Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 7
væri að fjölga valfögum. Ætla má að hluti þeirra sem fara í búskap að námi loknu setji kandídatsgráðuna ekki sem skil- yrði heldur séu fyrst og fremst að afla sér frekari menntunar sem nýtist þeim að námi loknu. Þá má ætla að þetta gerði endurmenntun auðveldari og að leiðbeiningar í nýbúgreinum ykjust að sama skapi. Loks tengist þetta nám hugmynd sem ég vík síðar að í erindinu. En nú langar mig að víkja að þörfinni fyrir búfræðikandi- data, einkum þeirri sem snýr beint að bændum, það er hlut leiðbeiningarþjónustunnar. Almennt má segja að það séu einkum fjórir aðilar sem nýta sér menntun búfræðikandídata. Þetta eru bændur, félags- samtök bænda, ríkið og söluaðilar með rekstrar- og fjár- festingarvörur fyrir landbúnað. Kröfur bænda eru í eðli sínu all mismunandi. Fer það mest eftir búskaparháttum, reynslu og viðkomandi manngerð. Það gefur til dæmis augaleið að maður sem er að hefja búskap í grein, sem hann hefur ekki unnið við áður, gerir aðrar kröfur en sá sem unnið hefur við sömu grein í áratugi og farnast vel. Svo virðist sem búskapur þróist nú til meiri sérhæfingar en áður. Aðgerðir stjórnvalda í gegnum reglugerðir um framleiðslustjórnun gefa meðal ann- ars tilefni til að ætla slíkt. Jafnframt eru nýjar búgreinar að koma til sögunnar. Þetta kallar á sérhæfðar leiðbeiningar. Á ég þá við sérhæfingu með tilliti til búgreinanna í heild sinni en ekki einstakra þátta, svo sem fóðrunar, bygginga eða bú- tækni. Bóndinn gerir sem sagt kröfur um að heildaryfirsýn sé yfir búreksturinn, og þar sem markmið hans er að hafa sem mestan arð af framleiðslu sinni, þá lítur hann á ferlið sem heild. En kröfuhafarnir eru fleiri. Á undanförnum árum hafa héraðsráðunautum í auknum mæli verið falin verkefni sem tengjast félagssamtökum bænda. Má þar nefna störf í kjöl- far stjórnunar á búvöruframleiðslunni svo og kannanir af ýmsu tagi. Þessu til viðbótar koma svo verkefni sem tengjast ákvörðunum landbúnaðarráðuneytisins og lánastofnana. Flest þessi atriði tengjast hagrænum þáttum, til dæmis áætl- anagerð og rekstrarspám. Þá er gagnaöflun fyrir einstakar 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.