Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 87
Fóðurgildi heyjanna var að meðaltali 1.85 kg/FE, sem er
það þriðja besta síðan mælingar á meltanleika hófust hjá RN.
Best voru heyin í S-Þing., en af þeim þurfti 1.79 kg/FE að
meðaltali. Efnainnihald að öðru leyti var að meðaltali svipað
og undanfarin ár, nema hvað próteininnihald var litlu meira
en á síðast ári. Ef litið er á votheyið sérstaklega þá var út-
koman úr því mjög góð og þurfti aðeins 1.75 kg/FE af því að
meðaltali miðað við 85% þurrefni. Meðaltalið í votheyinu
eru sýni úr rúlluböggum, en allmörg slík sýni komu til mæl-
inga á s.l. hausti, voru þau mjög góð enda hráefnið í mörgum
tilvikum há eða grænfóður, bygg, hafrar eða rýgresi.
Á síðastliðnu hausti var byrjað að tölvuvinna útreikninga á
mælitölum við heyefnagreiningarnar. Töluverð vinna var við
að útbúa númerakerfi og nafnaskrár vegna þessa, en gerð
hugbúnaðar sá Halldór Árnason hjá Búnaðarfélagi Islands
um. Niðurstöður heyefnagreininganna voru skrifaðar út í
tölvu og einnig reikningar fyrir búnaðarsamböndin til inn-
heimtu hjá bændum.
Ný tœkni til fóðurefnagreininga.
Á síðasta aðalfundi var lítillega rædd ný aðferð við heyefna-
greiningar. Er hér um að ræða svokallaða NIR-aðferð (near
infrared reflectance). Aðferðin byggir á því að infrarauðu ljósi
með mismunandi bylgjulengdum er beint að sýninu. Lífræn
efni eins og prótein, fita eða trefjar taka upp (absorberer)
infrarautt ljós af ákveðnum bylgjulengdum og því meir sem
styrkleiki efnanna eykst. Síðan er mældur sá hluti ljóssins sem
endurkastast. Með útreikningum og samanburði á þekktu
efnainnihaldi mældu á hefðbundinn hátt í samskonar fóðri
t.d. heyi eru fundnar líkingar til að reikna út efnainnihald út
frá NIR-mælingunum. Aðferðin er einföld í notkun því aðeins
þarf að þurrka og mala sýnin og síðan eru þau mæld í þar til
gerðum hylkjum.
Við hjá RN höfum reynt að fylgjast svolítið með þróun
þessarar tækni. Síðastliðinn vetur voru send 44 heysýni héðan
og 23 af Suðurlandi til Bandarikjanna til mælinga með
NIR-aðferð. Valur Þorvaldsson, þá ráðunautur á Suðurlandi,
89