Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 89
Tafla 5. Vaxtarrými kartaflna, meðaltal 5 ára.
Áburður 60 tonn mykja-|-100 kg N, 52 kg P og 125 kg K/ha.
Söluhæf uppskera hkg/ha Smælki hkg/ha
2 kartöflur á metra 110 43
3 kartöflur á metra 133 44
4 kartöflur á metra 156 59
5 kartöflur á metra 157 75
3x2 kartöflur á metra 165 83
fleiri kartöflur eru settar á hvern metra, enda fer þá að
bera á samkeppni um næringu og aðra vaxtarþætti.
F. Illgresiseyðing.
Árið 1973 var gerð tilraun með mismunandi magn af ill-
gresiseyðingarlyfinu Afalon í Ystu-Vík, Grýtubakkahreppi.
Niðurstöður tilraunarinnar sjást á mynd 1. Uppskeran er
svipuð þar sem notuð voru 1 og 3 kg á ha en nokkru minni
þegar notað var 5 kg, og eins þar sem ekkert lyf var notað.
Það skal tekið fram að talsverður arfi var í þeim reitum sem
ekki voru úðaðir, en allir hinir reitirnir voru svo til arfa-
lausir. Bragðeinkunnin, sem er meðaltal athugana hjá 6
einstaklingum, bendir eindregið til þess að kartöflurnar hafi
verið því verri sem meira var notað af lyfinu. Þyrfti þetta
nauðsynlega frekari rannsókna við. Ýmsar aðrar tilraunir
hafa verið gerðar með illgresiseyðingu á Tilraunastöðinni,
margar með lyf, sem nú eru ekki á markaðinum. Yfirleitt
hefur notkun lyfja aukið uppskeru, en í sumum tilvikum
hafa þó stórir skammtar dregið úr henni, svipað því sem
varð í fyrrgreindri tilraun.
92