Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 98

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 98
efaðist um gildi þess að setja alla þjónustu undir sama hatt, efla þyrfti einstaklingsframtakið á leiðbeiningasviði. Taldi hann að nýting fjármgns í landbúnaði þyrfti að vera betri. Bjarni E. Guðleifsson ræddi hversu ólík sjónarmið væru um þessi mál milli manna á fundinum. Tók hann undir hugmyndir Egils um skipulagsbreytingar innan leiðbeiningaþjónustunnar norðanlands. Sveinn Jónsson fagnaði auknum áhrifum Eyfirðinga og taldi til nokkra formenn í máttugum samtökum innan bændastéttarinnar. Jóhann Guðmundsson taldi báknið innan landbúnaðarins vera of mikið. Gagnrýndi hann Hólakenningu Egils Bjarnasonar, kom inn á fosfórmálin og lauk máli sínu á vélasviðinu. Ævarr Hjartarson fjallaði um málið vítt og breitt. Nefndi meðal annars brögð sem þarf að beita til að fá lán hjá Húsnæðisstofnun. Taldi Ævarr að héruðin ættu að hafa fullvirðisrétt í fjármagni frá Stofnlánadeild. Jón Viðar Jónmundsson sagði markmið sem stefnt er að í land- búnaði stangast á við ýmsa hagsmuni, því eru sjónarmiðin misjöfn. Mestu hættuna fyrir landbúnaðinn taldi Jón vera misgengi milli neytenda og framleiðenda. Sagði Jón að fjármagn sem notað hefði verið í landbúnaði hefði skilað miklu, jafnvel alltof miklu og leitt af sér offramleiðslu. Jón benti á að besta skipulag væri ekki til en landbúnaðurinn þarf að aðlagast aðstæðum hverju sinni. Jón var- aði við mikilli gjaldtöku fyrir þjónustu, taldi hann það geta ýtt undir skammtímasjónarmið. Jón taldi endurmenntun ráðunauta afar nauðsynlega og væri dvöl erlendis við nám án efa af hinu góða. Jón Viðar kom inn á byggðaþróunina og taldi hættu á félagslegri óeiningu sem síðar myndi ganga milli bols og höfuðs á samfélaginu. Jón benti á að tillögur um uppbyggingu atvinnutækifæra þyrftu að koma frá íbúum viðkomandi byggða. Taldi ræðumaður að fagleg og félagsleg sjónarmið yrðu að haldast í hendur. Meginmáli fyrir öllu skipulagi landbúnaðarmála taldi Jón skipta hversu öflugt landbúnaðarráðuneytið á að vera. Jón sagði að samvinna milli búnaðarsambanda mætti aukast án þess að veruleg skipulags- breyting kæmi til og bylting í samgöngumálum auðveldar slíkt samstarf. Fundarstjóri lagði fram tillögu er hér var komið fundi, þess efnis að skipuð verði millifundanefnd til að fjalla um þessi mál. Nefnd þessa skipi eftirtaldir menn: Jón Bjarnason skólastjóri, Jóhannes Sigvaldason tilraunastjóri, Ævarr Hjartarson ráðunautur, Aðalbjörn Benediktsson ráðunautur og Sigtryggur Vagnsson bóndi. Tillaga þessi var samþykkt. V Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1988. Bjarni E. Guðleifsson fylgdi henni úr hlaði. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.