Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 92
Tilraunir.
1 nóvember 1986 fóru starfsmenn Tilraunastöðvarinnar í
fundaferð um Norðurland. Þeir sem fóru í ferð þessa voru
Bragi Líndal Ólafsson, sérfræðingur RALA á Keldnaholti,
Bjarni Guðleifsson, sérfræðingur á Möðruvöllum og Jóhannes
Sigvaldason tilraunastjóri. Fundir voru haldnir á Lauga-
bakka í Miðfirði, Blönduósi, Miðgarði í Skagafirði, Hólum í
Hjaltadal, Freyvangi í Eyjafirði, Melum í Hörgárdal og
Idölum í Aðaldal. Bragi talaði um fóðrun nautgripa einkum
er varðaði prótein og orku, og að hluta til var ræða Braga um
tilraunir á Möðruvöllum. Bjarni talaði um grasstofna, ræktun
og endurræktun og kalrannsóknir. Jóhannes ræddi um
áburðarnotkun og áburð og sláttutíma að verulegu leyti
byggt á tilraunaniðurstöðum frá Möðruvöllum.
Snemma þessa árs voru hafnar tilraunir í fjósinu á Möðru-
völlum með að reyna að fóðra mjókurkýr sem mest á heyfóðri
eingöngu. Við upphaf tilraunar voru valdar í hana átján kýr
— hvar af tólf voru i svokölluðum kögglahóp — fengu 4 kg af
heyi og köggla af samskonar heyi eins og þær gátu etið. Af
kjarnfóðri fengu þær aðeins eitt kíló. Hey það sem var notað
var mjög gott — af því þurfti 1.5-1.6 kg/FE. Uppgjör þessara
tilrauna er ekki lokið en ljóst er að kýrnar átu heil ósköp af
heyi á þennan hátt og virtust ráða við að mjólka allt að 30 kg
á dag með þessari meðferð. Bragi Líndal hafði veg og vanda af
skipulagi þessara tilrauna en framkvæmd þeirra var í hönd-
um starfsmanna búsins.
Jarðræktartilraunir voru í svipuðu formi og árið áður. f
gangi er tilraun með mismunandi magn áburðarskammta,
nokkrar stofnatilraunir í samræmi við verkefni, gamlar svelti-
tilraunir í Gróðrarstöðinni á Akureyri og tilraunir á vegum
Bjarna Guðleifssonar í tengslum við kal. Tilraunir eru með
kartöfluafbrigði og berjarunna. Þá var í sumar unnið að
rannsóknum á roðamaur svo sem frá er greint í skýrslu Bjarna
Guðleifssonar.
94