Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 71
langar og rúmur Vi m á breidd, lágu frá NA til SV, en ekki er
getið um neinn boga á þeim. „Einkennilegast við þetta er það,
að rendur þessar færast til, hér um bil um breidd sína á ári, og
þá venjulega til suðausturs, og ef að er gáð, sést sinuþófinn frá
árinu áður bakvið,“ segir Steingrímur í bréfi til Ingólfs. Hann
getur ekki um neina sveppi í sambandi við þessar rendur, en
samt telur Ingólfur, að hér sé um að ræða „nornabauga“ af
völdum sveppa.
Næst getur þessara furðulegu randa í bréfi Jóhannesar
Björnssonar í Ytri-Tungu (bróður Steingríms), er hann skrif-
aði mér 20. 3. 1972. Var bréfið birt í tímaritinu Týli, 3. árg.
1973, ásamt skýringu minni. Jóhannes segir rendurnar hafa
komið fram í túninu upp úr 1918, og datt honum því í hug, að
tengja þær við frostsprungur, sem víða mynduðust í jarðvegi
frostaveturinn 1917-1918.
Hann segir rendurnar hafa verið allt að 100 m langar í
túninu, en allt að 200 m langar í mólendinu. Breiddina telur
hann vera 40-50 sm, og færist rendurnar um breidd sína á ári.
Jóhannes segir ennfremur, að rendurnar hafi dofnað eða
horfið í túninu, eftir að farið var að nota á það tilbúinn áburð
og einnig hafi rendurnar í móunum dofnað síðustu árin.
Nokkrum árum seinna kom ég að Ytri-Tungu og vísaði
Jóhannes mér þá á rendurnar í lyng-grasmóum sunnan við
túnið. Virtust mér þær varla greinanlegar oig alls ekki nema
með ábendingu. Enga sveppi sá ég í þeim, enda mun þetta
ekki hafa verið á aðalvaxtartíma þeirra.
Ingólfur nefnir einnigí grein sinni (1960) „að í Hleiðargarði
í Eyjafirði hafi lengi sést í graslendi, stórar dökkgrænar rákir,
sem ef til vill geta verið risavaxnir nornabaugar“, og bætir
við, að ýmsir hafi séð „smáa nornabauga“ í grasi og mosa.
SVEPPABAUGAR OG MOSABAUGAR
Algengt er að hattsveppir og belgsveppir vaxi í meira eða
minna samfelldum hringjum eða baugum, án þess að nokkur
73