Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 46
Þrátt fyrir þann kostnað sem bændur hafa lagt í til dæmis
við girðingar hefur alltaf verið meiri eftirspurn eftir plöntum
en hægt hefur verið að anna. A skömmum tíma hefur það
breyst, áður vantaði land, en nú vantar plöntur til að
gróðursetja í allt það land sem hefur verið lagt fram og girt.
Þegar framkvæmdir hófust vorið 1983 afhenti Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga, á eigin kostnað, 30.000 plöntur til
þeirra bænda sem byrjuðu þá. Seinni hluta ársins 1982 leitaði
félagið til fjárveitinganefndar Alþingis eftir fjárveitingu til
framkvæmda á áætlun bændaskógræktar fyrir árið 1983.
Fjárbeiðnin var dregin til baka, þar sem Skógrækt ríkisins fór
fram á að leitað yrði sameiginlega eftir fjárveitingu til fram-
kvæmda héraðsskógræktar.
Haustið 1983 og 1985 leitaði Skógræktarfélag Eyfirðinga til
fjárveitinganefndar Alþingis vegna fjárveitingar til uppeldis á
plöntum til bændaskógræktar.
Frá árinu 1984 hefur verið veitt fé til að greiða fyrir gróð-
ursettar plöntur. Fjöldi þeirra hefur takmarkast af fjárveit-
ingunni hverju sinni og upphafleg áætlun Skógræktarfélags-
ins hefur því ekki staðist, eins og fram kemur í töflu 5.
Tafla 5. Áætluð gróðursetning á árunum 1983-87
og þær plöntur sem hafa verið gróðursettar á árunum
1983-87 og hlutfallið þar á milli í prósentum.
Ár Áætlun Otplantað %
1983 ........................... 45.000 30.370 67,5
1984 ........................... 75.000 54.060 72,1
1985 ........................... 105.000 58.652 55,9
1986 ........................... 150.000 24.230 16,2
1987 ........................... 175.000 49.040 28,0
Samtals.................... 550.000 216.352 39,3
48