Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 64
Sé reynt að flokka nöfnin í vestlæg og austlæg nöfn má
skipta þeim svona:
Vestlæg nöfn: Jóhanna, Ingibjörg, Sigurlaug.
Austlæg nöfn: Hulda, Sigrún.
7. BREYTINGAR A NAFNVENJUM
Gísli Jónsson (2) hefur gert athugun á nafngjöfum Eyfirðinga
frá 1703 fram að 1845. Þar kemur fram að sömu nöfn og eru
algengust nú voru það einnig og enn frekar fyrrum. Sumum
nöfnum fækkar svo sem Einar, Bjarni, Þórunn, Þuríður, Þóra,
Guðný og Halldóra, en öðrum vex ásmegin svo sem Kristján,
Jónas, Jóhann, Kristín, Anna og María. Tvínefni koma til í
byrjun 19. aldar, fram að því hétu allir einu nafni, og er
tvínefni talinn erlendur siður.
I grein Guðrúnar Kvaran og Sigurðar Jónssonar (1) má sjá
að á landsvísu hafa algengustu nöfnin haldið velli á þessari
öld, en gamalkunnug nöfn láta undan en stutt nöfn sem fara
vel í tvínefnum sækja á. Ef notuð er tíðni nafna árin 1900-
1909 og 1982 má greina hver þróunin hefur orðið á þessari
öld. Eftirtalin nöfn láta undan síga:
Ólafur, Magnús, Ingibjörg, Margrét, Jóhanna og Guðný.
Eftirtalin nöfn sækja hins vegar á:
Þór, örn, Ingi, Kristín, María, Björk, Björg, Þóra, Ásta og
Lilja.
Ef reiknað er út frá þjóðskránni 1987 og einungis notað
fyrsta nafn hvers einstaklings á Norðurlandi má greina hver
þróunin hefur orðið hér í fjórðungnum á síðustu árum. Ef
Norðlendingum er skipt í þrjá hópa, unga (1-29 ára), mið-
aldra (30-59 ára) og gamla (60 ára og eldri) má greina að
eftirtalin nöfn láti undan síga:
Björn, Páll, Jóhannes, Jóhanna, Hólmfríður.
En þessi nöfn sækja á:
Gunnar, Ólafur, Einar, Helgi og Anna.
66