera vaxandi með auknu
áburðarmagni, en þurrefnismagn virðist minnka lítilshátt-
ar. Lítill uppskeruauki er fyrir síðasta viðbótarskammt og
virðist því ekki ástæða að bera meira á en næststærsía
skammt, 240 kg N, 126 kg P og 299 kg K/ha. Er þetta svipað
því magni sem ráðlagt er nú, eða ca. 34 pk af garðáburði
14—18—18, fosfórmagn þó nokkru minna en kalímagn
meira. Hvað varðar köfnunarefnismagn, þá virðist niður-
staðan svipuð og í öðrum tilraunum (Klemenz Kristjánsson
1953, Bjarni Helgason 1970).
D. Skipting á utsœðiskartöflum.
Tilraun þessi, sem gerð var 1954, var framkvæmd þannig,
að úr útsæðiskartöflunum voru skorin augun með spírun-
90