Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 74
Mynd 5. Hattsveppurinn (Melanoleuca sp.) sem myndar rendurnar i túninu á Drop-
laugarstöðum. Lýsing í texta. Ljósm.: Höf.
þvermál hringsins um 28 m (stikað). Breidd þessa baugs var
um 1 fet, eða 30-40 sm. Boginn vísaði til suðvesturs, eða inn
eftir dalnum.
Ytri baugurinn var um þriðjungur úr hring, um 20 m
langur og þvermál hringsins um 17 m, breiddin svipuð og á
hinum, og stefnan sú sama.
Grasið í þessum röndum eða baugum var áberandi dökk-
grænna en aðrir hlutar túnsins, sem þó var að sjálfsögðu allt
grænt á þessum árstíma, með lágvaxinni há (slegið um miðjan
júlí). Einnig var grasið í baugunum hávaxnara en umhverfis,
a.m.k. á köflum, og að jafnaði gróskumeira. Voru rendurnar
af þessum sökum mjög áberandi, eins og meðfylgjandi myndir
sýna væntanlega. Ekki sá ég votta fyrir neinni rýrnun í gras-
vexti eða gulnun, innanvert við grænu rendurnar. Þetta voru
sem sagt aðeins einfaldar rendur (mynd 4).
Orsök þessarar randamyndunar í Droplaugarstaðatúninu,
leyndi sér ekki, því að allstórir, ljósir hattsveppir uxu í röð eftir
endilöngum röndunum. Yfirleitt voru þeir við innri jaðar
baugsins, oftast í smáþyrpingum, með nokkurra feta millibili.
76