Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 66
HELGI HALLGRlMSSON:
SVEPPABAUGAR OG
HULDURENDUR*
Hringlaga rendur eða baugar í graslendi eru vel þekkt fyrir-
bæri víða um heim. Oft má sjá hattsveppi vaxa í röndum
þessum, í boginni röð, svo þeir eru sýnilega orsakavaldar
(mynd 1). Til eru ýmsar gerðir af þessum röndum. Oft er
röndin mynduð af einföldum baug, með áberandi dökkgrænu
og hávöxnu grasi, en stundum er röndin tvöföld eða þreföld.
Er þá rönd af gulnuðu og rytjulegu grasi næst fyrir innan
dökkgrænu og gróskumiklu röndina, og svo getur þriðja
röndin, með álíka þrifalegu grasi og sú ysta, verið þar fyrir
innan. (Miðað er við stefnuna inn í hringinn). Loks eru svo til
svepparendur án nokkurs tilbreytileika í grasvextinum, og eru
þær raunar algengastar, a.m.k. hér á landi. Sama röndin
getur verið breytileg frá ári til árs, eftir veðráttu og öðrum
aðstæðum. Auk þess flytja rendurnar sig til hliðar, eða út
miðað við hringinn, oftast um nokkra tugi sm á ári og stækka
hringinn þannig.
Skýringin á þessu er það grundvallareðli allra lífvera, að
vaxa eða dreifast til allra átta, og „uppfylla jörðina“ þannig.
Sveppir eru þar engin undantekning. Þegar sveppur nær fót-
festu á einhverjum hentugum stað, byrjar hann strax að vaxa
í allar áttir þaðan, og heldur því áfram á meðan hann lifir.
* Höfundur er náttúrufræðingur og býr nú að Lagarási 2, 700 Egilsstaðir.
68