Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 21
Tafla 1. Gæði heys (kg/FE) á Norðurlandi og í Eyjafirði
árin 1974-1987.
Heygæði (kg/FE)
Ár Norðurland Eyjafjörður
1974 ..................................... 1,84 1,83
1975 ..................................... 1,95 1,86
1976 ..................................... 1,89 1,78
1977 ..................................... 1,93 1,85
1978 ..................................... 1,87 1,82
1979 ..................................... 2,10 2,04
1980 ..................................... 2,03 1,96
1981 ..................................... 2,06 1,97
1982 ..................................... 1,94 1,89
1983 ..................................... 2,03 1,88
1984 ..................................... 2,03 1,96
1985 ..................................... 2,10 2,06
1986 ..................................... 1,85 1,82
1987 ..................................... 1,92 1,89
með ofannefndum gæðum og því mikið atriði að bændur viti
um gæði heyja sinna og mismuni búfé eftir því í hvaða fram-
leiðslu það er. í héröðum þar sem mjólkurframleiðsla er
aðalbúgrein svo sem á Suðurlandi, Eyjafirði, Borgarfirði og
víðar verður meira en þriðjungur heys að vera betri en 1,7
kg/FE — sennilega að lágmarki 40 prósent. Til þess að ná því
marki verða meðaltals heygæði í héraði að vera sem næst 1,8
kg/FE miðað við þá dreifingu sem fundist hefur á niður-
stöðum í þjónustuheysýnum frá bændum á Norðurlandi
undanfarin ár. 1 töflu 1 eru sýnd meðalheygæði í Eyjafirði
síðastliðin 14 ár og sést að þessu marki hefur aðeins verið náð
einu sinni og að síðari hluti tímabilsins er raunar lakari en sá
fyrri. Augljóst virðist því að átaks er þörf ef ná á þeim hey-
gæðum sem nauðsynleg eru til þess að fá góðan arð eftir gripi.
í þessum pistli er ætlun enn á ný að fjalla um þá þrjá þætti
sem mestu ráða um heygæði en það eru: Grastegundir,
sláttutími og heyskaparaðferðir.
23