Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 7
væri að fjölga valfögum. Ætla má að hluti þeirra sem fara í
búskap að námi loknu setji kandídatsgráðuna ekki sem skil-
yrði heldur séu fyrst og fremst að afla sér frekari menntunar
sem nýtist þeim að námi loknu. Þá má ætla að þetta gerði
endurmenntun auðveldari og að leiðbeiningar í nýbúgreinum
ykjust að sama skapi. Loks tengist þetta nám hugmynd sem ég
vík síðar að í erindinu.
En nú langar mig að víkja að þörfinni fyrir búfræðikandi-
data, einkum þeirri sem snýr beint að bændum, það er hlut
leiðbeiningarþjónustunnar.
Almennt má segja að það séu einkum fjórir aðilar sem nýta
sér menntun búfræðikandídata. Þetta eru bændur, félags-
samtök bænda, ríkið og söluaðilar með rekstrar- og fjár-
festingarvörur fyrir landbúnað. Kröfur bænda eru í eðli sínu
all mismunandi. Fer það mest eftir búskaparháttum, reynslu
og viðkomandi manngerð. Það gefur til dæmis augaleið að
maður sem er að hefja búskap í grein, sem hann hefur ekki
unnið við áður, gerir aðrar kröfur en sá sem unnið hefur við
sömu grein í áratugi og farnast vel. Svo virðist sem búskapur
þróist nú til meiri sérhæfingar en áður. Aðgerðir stjórnvalda í
gegnum reglugerðir um framleiðslustjórnun gefa meðal ann-
ars tilefni til að ætla slíkt. Jafnframt eru nýjar búgreinar að
koma til sögunnar. Þetta kallar á sérhæfðar leiðbeiningar. Á
ég þá við sérhæfingu með tilliti til búgreinanna í heild sinni
en ekki einstakra þátta, svo sem fóðrunar, bygginga eða bú-
tækni. Bóndinn gerir sem sagt kröfur um að heildaryfirsýn sé
yfir búreksturinn, og þar sem markmið hans er að hafa sem
mestan arð af framleiðslu sinni, þá lítur hann á ferlið sem
heild.
En kröfuhafarnir eru fleiri. Á undanförnum árum hafa
héraðsráðunautum í auknum mæli verið falin verkefni sem
tengjast félagssamtökum bænda. Má þar nefna störf í kjöl-
far stjórnunar á búvöruframleiðslunni svo og kannanir af
ýmsu tagi. Þessu til viðbótar koma svo verkefni sem tengjast
ákvörðunum landbúnaðarráðuneytisins og lánastofnana.
Flest þessi atriði tengjast hagrænum þáttum, til dæmis áætl-
anagerð og rekstrarspám. Þá er gagnaöflun fyrir einstakar
9