Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 95
Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga:
Jóhann Helgason.
Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga:
Erlingur Arnórsson,
Hálfdán Björnsson,
Sigtryggur Vagnsson.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar:
Stefán Halldórsson,
Sveinn Jónsson,
Þóranna Björgvinsdóttir,
Sigurgeir Hreinsson.
Búnaðarsamband Skagafjarðar:
Egill Bjarnason,
Jón Guðmundsson,
Sigurjón Tobíasson.
Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga:
Jóhann Guðmundsson.
Búnaðarsamband Vestur-Húnvetninga:
Aðalbjörn Benediktsson.
Ævifélagadeildin:
Þorsteinn Davíðsson,
Björn Þórðarson.
Auk framangreindra fulltrúa var mættur gestur fundarins Jón V.
Jónmundsson, flestir héraðsráðunautar og starfsmenn búnaðarsam-
bandanna á félagssvæði Ræktunarfélags Norðurlands.
5. Umræður um skýrslur: Aðalbjörn Benediktsson ræddi um fosfórþátt-
inn í máli Jóhannesar Sigvaldasonar. Jafnframt tók hann undir
áhyggjur Jóhannesar af byggðaþróuninni. Sveinn Jónsson þakkaði
skýrslur starfsmanna. Lýsti hann m.a. áhyggjum sínum yfir undan-
haldi landbúnaðar. Sveinn taldi að heildarskipulag fyrir Möðruvelli
vantaði. Taldi hann að í sveitum væru næg atvinnutækifæri t.d. í
aukinni þjónustu. Jón Guðmundsson taldi að bændur þyrftu að aðlaga
þau ráð sem þeir þiggja aðstæðum hverju sinni. Jafnframt gagnrýndi
Jón uppbyggingu minkahúss á Möðruvöllum. Byggðaþróunin og
stefna hennar var Jóni áhyggjuefni og taldi hann að flytja mætti meira
af þjónustugreinum út á land. Ævarr Hjartarson svaraði framkominni
gagnrýni á uppbyggingu minkahúss á Möðruvöllum. Ari Teitsson
þakkaði skýrslur og lýsti yfir áhyggjum af fjárhagslegri hlið reksturs
MÖðruvallabúsins. Jafnframt gagnrýndi hann sölu Möðruvallabúsins
á mjólk fram hjá kerfinu. Ari taldi fosfórumræðuna þarfa.
Jóhannes Sigvaldason svaraði gagnrýni á uppbyggingu minkahúss á
Möðruvöllum, jafnframt svaraði hann framkomnum spurningum um
fosfórinn. Mjólkursölumál Möðruvallabúsins skýrði Jóhannes og upp-
lýsti að engin mjólkursala væri út fyrir landamerki.
7
97