Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 123
Frá Ævifélagadeild Akureyrar:
Ármann Dalmannsson,
Björn Þórðarson,
Þorsteinn Davíðsson.
Frá Búnaðarsambandi S.-Þing.:
Teitur Björnsson, Brún,
Ari Teitsson, Brún.
Frá Búnaðarsambandi N.-Þing.:
Þórarinn Kristjánsson, Ffolti,
Þórarinn Haraldsson, Laufási.
Auk þessara fulltrúa voru mættir stjórnarmennirnir
Bjarni Guðleifsson og Helgi Jónasson. Þá voru einnig
mættir á fundinum flestir héraðsráðunautar á félags-
svæðinu.
2. Starfsskýrslur ráðunauta félagsins:
a. Skýrsla Þórarins Lárussonar. Var skýrslunni útbýtt
fjölritaðri til fundarmanna.
b. Skýrsla Jóhannesar Sigvaldasonar. Var hans einnig
útbýtt meðal fundarmanna.
Nokkrar umræður fóru fram um skýrslurnar. Fundar-
stjóri þakkaði skýrslurnar. Teitur Björnsson gerði það
einnig og ræddi nokkur atriði í skýrslunum. Ármann
Dalmannsson fagnaði því að það hefði fengist í gegn að
þeir Jóhannes Sigvaldason og Þórarinn Lárusson væru
nú orðnir ráðunautar félagsins, þá spurðist hann fyrir
um hvað liði flutningi Tilraunastöðvarinnar frá Akur-
eyri, og hvað yrði um Gróðrarstöðina. Jóhannes og
Bjarni tóku til máls. Kom það fram að verið er að
flytja tilraunastöðina að Möðruvöllum í Hörgárdal.
Gróðrarstöðin var seld Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins 1963, og verður ráðstafað af þeirri stofnun. Þá
ræddu þeir einnig skýrslurnar Þórarinn Lárusson, Þór-
arinn Haraldsson og Jóhannes Sigvaldason.
126