Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 41
veita kort 2, 3 og 4. Kort 2 sýnir hæðarvöxt trjáa í Eyjafirði en
kort 3 sýnir % gallalausra trjáa í Eyjafirði. í skýrslunni eru
gallalaus tré skilgreind sem einstofna, bein, með einn topp og
engar stórar greinar. Kort 4 sýnir þau svæði í Eyjafirði þar
sem hægt er að vera með lerki til timburræktar.
4. Vöxtur stafafuru í Eyjafirði.
Hæðarvöxtur stafafuru er háðari þéttleika skógarins en hæð-
arvöxtur flestra annarra trjátegunda. Vaxtarlagið er mjög
gott og er stafafuran yfirleitt beinvaxin og kelur sjaldan, en
athuganir sýndu að 60-95% trjánna reyndust gallalaus.
Stafafuran vex mjög eftir sumarhita siðasta árs og fylgir meira
meðalhita en hitadögum, aðallega í ágústmánuði. Stafafur-
unni er hætt við snjóbrotum, en snjóalög minnka þegar innar
dregur. Kort 5 sýnir þau svæði í Eyjafirði þar sem hægt er að
rækta stafafuru til timburframleiðslu.
5. Áœtlun um bcendaskóga í Eyjafirði 1983-1992.
Þegar upplýsingar könnunar Þorbergs Hjalta Jónssonar lágu
fyrir lagði Skógræktarfélag Eyfirðinga fram eftirfarandi
tillögur, sem undirritaðar voru 14. október 1982:
„1. Á árunum 1983-1992 verði gróðursett í um 600 hektara í
samræmi við meðfylgjandi áætlun Skógræktarfélags Ey-
firðinga.
2. Ríkissjóður greiði plöntuverð og kostnað við gróðursetn-
ingu.
3. Ráðstöfunaraðili fjárveitingarinnar verði þriggja manna
nefnd.
1 henni eigi sæti:
Skógarvörðurinn á Norðurlandi, formaður.
Fulltrúi Búnaðarsambands Eyjafjaðrar.
Fulltrúi Skógræktarfélags Eyjafjarðar.
4. Skógræktarfélag Eyfirðinga annist framkvæmdastjórn
áætlunarinnar. Félagið ráði sérfróðan starfsmann, sem
þiggur laun, fyrst að hluta til, síðan að öllu leyti úr rikis-
sjóði. Starfsmaðurinn gegni hlutverki verkstjóra, úrskurði
um plöntuval og aðstoði við þjálfun vinnuflokka.
43