Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 44
LÖG UM SKÓGRÆKT OG BÆNDASKÓGRÆKT A Alþingi 17. maí 1984 voru samþykkt lög um breytingar á lögum um skógrækt, nr. 3, 6. mars 1955 og voru þær með fyrirsögninni: Um ræktun nytjaskóga á bújörðum. FRAMKVÆMDIR Á ÁÆTLUN UM BÆNDASKÓGRÆKT Vorið 1983 er Brynjar Skarphéðinsson ráðinn til starfa um tíma sem umsjónarmaður bændaskógræktar í Eyjafirði. Síðar um vorið hefjast framkvæmdir, en þá eru bara 15 bændur búnir að girða og gátu byrjað, af þeim eru aðeins 13 sem tóku þátt í könnun Þorbergs Hjalta Jónssonar sumarið áður. En hægt og sígandi fjölgaði bændunum og um vorið 1987 voru þeir orðnir 37. Á þeim fimm árum sem hefur verið plantað hafa bændur borið allan kostnað, að undanskildum plöntunum. Þeir hafa einnig greitt gróðursetningu, en í áætluninni var gert ráð fyrir að ríkið greiddi þann kostnað. Umsjónarmaður hefur leiðbeint og unnið við gróður- setningu ásamt bændum, en margir bændur hafa séð um gróðursetninguna sjálfir. Þeim hefur verið boðið upp á að fá hóp af unglingum úr Vinnuskóla Akureyrar, sem bændur hafa þá greitt laun og umsjónarmaðurinn hefur stjórnað við gróðursetningu. Umsjónarmaðurinn hefur séð um úthlutun á þeim plönt- um sem eru til úthlutunar hverju sinni. Allar gróðursetningar eru vel merktar með heiti, kvæmi, frænúmeri og gróður- setningartíma. Einnig eru skýrslur um fjölda þeirra plantna sem hafa verið gróðursettar á hverjum bæ og tölur um stærð þess lands sem er girt og ógirt hverju sinni. Þessar tölur hef ég sett upp á þann hátt að hver hreppur er tekinn fyrir og síðan er tilgreindur fjöldi bæja og landstærð, þ.e. girt land, ógirt land og heildarstærð. Að síðustu er fjöldi gróðursettra tegunda, en þær eru: Lerki, stafafura, lautré og greni sem var gróðursett 1987. Síðan er tekið hvert gróður- setningarár bæði vor og haust, nema 1987, þá er bara tekin vorgróðursetning. Þessar upplýsingar eru í töflu 4. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.