Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 125
6. Erindi Magnúsar B. Jónssonar skólastjóra á Hvann-
eyri.
Ræddi skólastjórinn nm kynbætur nautgripa. Kyn-
bætur auka afurðir búfjárins og mest þeir eiginleikar
sem skapa verðmætin. Framför í kynbótum mest háð
fjölda valinna eiginleika. Mikilvægast í nautgriparækt
er að meta rétt kynbótagildi nautanna. Afkvæmarann-
sóknir og skipulag þeirra undirstaða kynbótanna. Reynt
er að meta árlega erfðaframför. Kúafjöldinn 40 þús.
kýr, helmingur skýrslufærðar. Fremur fáir gripir í hóp
gefa meiri erfðaframför, vegna þess að þá er hægt að
velja á eftir milli nautanna. Afurðahópar með ca 80
dætur gefa 1% erfðaframför á ári og val úr um 30 naut-
um. Óreynd naut eiga að endurspegla meðaltal á þeim
tíma sem þau eru valin. Ætla má að mest erfðaframför
náist með því að nota reynd og óreynd naut til jafns.
Sæðismagn úr hverju nauti virðist vera eðlilegt 6—8
þús. skammtar. Af 30 afkvæmareyndum nautum noíast
tvö til þrjú sem nautsfeður. Nákvæmt og traust skýrslu-
hald með fljótari úrvinnslu er algjör forsenda að kyn-
bótastarfi. Bóndinn þarf að skilja tilgang skýrsluhalds-
ins. Stefna þarf að sameiningu nautastöðvanna í land-
inu. Betra að hver bóndi noti sem flest naut.
Erindi Magnúsar var þakkað með lófataki.
Nokkrar umræður og fyrirspurnir komu fram. Þessir
tóku til máls. Haukur Halldórsson, Ólafur Vagnsson,
Jóhannes Sigvaldason, Ari Teitsson, Þórarinn Lárusson,
Jón Viðar Jónmundsson, Teitur Björnsson.
Að síðustu talaði Magnús og svaraði framkomnum
fyrirspurnum. Taldi hann bitamerkingar kálfa örugg-
astar til að tryggja rétta ættfærslu. Þá kom fram að hann
telur æskilegt að koma á fót sameiginlegri nautauppeld-
isstöð fyrir allt landið og þar færu fram vaxtarhraðamæl-
ingar á nautum. Taldi hann ekki ástæðu til að óttast
skyldleikarækt við núverandi aðstæður.
128