Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 57
2. NORÐLENSK NÖFN
Á Norðurlandi, svo sem á landinu öllu, eru Jón, Sigurður og
Guðmundur algengustu karlmannsnöfnin og Guðrún og Sig-
ríður algengustu kvenmannsnöfnin. Hins vegar má í ritgerð
Guðrúnar Kvaran og Sigurðar Jónssonar (1) bera Norðurland
saman við aðra landshluta en þar er byggt á þjóðskránni árið
1982. Þá virðast Ólafur, Magnús, Einar og Bjarni vera fremur
sjaldgæf á Norðurlandi, en aftur á móti eru Björn, Jóhann,
Stefán og Árni algengari þar en annars staðar. í nöfnum
kvenna eru Elín, Jóna, Guðbjörg og Erla sjaldgæf en Anna og
Margrét hlutfallslega algeng á Norðurlandi.
3. ALGENGUSTU KARLMANNSNÖFN A NORÐURLANDI
SAMKVÆMT SfMASKRÁ OG BÚENDARITUM
I simskránni (3) eru tvær símstöðvar í V-Húnavatnssýslu, Brú
og Hvammstangi, með nærri 500 nöfn, tvær í A-Húnavatns-
sýslu, Blönduós og Skagaströnd, með 800 nöfn, fjórar í
Skagafirði, Sauðárkrókur, Varmahlíð, Hofsós og Siglufjörður,
með um 2.200 nöfn, fimm í Eyjafirði, Akureyri, Dalvík,
Ólafsfjörður, Hrísey og Grímsey, með tæplega 6.000 nöfn,
tvær í S-Þingeyjarsýslu, Húsavík og Reykjahlíð, með rúmlega
1.400 nöfn og þrjár stöðvar í N-Þingeyjarsýslu, Kópasker,
Raufarhöfn og Þórshöfn, með um 500 nöfn. Samtals reyndust
þetta 11.352 nöfn á Norðurlandi. Svo sem fyrr greinir sýna
nöfnin í símaskránni ekki endilega dreifingu nafna á Norð-
urlandi vegna þess að ekki eru allir með síma, einkum verða
börn og unglingar útundan. í töflu 1 sést hver eru 20 algeng-
ustu nöfnin samkvæmt þessari talningu úr símaskránni. Þar
er sýnd röðun nafnanna í hverri sýslu og merkir lág tala að
nafnið sé ofarlega í röðinni og þá algengt í þeirri sýslu. Jón,
Sigurður og Guðmundur koma ekki á óvart.
Þá voru búendaritin athuguð. Notað var ritið Húnaþing
(4) með tæpum 3.200 nöfnum úr báðum sýslum Húnaþings.
59