Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 3
Þorsteinn Valgeirsson frá Auðbrekku í Hörgárdal lést
1980, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands og ráðu-
nautur og verslunarmaður í Reykjavík.
Svo er sem sjá má hafa þessir menn allir lagt drjúgan skerf
til íslensks og þó einkum norðlensks landbúnaðar á starfsæfi
sinni, enda þótt hún hafi verið mjög mislöng. Flestir hafa þeir
starfað á félagssvæði Ræktunarfélags Norðurlands og eru þeir
það reyndar sumir enn, og Egill Bjarnason er núverandi for-
maður Ræktunarfélagsins. Ég tel að grundvöllurinn að þeim
þrótti sem verið hefur í norðlenskum landbúnaði og í starf-
semi Ræktunarfélags Norðurlands hafi verið lagður þegar
þessir norðlensku bændasynir ákváðu árið 1947 að sækja um
inngöngu í framhaldsdeildina á Hvanneyri.
Vörusala
Pöntunarfélag Ræktunarfélags Norðurlands hefur
á undanförnum árum flutt inn frá fyrirtækinu
Ketchum í Kanada ýmsar vörur fyrir bændur. Má
nefna lambamerki úr áli, plastmerki í kýr og kálfa,
bitatangir, sogvara fyrir kýr og kvígur, lambapela,
inngjafaflöskur, brennijárn, einnota júgurþurrkur,
fæðingahjálp fyrir lömb, fóðurskóflur með vog,
lekavara, klaufnaklippur og geldingatangir.
Pöntun fer einungis fram tvisvar á ári og þeir sem
vilja láta útvega eitthvað af slíkum smávörum þurfa
að panta þær fyrir 15. febrúar eða 15. október ár
hvert í síma 96-24733.
Ræktunarfélag Norðurlands.
5